Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2015 Janúar

16.01.2015 11:57

Styrktarsjóður Nes og Skötumessunar. Opnað hefur verið fyrir umsóknir!!!

Stjórn Nes vill minna á "Styrktarsjóð Nes og Skötumessunar" og benda þeim iðkendum á sem eru að fara á Special Olympics í LA núna í sumar 2015 að þeir geta sótt um styrk fyrir 10.febrúar´15, í þennan sjóð vegna þessa verkefnis. Endilega skoðið þetta vel með ykkar aðstandendum og sækið um ef þið viljið. Umsókn ásamt fylgigögnum skal senda rafrænt til: [email protected] fyrir 10.febrúar ´15 næstkomandi.
kv.
Stjórn Nes

 
http://nessport.123.is/files/

04.01.2015 07:40

Gleðilegt ár allir Nesarar nær og fjær og takk fyrir það liðna.

 

Æfingar Nes árið 2015 byrja á eftirfarandi tímum:

 

Frjálsar byrja mánudaginn 5. janúar kl. 17:15-18:15 í Heiðarskóla og eldri mæta kl. 18:15-19:15.

 

Knattspyrnuæfingar byrja þriðjudaginn 6. janúar kl. 20:30 í Reykjaneshöllinni.  Hvetjum sem flesta til að mæta enda er spennandi verkefni framundan.

 

Garpasundið byrjar þriðjudaginn 6. janúar kl. 18:15-19:15 í Heiðarskóla.  Hvetjum alla sem vilja stunda holla hreyfingu í vatni til að mæta.  Margt skemmtilegt framundan.

 

Sundið byrjar með hefðbundnu sniði mánudaginn 5. janúar kl. 19:00-20:00 í Vatnaveröld.

 

Boccia byrjar með hefðbundnu sniði miðvikudaginn 7. janúar kl. 18:15-20:15 í Heiðarskóla.

 

Miðvikudaginn 7. janúar kl. 17:15-18:15 mun Nes bjóða öllum iðkendum undir 16 ára að mæta í íþróttaskóla í Heiðarskóla en í þessum tímum verður boðið upp á hinar og þessar skemmtilegar íþróttaþrautir.

 

Fimmtudaginn 8. janúar kl.18:00-19:00 verður haldið áfram með lyftingarnar eins og verið hefur í íþróttahúsinu á Sunnubraut.  Æfingarnar eru ætlaðar 16 ára og eldri.

 

Hvetjum alla til að mæta vel á allar æfingar og leggja sig alla fram á þeim vegna þess að æfingin skapar meistarann en umfram allt að hafa gaman, hitta vini og kunningja og skemmta öðrum.

 

Kveðja

Nes

  • 1
Flettingar í dag: 247
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 105766
Samtals gestir: 8269
Tölur uppfærðar: 2.2.2023 12:02:30

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar