Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2013 Desember

30.12.2013 11:04

Sælir allir Nesarar

Þá er að koma að vali á íþróttamanni Reykjanesbæjar sem verður haldið venju samkvæmt í íþróttahúsi Njarðvíkur á gamlársdag kl. 13:00. Og eins og vanalega verður einnig valinn íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ og íslandsmeistarar ársins fá viðurkenningu. Allir Nesarar og aðrir íþróttamenn eru kvattir til að mæta en sérstaklega er þess óskað að eftirfarandi Nesarar mæti:
Sigurður GuðmundssonJosef DaníelssonJakob Gunnar Bergson,John William Boyd, Halldór Þór Halldor FinnssonErna Kristín,Lárus Örn SigurbjörnssonVilhjalmur Þór JonssonHaukur Gunnarsson, Sigríður Karen Ásgeirsdóttir, Sigurður Arnar Benediktsson, Arnar Helgi Lárusson, Ahl RacerBjarki GuðnasonJóhann Rúnar KristjánssonAri Ægisson, Arnar Gunnlaugsson,Thelma Rut GunnlaugsdóttirGuðmundur Ingi Margeirsson, Már Gunnarsson.

Sjáumst hress
Íþróttafélagið Nes

23.12.2013 08:45

Jólakveðja

 
Íþróttafélagið Nes sendir öllum iðkendum sínum, aðstandendum, þjálfurum, styrktaraðilum og öðrum velunnurum félagsins bestu óskir um gleðiríka jólahátíð og velfarnaðar á komandi ári. Takk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða......
.....Minnum á að næstkomandi föstudag 27.des´13 verður haldið jólamót Nes í sundi (nánar auglýst þegar nær dregur) en fyrir utan það að þá er Nes komið í jólafrí og hefjast æfingar að nýju skv. dagskrá mánudaginn 6.janúar.
Jólakveðja
Stjórn Nes

20.12.2013 08:45

FRÁBÆRT Í JÓLAGJÖF.

Sæl öll

 

Bláa Lónið veitti Nes styrk í haust í formi aðgangskorta í Bláa Lónið sem gilda í 1 ár frá útgáfu kortsins.  Nes hefur ákveðið að bjóða þessi kort til kaups.  Það virkar þannig að ef kortið er keypt t.d. 20. desember 2013 þá gildir það til 20. desember 2014.  Það ber hins vegar að athuga að um vetrarkort að ræða sem virkar þannig að að ekki er hægt að nota kortið í júní, júli og ágúst.  Um er að ræða bæði einstaklingskort og fjölskyldukort.  Einstaklingskortin eru að andvirði kr. 15.000.- (1 fullorðinn og 2 börn undir 16 ára). Fjölskyldukortin eru að andvirði kr. 20.000.-  (2 fullorðnir og 2 börn undir 16 ára).  Nes ætlar hins vegar að veita 20% afslátt af kortunum fram að áramótum þannig að einstaklingskortin eru að andvirði kr. 12.000.- og fjölskyldukortin eru að andvirði kr. 16.000.-.

 

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Gumma Sig formann Nes í síma 843-0220.

 

Kveðja

Stjórn Nes

18.12.2013 23:17

Upplýsingar um Íslandsmót ÍF 2014

 

Boccia, borðtennis og lyftingar

Í tilefni 40 ára afmælis íþróttafélagsins Akurs á Akureyri á næsta ári  mun Íslandsmót ÍF 2014  í boccia sveitakeppni, borðtennis og lyftingum verða í umsjón íþróttafélagsins Akurs og fara fram á Akureyri.  Mótið hefst á föstudagsmorgni 11. apríl og lýkur með lokahófi á laugardagskvöldi 12. apríl 2014, nánari tímasetningar koma síðar.

Borðtennis verður í höndum borðtennisdeildar Akurs en lyftingar í umsjá Kraftlyftingafélags Akureyrar .

Umsjón bocciamóts í samvinnu við boccianefnd ÍF verður í höndum Hængsmanna sem ætla að samtengja Hængsmót við Íslandsmót ÍF í tilefni 40 ára afmælisárs Akurs.

 

Sund

Íslandsmót í  50 m sundgreinum verður í Laugardalslaug laugardaginn 12 og sunnudaginn 13. apríl 20

Frjálsar íþróttir

Íslandsmót í frjálsum íþróttum verður í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, laugardaginn 5. apríl kl. 13.00 – 17.00

10.12.2013 22:34

Tilkynnig frá ÍF

Sæl öllsömul

Minnum á frjálsíþróttaæfingar fyrir fötluð ungmenni 13 ára og yngri á fimmtudögum í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 16:30-17:30. Tvær æfingar eru eftir fram að jólum...um að gera að mæta og prófa. Nánari upplýsingar veita þjálfarar Teddi (GSM 663 0876) og Linda (GSM. 862 7555) en þau eru líka nefndarmenn í frjálsíþróttanefnd ÍF. Einnig biðjum við ykkur um að koma þessum upplýsingum sem víðast því hér er ljómandi gott íþróttatilboð á ferðinni.

Kveðja/regards,
Jón Björn Ólafsson
Þjónustusvið ÍF/Service Manager
Íþróttasamband fatlaðra/NPC Iceland
Sími/phone: +354 5144080
GSM/mobile: +354 8681061
www.ifsport.is
_______________

09.12.2013 21:11

Jólaball í Ránni 11.des kl.15.00-17.00

ATHUGIÐ-ATHUGIÐ-ATHUGIÐ!!!!!
Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Vífill sem rekur veitingar- og skemmtistaðinn Ránna vilja bjóða öllum iðkendum NES og aðstandendum þeirra á árlegt jólaball sem verður haldið næstkomandi miðvikudag,11.des, kl.15.00-17.00 á Veitingastaðnum Ránni, Reykjanesbæ. Dansað verður í kringum jólatréð og hver veit nema einhver sveinki kíki við. Árni og Vífill hlakka til að hitta ykkur öll í jólaskapi.

09.12.2013 13:01

Jólahátíð fatlaðra.

 

Fimmtudaginn 12. des. verður jólahátíð fatlaðra haldin í 31. sinn á Hilton Reykjavík Nordica.

Húsið opnar kl. 19:00.  Skemmtun stendur frá kl. 20:00 - 22:30.

Skemmtiatriði: Sveppi og Villi - Magni - Ingó - Jóhannes Guðjónsson - Solla stirða og Íþróttaálfurinn úr Latabæ - Friðrik Dór - Eyþór Ingi - Laddi - Þór Breiðfjörð - Harold Burr- Vinir vors og blóma - Klaufar - Steindi Jr. - Ásynjur - André Bachmann og Bjarni Þór - Hljómsveitin Mjallhvít - Páll Óskar ásamt dönsurum.

Skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts undir stjórn Snorra Heimissonar leikur í andyri frá kl. 19:15. Kynnir er Sigmundur Ernir Rúnarsson rithöfundur. Heiðursgestur er Eygló Harðardóttir Félags- og húsnæðismálaráðherra.

Aðstandendur hvattir til að mæta með sínu fólki. Frítt inn.

ATH ATH ATH - ALLIR NESARAR

Minnum á jólahátíð fatlaðra sem verður fimmtudaginn 12.des. Það fer rúta frá 88 húsinu á Hafnargötu í Keflavík kl 18:30 og kostar 1.000 krónur í hana. Þið sem ætlið með rútunni verðið að hringja í Möggu bílstjóra í síma 840-1541 fyrir kl 15:00 miðvikudaginn 11. desember og skrá ykkur með rútunni.

kv stjórn Nes

 

03.12.2013 21:35

JÓLAKORT NES - JÓLAKORT NES - JÓLAKORT NES

Sælir allir Nesarar nær og fjær. Minnum á jólakortin góðu sem bíða eftir að komast í sölu. Hægt er að nálgast kortin hjá Ævari á bifreiðaverkstæði Toyota (við hliðina á bílasölunni. 8 kort í pakka á 1000 kr (nýju kortin) og svo seljum við líka eldri kort (8 í pakka) á 500 kr. Hvetjum Nesara til að taka höndum saman og seljum seljum seljum jólakort.

Bestu kveðjur
Nes

  • 1
Flettingar í dag: 331
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 105850
Samtals gestir: 8269
Tölur uppfærðar: 2.2.2023 13:06:29

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar