Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

05.03.2015 21:59

Styrktarsjóður Nes og Skötumessunnar.

Á fundi stjórnar í kvöld 05.03.2015 var i fyrsta sinn úthlutað úr styrktarsjóði Nes og Skötumessunnar 
Níu umsóknir bárust vegna tveggja verkefna ,Special Olympics Los Angeles 2015 og Norræna barna og unglingamótið í Færeyjum 2015 og voru þær allar samþykktar .smile emotico

Styrktarsjóður Nes og Skötumessunnar var stofnaður árið 2014 og hefur skírskotun til Skötumessu að sumri sem haldin er í Garði í júlí ár hvert. Styrktarsjóðnum er ætlað að styðja við Nesara sem eru að fara að keppa erlendis á vegum Íþróttasambands fatlaðra

16.02.2015 13:04

Hæ hæ allir Nesarar

Við munum vera með diskótek á fimmtudaginn næstkomandi í Eldingu, 19. febrúar, félagsmiðstöðinni úti í Garði. Diskótekið verður frá kl. 19:30-22:00. Allir hvattir til að mæta.

Nes

09.02.2015 11:57

Komið öll sæl

Núna er Nes að fara að huga að Malmö 2016 og verður Nes með almennan félagsfund í Akurskóla laugardaginn 14. febrúar 2015 kl. 11:00 af því tilefni. Allir velkomnir. Á sama tíma ætlum við að vera með smá málþing sem Íris framkvæmdastjóri mun stýra og er tilefnið að fá hugmyndir ykkar um hvar Nes er statt í dag, hvað mætti betur fara og hverjar séu ykkar framtíðarhorfur. Að skapa skemmtilegar umræður.

Sjáumst vonandi sem flest - iðkendur, þjálfarar, aðstandendur og aðrir laugh

Kveðja
Gummi Sig

01.02.2015 23:09

Vörutalning í Hagkaup 22. febrúar kl. 09:00

Komið öll sæl og blessuð smile emoticon Vörutalningin í Hagkaup gekk svo vel síðast að við fáum hana aftur, að þessu sinni verður hún sunnudaginn 22. febrúar, (konudaginn) frá kl. 9 um morguninn. Talningin er eingöngu fyrir forráðamenn, Ekki iðkendur og Ekki börn og unglinga wink emoticon góð fjáröflun fyrir snillingana okkar smile emoticon Þad vantar 10-12 manns svo endilega skráið ykkur hér fyrir neðan eða hafið samband við Dóru Steinu (mömmu Loga Fannars í sundinu) í síma 899-5276 smile emoticon
 

16.01.2015 11:57

Styrktarsjóður Nes og Skötumessunar. Opnað hefur verið fyrir umsóknir!!!

Stjórn Nes vill minna á "Styrktarsjóð Nes og Skötumessunar" og benda þeim iðkendum á sem eru að fara á Special Olympics í LA núna í sumar 2015 að þeir geta sótt um styrk fyrir 10.febrúar´15, í þennan sjóð vegna þessa verkefnis. Endilega skoðið þetta vel með ykkar aðstandendum og sækið um ef þið viljið. Umsókn ásamt fylgigögnum skal senda rafrænt til: nes.stjorn@gmail.com fyrir 10.febrúar ´15 næstkomandi.
kv.
Stjórn Nes

 
http://nessport.123.is/files/

04.01.2015 07:40

Gleðilegt ár allir Nesarar nær og fjær og takk fyrir það liðna.

 

Æfingar Nes árið 2015 byrja á eftirfarandi tímum:

 

Frjálsar byrja mánudaginn 5. janúar kl. 17:15-18:15 í Heiðarskóla og eldri mæta kl. 18:15-19:15.

 

Knattspyrnuæfingar byrja þriðjudaginn 6. janúar kl. 20:30 í Reykjaneshöllinni.  Hvetjum sem flesta til að mæta enda er spennandi verkefni framundan.

 

Garpasundið byrjar þriðjudaginn 6. janúar kl. 18:15-19:15 í Heiðarskóla.  Hvetjum alla sem vilja stunda holla hreyfingu í vatni til að mæta.  Margt skemmtilegt framundan.

 

Sundið byrjar með hefðbundnu sniði mánudaginn 5. janúar kl. 19:00-20:00 í Vatnaveröld.

 

Boccia byrjar með hefðbundnu sniði miðvikudaginn 7. janúar kl. 18:15-20:15 í Heiðarskóla.

 

Miðvikudaginn 7. janúar kl. 17:15-18:15 mun Nes bjóða öllum iðkendum undir 16 ára að mæta í íþróttaskóla í Heiðarskóla en í þessum tímum verður boðið upp á hinar og þessar skemmtilegar íþróttaþrautir.

 

Fimmtudaginn 8. janúar kl.18:00-19:00 verður haldið áfram með lyftingarnar eins og verið hefur í íþróttahúsinu á Sunnubraut.  Æfingarnar eru ætlaðar 16 ára og eldri.

 

Hvetjum alla til að mæta vel á allar æfingar og leggja sig alla fram á þeim vegna þess að æfingin skapar meistarann en umfram allt að hafa gaman, hitta vini og kunningja og skemmta öðrum.

 

Kveðja

Nes

17.12.2014 17:54

 
 
 
 
 
 
 

 

Gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár

Um leið og stjórn og starfsfólk ÍF óskar þér gleðilegra jóla og gæfuríks nýs ár

viljum við þakka ómetanlegt samstarf og stuðning við starf ÍF

 

Boð á Nýárssundmót ÍF 2015

Íþróttasamband fatlaðra býður yður/ykkur að vera viðstadda/viðstöddum

hið árlega Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga sem fram fer

í Laugardalslaug laugardaginn 3.  janúar 2015  og hefst kl. 15.00.

15.12.2014 13:17

Jólafrí

NES fer í jólafrí eftir næsta föstudag og verður smá skemmtiþema þessa vikuna í flestum greinum, pizza verður í boði á eða eftir æfingu í dag mánudag í frjálsum, á þriðjudag í garpasundi, á miðvikudag í boccia og koma líka gestir frá Akranesi og svo á föstudag í fótbolta. Er þetta ætlað þeim iðkendum sem hafa verið að æfa þessar greinar í vetur. Í sundinu er svo jólasundmót og pizza 29 desember þar sem koma gestir frá öðrum félögum. Nes mun svo hefja starfsemi á nýju ári 5 janúar. Takk fyrir veturinn og vonandi sjáumst við sem flest aftur á nýju ári
kv Stjórn NES

15.12.2014 10:17

Jólaball

Kæru Nesarar
Í dag mánudaginn 15. desember nk. býður veingahúsið Ráin í samstarfi við Reykjanesbæ ykkur á jólaball á Ránni.

...

Skemmtunin hefst kl. 14:00 og munum við eiga skemmtilega stund saman til kl. 16:00.

Jólasveinar koma í heimsókn, dansa með okkur í kringum jólatréð og hjálpa okkur við að syngja jólalögin og svo mun Már Gunnarsson ásamt Jóhönnu Ruth einnig flytja frumsamin lög eftir sjálfan sig.

Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.

01.12.2014 07:36

Framkvæmdarstjóri hjá Nes

 

Stjórn Nes hefur ákveðið að ráða framkvæmdarstjóra til reynslu í 6 mánuði. Um hlutastarf er að ræða og mun framkvæmdarstjórinn sjá um daglegan rekstur og aðstoða stjórn við að halda áfram frábærri starfsemi Nes. Nes hefur stækkað mikið undan farin ár og er svo komið að vinnan í kringum rekstur Nes er orðin talsverður og ekki raunhæft að reka félagið lengur á eingöngu sjálfboðavinnu. Við teljum að Nes hafi fengið frábæran einstakling í þessari stöðu, sem hefur mikinn áhuga, reynslu og metnað. Hinn nýráðni framkvæmdarstjóri heitir Íris Jónsdóttir og er búsett í Keflavík. Hún hefur mikla reynslu af að vinna með fólki og hefur komið að margvíslegum rekstri sem er frábær blanda fyrir Nes. Í desember mun Íris mæta á æfingar og jólamót Nes og kynna sér starfsemina og hitta þjálfara og iðkendur og eru allir beðnir um að taka vel á móti henni.

Kveðja
Stjórn Nes

15.11.2014 17:29

Skilaboð frá ÍF

 

Íslandsmót ÍþróttasambandS fatlaðra í boccia, borðtennis, frjálsum íþróttum og lyftingum fer fram í Hafnarfirði dagana 10.-12. apríl 2015. Af óviðráðanlegum orsökum er ekki hægt að halda Íslandsmótið í sundi sömu helgina.

 

Nánar verður auglýst síðar hvenær Íslandsmótið í sundi muni fara fram og hvar en ráðgert er að það verði í marsmánuði á höfuðborgarsvæðinu.

 

Kveðja/ Regards

Jón Björn Ólafsson

Þjónustu- og íþróttafulltrúi ÍF

Sports Director

NPC Iceland/ SO Iceland

www.ifsport.is

Tel: +354 5144080

Mobile: +354 8681061

ÍF – Facebook

ÍF – Twitter - @Fatladir

ÍF- Instagram

ÍF - Youtube

 

Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 187042
Samtals gestir: 22446
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 23:37:17

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar