Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2014 Júní

11.06.2014 07:22

Nes aftur orðið að fyrirmyndarfélagi

Sá góði viðburður gerðist á lokahófi Nes í gær að Nes hlaut gæðaviðurkenningu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir íþróttastarf og rétt til að kalla sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ til næstu fjögurra ára.  Viðurkenningin var fyrst afhent Nes 11. maí 2004.  Á myndinni sést þegar Guðmundur Sigurðsson, formaður Nes veitir viðurkenningunni viðtöku frá Sigríði Jónsdóttur úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.

 

10.06.2014 22:25

Frábært Lokahóf hjá Nes- sumarfrí

Takk innilega fyrir FRÁBÆRT lokahóf kæru Nes-arar, aðstandendur, þjálfarar, stjórn og allir velunnarar Nes. Það var alveg frábært að sjá og upplifa hversu margir sáu sér fært um að vera með okkur í kvöld og meira segja sólin lét sig ekki vanta. Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju með sín verðlaun og viðurkenningar en minnum einnig á að mesti sigurinn er að vera með og taka þátt !!! Það eigið þið öll kæru Nes-arar mikið hrós fyrir, þið gerir Nes að því sem það er. Þið eruð frábær, öll sem eitt! Þess má einnig geta að í kvöld náði Nes merkum áfanga að hljóta viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag að nýju. Við fögnum því innilega og erum afar stolt af okkar flotta félagi, Áfram Nes. Með þessum orðum lýsum við því að sumarfrí hjá Nes er hafið....
.....Verðum í bandi við ykkur hérna á facebook í sumar ef eitthvað kemur upp. Að öllu óbreyttu hefjast æfingar að nýju í ágúst, um svipað leyti og grunnskólarnir byrja (nánar auglýst síðar). Hafið það extra gott í sumar
Sumarkveðja
Stjórn Nes

05.06.2014 13:57

Lokahóf Nes

 

Lokahóf Nes verður haldið í 88-húsinu/Fjörheimum, Reykjanesbæ, þann 10.júní (þriðjudag) næstkomandi. Mæting er uppúr kl.18.30 en þá ætlum við að bjóða öllum Nes-urum, aðstandendum, þjálfurum, stjórn og velunnurum félagsins í smá grill og fínerí. Eftir grillið verða svo smá ræðuhöld, verðlaunaafhendingar, söngur og gleði. Frábær skemmtun sem við vonum að enginn Nes-ari missi af.

Á þessu lokahófi ætlum við að hafa Hattaþema og verðlaunað verður fyrir flottasta hattinn.

Hlökkum til að sjá ykkur
kv. Stjórn Nes .

05.06.2014 13:55

Bikar og Íslandsmót um helgina

http://www.ifsport.is/frettamyndir2012/FrjalsarThumb.jpg
Íslandsmót ÍF í frjálsum og bikarmót ÍF í sundi fara fram næsta laugardag, 7. júní en Íslandsmótð í frjálsum fer fram á Laugardalsvelli og bikarmótið í sundi fer fram í Kópavogslaug. Keppni á Íslandsmótinu í frjálsum hefst kl. 13:00 en bikarkeppnin í sundi hefst kl. 15:00.

Hér að neðan eru tímaseðlar helgarinnar:

Bikarmót ÍF í sundi
14:00 Upphitun
15:00 Keppni hefst
16:30 Keppni lýkur

Íslandsmót ÍF í frjálsum
Kl. 13.00    Mótssetning?
Kl. 13.10    Þrírþraut ungmenna
Kl. 13.10    100 m hlaup karlar
Kl. 13.15    100 m hlaup konur
Kl. 13.20    100 m race
Kl. 13.25    Langstökk karlar
         Kúluvarp konur
Kl. 14.00    Kúluvarp karlar
        Langstökk konur
Kl. 14.10    Kringlukast konur fl. 37/20
Kl. 14.40    200 m hlaup karlar
Kl. 14.50    200 m hlaup konur
Kl. 15.00    200 m race
Kl. 15.00    Spjótkast karlar fl. 42
        Spjótkast konur fl. 37/20
Kl. 15.40    400 m hlaup karlar
Kl. 15.50    400 m hlaup konur

  • 1
Flettingar í dag: 331
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 105850
Samtals gestir: 8269
Tölur uppfærðar: 2.2.2023 13:06:29

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar