Skráning á æfingar hjá okkur er á: https://nessport.felog.is/ |
|||
Færslur: 2014 Maí24.05.2014 09:17Íslandsleikar Special Olympics eru á sunnudaginnÍslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða á KR velli, sunnudaginn 25. maí kl. 12.00 – 14.00Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða á KR velli, sunnudaginn 25. maí kl. 12.00 – 14.00 Keppt verður í 7 manna blönduðum liðum fatlaðra og ófatlaðra skv. reglum Unified football. Liðin eru skipuð 4 fötluðum og 3 ófötluðum. Heimir Hallgrímsson sér um upphitun og keppni hefst 12.15 en hann ásamt Lars Lagerbäck munu veita verðlaun. Special Olympics alþjóðasamtökin hafa innleitt keppnisreglur þar sem fatlaðir og ófatlaðir keppa saman í liði. Special Olympics samtökin standa að íþróttastarfi starfa fyrir fólk með þroskahömlun og þar eru allir sigurvegarar. www.Specialolympics.org Law Enforcement Torch Run for Special Olympics 19.05.2014 23:37
Samstarfssamningur
Íþróttafélagið Nes og Sveitarfélagið Garður hafa gert með sér samstarfssamning. Samningurinn felur m.a. í sér áherslu á það hvað Nes hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íþrótta-og félagsstarfi fatlaðra á Suðurnesjum. Með samkomulaginu skuldbindur Nes sig til að kynna vel þá starfsemi sem er í boði hjá félaginu fyrir íbúum Garðs og Sveitarfélagið Garður skuldbindur sig til að leggja starfseminni lið með fjárstuðningi. Nes skuldbindur sig til að halda uppi faglegu íþrótta-og félagsstarfi fyrir fatlaða í Garði og Sveitarfélagið Garður leggur Nes til fjárstuðning að upphæð kr. 350.000 á ári á gildistíma samningsins. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2015. Magnús Stefánsson bæjarstjóri Garðs og Guðmundur Sigurðsson formaður Íþróttafélagsins Nes undirrituðu samstarfssamningin í dag, þann 19. maí 2014 ásamt Sigurði Guðmundssyni sem er einn sjö Nesara sem munu taka þátt á Evrópuleikum Special Olympics í Belgíu í september 2014. Nes lýsir mikilli ánægju með samstarfið við Sveitarfélagið Garð.
Flettingar í dag: 439 Gestir í dag: 3 Flettingar í gær: 150 Gestir í gær: 14 Samtals flettingar: 26061 Samtals gestir: 3066 Tölur uppfærðar: 23.5.2022 13:21:18 |
Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Nafn: Íþróttafélagið NESTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 17 nóvember 1991Staðsetning: Suðurnes, ÍslandÖnnur vefsíða: https://www.facebook.com/ibrottafelagid.nes.1Um: Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðningTenglar
Eldra efni
|
© 2022 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is