Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

13.02.2014 20:51

Þann 13. febrúar 2014 undirrituðu Nes og Samkaup hf samstarfssamning til 1 árs. Með samkomulaginu skuldbindur Nes sig til þess að halda uppi faglegu íþrótta- og félagsstarfi fyrir fatlaðra á svæðinu og Samkaup hf skuldbindur sig til að leggja starfsseminni lið með fjárstuðningi. Á myndinni handsala Guðmundur Sigurðsson, formaður Nes, Stefán Ragnar Guðjónsson, forstöðumaður innkaupa og markaðssviðs Samkaupa hf og Vilhjálmur Þór Jónsson, íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ 2013, samninginn.

 

 

03.02.2014 12:41

Malmöfarar 2014

Minnum Malmöfara á fundinn kl 20:15 á 2 hæð í íþróttahúsinu Sunnubraut. Allir verða að mæta og gott væri ef aðstandendur kæmu líka svo allar upplýsingar komist til skila.
Endilega látið berast.

kv NES.

23.01.2014 20:21

Viltu komast í frábæran félagsskap og æfa með öflugu íþróttafélagi?

NES, íþróttafélag Fatlaðra á Suðurnesjum, býður alla velkomna sem eiga við einhverskonar fötlun eða skerðingu að stríða frá aldrinum 4 ára og uppúr. NES býður uppá reglulegar æfingar í íþróttagreinunum; sundi, boccia, frjálsum íþróttum og fótbolta (14 ára og eldri). Æfingastaðir eru í íþróttasal og sundlaug Heiðarskóla, sundlaug Akurskóla, sundlauginni á Sunnubraut (Vatnaveröld) og í Reykjaneshöllinni. Þjálfarar NES eru sjö talsins og er fagfólk fram í fingurgóma.  Ásamt æfingum eru reglulegir hittingar þar sem iðkendur eiga góða stund saman. Misjafnt er hvað er gert hverju sinni eins og  t.d. núna í janúar munum við hafa sundhitting.  Alltaf mikil gleði og stuð hjá okkur í NES.                 

Með þessari grein langaði okkur í Nes að minna á okkar flottu starfssemi og bjóða nýjum iðkendum að koma á prufuæfingar hjá okkur í tvær vikur án endurgjalds og sjá hvort okkar flotta íþróttafélag sé eitthvað fyrir viðkomandi. Æfingargjöld í NES, á haustönn eru 13 þús.kr. fyrir iðkanda, 13 þús kr. á vorönn  og sirka 5 þús kr. á sumarönn (sé slíkt í boði, misjafnt eftir greinum). Hver einstaklingur velur svo  á hvaða æfingar það vill mæta, velkomin á þær allar (sjá æfingartöflu)!!!

Kveðja

Þjálfarar og stjórn NES

 

Íþróttafélagið NES Æfingatafla 2013 – 2014

Sund

Yngri

Þriðjudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Fimmtudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Eldri

Mánudagar kl. 19:00-20:00 (Vatnaveröld)

Þriðjudagar kl. 19:30-20:30 (Akurskóli)

Fimmtudagar kl. 18:45-19:45 (Akurskóli)

 

Garpasund (eldri)

Þriðjudagar kl. 18:15-19:15 (Heiðarskóli)

 

Frjálsar

Yngri

Mánudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Eldri

Mánudagar kl. 18:15-19:15 (Heiðarskóli)

 

Fótbolti (eldri)

Þriðjudagar kl. 20.30-21.30 (Reykjaneshöllin)

Föstudagar kl. 20.30-21.30 (Reykjaneshöllin)

 

Boccia

Yngri

Miðvikudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Eldri

Miðvikudagar kl.18:15-20:15 (Heiðarskóli)

15.01.2014 22:43

13 iðkendur frá Nes keppa á RIG um helgina!

Keppni í sundi fatlaðra á Reykjavík International Games (RIG) fer fram í Laugardalslaug dagana 17.-19. janúar næstkomandi. Alla þrjá keppnisdagana hefst upphitun kl. 12:00 og keppni kl. 13:00.

Mótið skiptist þannig;

Föstudagur - 17. janúar:  karlar 100m flugsund-konur 100m flugsund - konur 200m fjórsund - karlar 200m fjórsund - konur 400m skriðsund - karlar 400m skriðsund - konur

Laugardagur - 18. janúar: 50m skriðsund - karlar 50m skriðsund - konur 100m bringusund - karlar 100m bringusund - konur 50m baksund - karlar 50m baksund - konur 200m skriðsund - karlar 200m skriðsund - konur

Sunnudagur - 19. janúar:100m skriðsund - karlar 100m skriðsund - konur 50m bringusund - karlar 40m bringusund - konur 100m baksund - karlar 100m baksund - konur 50m flugsund - karlar 50m flugsund - konur

 

Keppendur frá Nes eru eftirfarandi:

Ástrós María Bjarnadóttir H (14) NES

# 8 Women 50 Free 37,18L

# 14 Women 200 Free 3:45,23L

# 18 Women 50 Breast 53,45L

# 22 Women 50 Fly 49,78L

Linda Björg Björgvinsdóttir S7 (20) NES

# 8 Women 50 Free 56,78L

# 12 Women 50 Back 1:02,34L

# 18 Women 50 Breast 1:09,94L

Erna Brynjarsdóttir (17) NES

# 8 Women 50 Free 45,34L

# 12 Women 50 Back 56,78L

# 18 Women 50 Breast 57,89L

Kristlaug Halldórsdóttir S14 (15) NES

# 8 Women 50 Free 58,25L

# 12 Women 50 Back 1:16,92L

# 18 Women 50 Breast 1:01,52L

Friðrika Ína Hjartardottir S14 (17) NES

# 8 Women 50 Free 55,67L

# 16 Women 100 Free 2:00,34L

# 22 Women 50 Fly 1:11,23L

Ingibjörg Margeirsdóttir S14 (14) NES

# 8 Women 50 Free 39,89L

# 12 Women 50 Back 47,67L

# 18 Women 50 Breast 1:15,64L

# 22 Women 50 Fly 43,56L

Ingólfur Már Bjarnason S10 (13) NES

# 7 Men 50 Free 44,00L

# 13 Men 200 Free 4:20,34L

# 15 Men 100 Free 1:49,39L

# 21 Men 50 Fly 1:00,89L

Jósef Daníelsson S14 NES

# 7 Men 50 Free 38,67L

# 11 Men 50 Back 53,08L

# 15 Men 100 Free NT

# 21 Men 50 Fly NT

Sigurður Guðmundsson S14 (20) NES

# 7 Men 50 Free 28,94L

# 13 Men 200 Free 2:54,99L

# 15 Men 100 Free 1:18,15L

# 21 Men 50 Fly NT

Már Gunnarsson S12 (14) NES

# 9 Men 100 Breast 1:50,42L

# 13 Men 200 Free 3:14,13L

# 15 Men 100 Free 1:28,34L

# 21 Men 50 Fly NT

Fannar Jóhannesson S14 (13) NES

# 9 Men 100 Breast 1:53,56L

# 15 Men 100 Free 1:43,56L

# 21 Men 50 Fly 54,34L

Guðmundur Ingi Margeirsson S14 (20) NES

# 7 Men 50 Free 34,21L

# 17 Men 50 Breast 42,67L

Kristófer Turnball S14 NES

# 7 Men 50 Free 54,46L

15.01.2014 16:57

Sælir Nesarar og forráðamenn ykkar

 

Fundur um flokkunarmál

 

Sunnudaginn 19. janúar næstkomandi verður kynningarfundur um stöðu flokkunarmála fatlaðra sundmanna. Ingi Þór Einarsson annar tveggja landsliðsþjálfara ÍF í sundi mun stýra fundinum. Ingi Þór er einnig einn helsti flokkari í flokki S14 í sundi, flokki þroskahamlaðra.

Allir eru velkomnir en fundurinn hefst kl. 15:00 í D-sal á þriðju hæð í húsnæði ÍSÍ í Laugardal.

 

 

Kveðja/regards,

Jón Björn Ólafsson

Þjónustusvið ÍF/Service Manager

Íþróttasamband fatlaðra/NPC Iceland

Sími/phone: +354 5144080

GSM/mobile: +354 8681061

www.ifsport.is

ÍF á Facebook

ÍF á Twitter

ÍF á Youtube

______________________________

12.01.2014 15:50

Bið að afsaka stafabrenglunina.

 

Afreksþja´lfun Ra´ðstefna 20. og 22. janu´ar 2014

I´þro´ttabandalag Reykjavi´kur og I´þro´tta- og O´lympi´usamband I´slands standa fyrir i´þro´ttara´ðstefnu i´ samstarfi við Ha´sko´lann i´ Reykjavi´k dagana 20. og 22. janu´ar. Ra´ðstefnan fer fram i´ Ha´sko´lanum i´ Reykjavi´k i´ stofu V101. Margir a´hugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksþja´lfun en ra´ðstefnustjo´rar verða þær Hafru´n Kristja´nsdo´ttir og Ragnhildur Sku´lado´ttir. Fyrirlestrarnir fara bæði fram a´ ensku og i´slensku.

Dagskra´ 20. janu´ar

17:00-17:40
Dietmar Shounard
Hvernig sne´ru Þjo´ðverjar við taflinu?
Landsliðsþja´lfari þy´ska frja´lsi´þro´ttasambandsins (Dlv) ly´sir hvernig markvissari stefnumo¨rkun hefur leitt til bætts a´rangurs. Hvernig undirbu´ningi i´ þja´lfun se´ ha´ttað gagnvart ungum og efnilegum i´þro´ttamo¨nnum eins og til dæmis David Storl, heimsmeistara i´ ku´luvarpi.

17:40-18:20
Jesper Frigast Larsen
A´rangur Dana og hugmyndafræði afreksma´la
Jesper hefur starfað að afreksma´lum danska I´þro´tta- og O´lympi´usambandsins um a´rabil auk þess að hafa starfað hja´ Team Denmark og verið framkvæmdastjo´ri danska golfsambandsins. Jesper mun ræða hugmyndafræði og vinnu sem skilað hefur Do¨num miklum a´rangri a´ undanfo¨rnum a´rum, með a´herslu a´ uppbyggingu framti´ðar afreksfo´lks sem og samvinnu þeirra aðila sem starfa að i´þro´ttama´lum.

18:20-19:00
Andri Stefa´nsson og Kjartan A´smundsson
Skipulag afreksi´þro´ttama´la
Andri og Kjartan munu miðla af reynslu sinni fra´ SPLISS ra´ðstefnu sem haldin var i´ Antwerpen i´ Belgi´u i´ no´vember si´ðast liðnum. Andri sem sviðsstjo´ri afreksma´la I´SI´ mun ræða umhverfi afreksi´þro´tta a´ I´slandi og hvernig a´herslur annarra þjo´ða eru i´ þessum ma´laflokki. Kjartan mun ræða þa´tt afreksi´þro´ttaviðburða og mikilvægi sky´rrar stefnumo¨rkunar.

19:00-19:30 MATUR

19:30-20:10
Dr. Viðar Halldo´rsson
Hið o´sy´nilega afl : a´hrif hefðar a´ a´rangur i´ i´þro´ttum
Erindið fjallar um myndun a´rangursri´krar hefðar i´ i´þro´ttum. Leitast verður við að svara spurningum eins og; hvað er hefð?; hvernig myndast hefð?; hverjar eru forsendur a´rangursri´krar hefðar?; er hægt að bu´a til a´rangursri´ka hefð?; og er hægt að viðhalda henni þra´tt fyrir brotthvarf lykilaðila?

20:10-20:50
Ve´steinn Hafsteinsson
Hvað þarf til?
Ve´steinn fjallar um það sem þarf að vera til staðar ef við viljum na´ a´rangri a´ heimsvi´su. Hann mun bera saman umhverfi sitt og annarra afreksmanna a´ 8. og 9. a´ratug si´ðustu aldar og það sem þarf i´ dag og taka mið af þvi´ umhverfi sem til dæmis frja´lsi´þro´ttamaðurinn Gerd Kanter by´r við. Farið verður ofan i´ hvað það sem vantar he´r og hverju það munar upp a´ a´rangur og frammisto¨ðu.

Dagskra´ 22. janu´ar

17:00-17:40

Patrick O ´Neil A´rangurshvetjandi þja´lfun

Patrick er einn virtasti fyrirlesari bandari´ska listskautasambandsins. Hann hefur a´ si´num langa ferli lagt ri´ka a´herslu a´ þætti er efla liðsanda og hvernig markviss markmiðasetning leiðir til frekari a´rangurs.

17:40-18:20
Peter Gade
Reynsla eins sigursælasta badmintonspilara si´ðustu a´ra
Daninn Peter Gade, einn besti badmintonspilari allra ti´ma, segir fra´ þvi´ hvernig hann komst a´ toppinn og na´ði að halda se´r þar. Fyrirlesturinn verður a´ viðtalsformi þar sem a´horfendum gefst tækifæri til að spyrja.

18:20-18:35
Bjo¨rn S. Gunnarsson -
„Mjo´lk sem na´ttu´rulegur i´þro´ttadrykkur“
Bjo¨rn er næringafræðingur og mun fara yfir skemmtilegar staðreyndir um mjo´lk sem na´ttu´rulegan i´þro´ttadrykk. Hvað hafa dy´rir i´þro´tta- og orkudrykkir sem mjo´lkin hefur ekki?

18:35-19:10 MATUR

19:10-19:50
Þra´inn Hafsteinsson, Ho¨rður Gunnarsson og Gunnar Pa´ll Jo´akimsson
I´þro´ttauppeldi afreksunglinga Hvernig stendur Frja´lsi´þro´ttadeild I´R að grunnþja´lfun, se´rhæfðri þja´lfun, se´rhæfingu og umgjo¨rð efnilegra barna og unglinga?

19:50-20:30
Bjo¨rn Bjo¨rnsson
A´rangursstjo´rnun i´ þja´lfun
Bjo¨rn er fyrrverandi landsliðsþja´lfari I´slands i´ ho´pfimleikum og hefur vi´ða haldið fyrirlestra bæði innan i´þro´ttahreyfingarinnar en einnig i´ viðskiptali´finu. A´rangursstjo´rnun sny´st um markmiðasetningu, mælingu og eftirfylgni. Tilgangur hennar er að auka skilvirkni i´ æfinga- og undirbu´ningsferli fyrir keppni og stuðla að ha´marksa´rangri.

Skra´ning

Ra´ðstefnugjald er 3.500 kr. og er le´ttur kvo¨ldverður innifalinn i´ gjaldinu. Gjald fyrir ba´ða daga er 5.000 kr.

Skra´ning fer fram a´ netfanginu skraning@isi.is. Gjaldið skal greiða inn a´ reikning I´BR 0336 26 - 987 kt. 670169-1709. og er litið a´ greiðslu sem staðfestingu a´ þa´ttto¨ku. Si´ðasti skra´ningardagur er fo¨studagurinn 17.janu´ar. Ha´marksfjo¨ldi a´ ra´ðstefnuna er 140 manns. 

09.01.2014 17:42

Þá er reikningur vegna Malmö 2014 tilbúinn, gjaldkeri NES mun vera í sambandi við iðkendur næstu daga og kvöld en getið líka haft samband beint í síma 6162748 til að fá að vita lokatölu sem á eftir að greiða. Það tókst að halda verðinu innan þeirra marka sem lagt var upp með í upphafi sem er bara gott. Gjaldkeri NES Drífa mun vera með gögnin á boccia æfingu yngri frá 17.15 til 18.15 ef þið viljið koma við og fá reikningin beint. Svo er þetta að styttast, held það séu bara 30 dagar í mót

05.01.2014 10:18

Gleðilegt ár allir Nesarar nær og fjær og takk fyrir það liðna.

 

Æfingar Nes árið 2014 byrja á eftirfarandi tímum:

 

Frjálsar byrja mánudaginn 13. janúar og vakin er athygli á því að við munum hafa æfingarnar eins og var „í gamla daga“, yngri mæta kl.  17:15-18:15 og eldri mæta kl. 18:15-19:15.  Við munum hætta að hafa þrekæfingar í seinni tímanum.  Höfum þetta aftur yngri og eldri.  Veriði dugleg að mæta mánudaginn 13. janúar og Elísabet mun fara vel yfir þetta með ykkur þá.  Stefnum að því að mæta á „yngri“ og „eldri“ æfingar frá og með mánudeginum 20. janúar.

 

Knattspyrnuæfingar byrja þriðjudaginn 7. janúar kl. 20:30.  Hvetjum sem flesta til að mæta enda er spennandi verkefni framundan.

 

Garpasundið byrjar þriðjudaginn 7. janúar kl. 18:15-19:15.  Hvetjum alla sem vilja stunda holla hreyfingu í vatni til að mæta.  Margt skemmtilegt framundan.

 

Sundið byrjar með hefðbundnu sniði mánudaginn 6. janúar kl. 19:00-20:00 í Vatnaveröld.

 

Boccia byrjar með hefðbundnu sniði miðvikudaginn 8. janúar kl. 17:15-18:15 með boccia yngri.

 

Hvetjum alla til að mæta vel á allar æfingar og leggja sig alla fram á þeim vegna þess að æfingin skapar meistarann en umfram allt að hafa gaman, hitta vini og kunningja og skemmta öðrum.

 

Kveðja

Nes

30.12.2013 11:04

Sælir allir Nesarar

Þá er að koma að vali á íþróttamanni Reykjanesbæjar sem verður haldið venju samkvæmt í íþróttahúsi Njarðvíkur á gamlársdag kl. 13:00. Og eins og vanalega verður einnig valinn íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ og íslandsmeistarar ársins fá viðurkenningu. Allir Nesarar og aðrir íþróttamenn eru kvattir til að mæta en sérstaklega er þess óskað að eftirfarandi Nesarar mæti:
Sigurður GuðmundssonJosef DaníelssonJakob Gunnar Bergson,John William Boyd, Halldór Þór Halldor FinnssonErna Kristín,Lárus Örn SigurbjörnssonVilhjalmur Þór JonssonHaukur Gunnarsson, Sigríður Karen Ásgeirsdóttir, Sigurður Arnar Benediktsson, Arnar Helgi Lárusson, Ahl RacerBjarki GuðnasonJóhann Rúnar KristjánssonAri Ægisson, Arnar Gunnlaugsson,Thelma Rut GunnlaugsdóttirGuðmundur Ingi Margeirsson, Már Gunnarsson.

Sjáumst hress
Íþróttafélagið Nes

23.12.2013 08:45

Jólakveðja

 
Íþróttafélagið Nes sendir öllum iðkendum sínum, aðstandendum, þjálfurum, styrktaraðilum og öðrum velunnurum félagsins bestu óskir um gleðiríka jólahátíð og velfarnaðar á komandi ári. Takk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða......
.....Minnum á að næstkomandi föstudag 27.des´13 verður haldið jólamót Nes í sundi (nánar auglýst þegar nær dregur) en fyrir utan það að þá er Nes komið í jólafrí og hefjast æfingar að nýju skv. dagskrá mánudaginn 6.janúar.
Jólakveðja
Stjórn Nes

20.12.2013 08:45

FRÁBÆRT Í JÓLAGJÖF.

Sæl öll

 

Bláa Lónið veitti Nes styrk í haust í formi aðgangskorta í Bláa Lónið sem gilda í 1 ár frá útgáfu kortsins.  Nes hefur ákveðið að bjóða þessi kort til kaups.  Það virkar þannig að ef kortið er keypt t.d. 20. desember 2013 þá gildir það til 20. desember 2014.  Það ber hins vegar að athuga að um vetrarkort að ræða sem virkar þannig að að ekki er hægt að nota kortið í júní, júli og ágúst.  Um er að ræða bæði einstaklingskort og fjölskyldukort.  Einstaklingskortin eru að andvirði kr. 15.000.- (1 fullorðinn og 2 börn undir 16 ára). Fjölskyldukortin eru að andvirði kr. 20.000.-  (2 fullorðnir og 2 börn undir 16 ára).  Nes ætlar hins vegar að veita 20% afslátt af kortunum fram að áramótum þannig að einstaklingskortin eru að andvirði kr. 12.000.- og fjölskyldukortin eru að andvirði kr. 16.000.-.

 

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Gumma Sig formann Nes í síma 843-0220.

 

Kveðja

Stjórn Nes

18.12.2013 23:17

Upplýsingar um Íslandsmót ÍF 2014

 

Boccia, borðtennis og lyftingar

Í tilefni 40 ára afmælis íþróttafélagsins Akurs á Akureyri á næsta ári  mun Íslandsmót ÍF 2014  í boccia sveitakeppni, borðtennis og lyftingum verða í umsjón íþróttafélagsins Akurs og fara fram á Akureyri.  Mótið hefst á föstudagsmorgni 11. apríl og lýkur með lokahófi á laugardagskvöldi 12. apríl 2014, nánari tímasetningar koma síðar.

Borðtennis verður í höndum borðtennisdeildar Akurs en lyftingar í umsjá Kraftlyftingafélags Akureyrar .

Umsjón bocciamóts í samvinnu við boccianefnd ÍF verður í höndum Hængsmanna sem ætla að samtengja Hængsmót við Íslandsmót ÍF í tilefni 40 ára afmælisárs Akurs.

 

Sund

Íslandsmót í  50 m sundgreinum verður í Laugardalslaug laugardaginn 12 og sunnudaginn 13. apríl 20

Frjálsar íþróttir

Íslandsmót í frjálsum íþróttum verður í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, laugardaginn 5. apríl kl. 13.00 – 17.00

10.12.2013 22:34

Tilkynnig frá ÍF

Sæl öllsömul

Minnum á frjálsíþróttaæfingar fyrir fötluð ungmenni 13 ára og yngri á fimmtudögum í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 16:30-17:30. Tvær æfingar eru eftir fram að jólum...um að gera að mæta og prófa. Nánari upplýsingar veita þjálfarar Teddi (GSM 663 0876) og Linda (GSM. 862 7555) en þau eru líka nefndarmenn í frjálsíþróttanefnd ÍF. Einnig biðjum við ykkur um að koma þessum upplýsingum sem víðast því hér er ljómandi gott íþróttatilboð á ferðinni.

Kveðja/regards,
Jón Björn Ólafsson
Þjónustusvið ÍF/Service Manager
Íþróttasamband fatlaðra/NPC Iceland
Sími/phone: +354 5144080
GSM/mobile: +354 8681061
www.ifsport.is
_______________

Flettingar í dag: 1427
Gestir í dag: 194
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212207
Samtals gestir: 29239
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 12:22:52

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar