Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2014 Febrúar

18.02.2014 22:49

Lágmörk vegna Evrópumeistaramóta í sundi og frjálsum íþróttum 2014

http://www.ifsport.is/frettamyndir2014/SwanseaFrjalsarEMbanner2014.jpg

Ólympíu- og afrekssvið ÍF hefur samþykkt tillögu íþróttanefnda og landsliðsþjálfa ÍF um að til þess að öðlast þátttökurétt á Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi og frjálsum íþróttum þurfi einstaklingur að vera í B-hóp samkvæmt Afreksstefnu ÍF 2012 - 2020. Viðmið þessi gilda bæði vegna Evrópumeistaramóts fatlaðra í sundi sem fram fer í Eindhoven í Hollandi 4. - 10. ágúst n.k. og Evrópumeistaramóts í frjálsum íþróttum sem fram fer í Swansea í Wales 15. - 24. ágúst n.k. 
 
Afreksstefnu ÍF má finna á heimasíðu sambandsins með því að smella hér.

 

Mynd/ EM fatlaðra í frjálsum 2014 fara fram í Swansea.

 

 

Kveðja/regards,

Jón Björn Ólafsson

Þjónustusvið ÍF/Service Manager

Íþróttasamband fatlaðra/NPC Iceland

18.02.2014 19:55

Á morgun Á morgun Á morgun 

Hittingur hjá Nes næstkomandi miðvikudagskvöld 19.febrúar kl.20.00!!!! 
Staðsetning: Salur á 2.hæð í íþróttahúsinu á Sunnubrautinni. Stefnan er að koma saman og eiga skemmtilegt MYNDA- og SPJALLkvöld um Malmö 2014. Gaman væri ef allir gætu tekið eitthvað smá góðgæti (eina köku, eða einn snakkpoka, eina gos o.s.frv.) með sér á þennan hitting og saman gætum við sett upp smá hlaðborð fyrir alla að gæða sér á þetta kvöld. Við hvetjum alla að mæta; iðkendur, aðstandendur, þjálfara sem fóru til Malmö og LÍKA ÞÁ SEM KOMUST EKKI MEÐ TIL MALMÖ ...bara gaman að sjá myndir og heyra skemmtilegar ferðasögur.

Þið sem tókuð myndir í Malmö er beðin um að koma með þær á usb-kubb eða bara í myndavélinni vegna þess að þetta eru myndirnar sem við munum skoða, s.s. myndirnar ykkar 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest næstkomandi miðvikudagskvöld
kv. Stjórn Nes

13.02.2014 20:51

Þann 13. febrúar 2014 undirrituðu Nes og Samkaup hf samstarfssamning til 1 árs. Með samkomulaginu skuldbindur Nes sig til þess að halda uppi faglegu íþrótta- og félagsstarfi fyrir fatlaðra á svæðinu og Samkaup hf skuldbindur sig til að leggja starfsseminni lið með fjárstuðningi. Á myndinni handsala Guðmundur Sigurðsson, formaður Nes, Stefán Ragnar Guðjónsson, forstöðumaður innkaupa og markaðssviðs Samkaupa hf og Vilhjálmur Þór Jónsson, íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ 2013, samninginn.

 

 

03.02.2014 12:41

Malmöfarar 2014

Minnum Malmöfara á fundinn kl 20:15 á 2 hæð í íþróttahúsinu Sunnubraut. Allir verða að mæta og gott væri ef aðstandendur kæmu líka svo allar upplýsingar komist til skila.
Endilega látið berast.

kv NES.

  • 1
Flettingar í dag: 358
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 105877
Samtals gestir: 8269
Tölur uppfærðar: 2.2.2023 13:28:03

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar