Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2012 Apríl

18.04.2012 09:17

Æfingar og gallar

Æfingar í dag og kvöld :)
Boccia yngri : 17:15 - 18:30
Boccía eldri :  18:30 - 20:15

Fótboltaæfing : 21:30 - 22:20

Enn minnum við alla á að muna að máta galla síðasti séns á æfingunum í dag áður en við pöntum.

Endilega látið berast ef ekki allir hafa séð eða vita af þessu :)

13.04.2012 08:46

Mátun á nýja gallanum.

Kæru iðkendur og aðstanendur.

Eins og þið sjáið erum við að fara í nýjan galla og boli fyrir NES. Henson ætlar að vera okkur innan handar með galla og boli að þessu sinni.  Þá er líka betra að bæta inn annað hvort heilum galla eða panta aukalega buxur, peysu eða bol.

Við getum sagt með stolti að VERÐIÐ MUN KOMA ÖLLUM Á ÓVART þar sem við erum búnar að vera duglegar að ná okkur í styrktaraðila.

Alla næstu viku eða vikuna 16 - 20 apríl munum við verða með galla og boli til mátunar á öllum æfingum og tökum niður pantanir í leiðinni.

Eins og þið sjáið þá stendur til boða fyrir aðstanendur og aðra velunnara að festa kaup á flottum bolum og sýna þannig stuðning er við erum á mótum að horfa á okkar iðkendur úr NES.

Endilega látið berast svo allir okkar iðkendur frá 6 ára og upp úr fá nýjan galla.

kv stjórnin.

12.04.2012 07:58

Viljið þið koma einhverju til stjórnar ?

Góðan daginn.

Í kvöld er fundur hjá stjórn NES og langar okkur að athuga hvort það sé eitthvað sem þið viljið að við tölum um á fundinum.

Margt er framundan svo sem nýjir gallar, mót, fjáraflanir,aðalfundur og lokahóf.

Endilega sendið okkur póst á [email protected] eða í innboxið á Facebook ef eitthvað er sem þið viljið að við tökum á eða bætum.

kv Stjórnin.

10.04.2012 11:28

Æfingar byrja 11.apríl

Sæl öll.

Æfingar byrja 11.apríl á miðvikudaginn.

Engin sundæfing eða Garpasund í dag þriðjudag.

Sjáumst hress og kát.
  • 1
Flettingar í dag: 222
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 105741
Samtals gestir: 8269
Tölur uppfærðar: 2.2.2023 11:40:49

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar