Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2014 Maí

24.05.2014 09:17

Íslandsleikar Special Olympics eru á sunnudaginn

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða á KR velli, sunnudaginn 25. maí kl. 12.00 – 14.00

23.5.2014

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða á KR velli, sunnudaginn 25. maí kl. 12.00 – 14.00 Keppt verður í 7 manna blönduðum liðum fatlaðra og ófatlaðra skv. reglum Unified football. Liðin eru skipuð 4 fötluðum og 3 ófötluðum. 

Heimir Hallgrímsson sér um upphitun og keppni hefst 12.15 en hann ásamt Lars Lagerbäck munu veita verðlaun. 

Special Olympics alþjóðasamtökin hafa innleitt keppnisreglur þar sem fatlaðir og ófatlaðir keppa saman í liði. Special Olympics samtökin standa að íþróttastarfi starfa fyrir fólk með þroskahömlun og þar eru allir sigurvegarar. www.Specialolympics.org 

Law Enforcement Torch Run for Special Olympics 
Kyndilhlaup lögreglu hefst við alþingishúsið kl. 11.00 Í tengslum við Íslandsleikana munu íslenskir lögreglumenn hlaupa með logandi kyndil frá alþingishúsinu mótsstað. Lögreglumenn hlaupa m.a. kyndilhlaup LETR (Law Enforcement Torch Run) fyrir Evrópu og alþjóðaleika Special Olympics en hlaupið er tákn vináttunnar. (Flame of Hope) Tveir íslenskir lögreglumenn mun taka þátt í kyndilhlaupi lögreglumanna fyrir Evrópuleika Special Olympics 2014 sem verða í Antwerpen í Belgíu í september.

19.05.2014 23:37

 

Samstarfssamningur

 

 

Íþróttafélagið Nes og Sveitarfélagið Garður hafa gert með sér samstarfssamning.  Samningurinn felur m.a. í sér áherslu á það hvað Nes hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íþrótta-og félagsstarfi fatlaðra á Suðurnesjum.  Með samkomulaginu skuldbindur Nes sig til að kynna vel þá starfsemi sem er í boði hjá félaginu fyrir íbúum Garðs og Sveitarfélagið Garður skuldbindur sig til að leggja starfseminni lið með fjárstuðningi.

Nes skuldbindur sig til að halda uppi faglegu íþrótta-og félagsstarfi fyrir fatlaða í Garði og Sveitarfélagið Garður leggur Nes til fjárstuðning að upphæð kr. 350.000 á ári á gildistíma samningsins.  Samningurinn gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2015.

Magnús Stefánsson bæjarstjóri Garðs og Guðmundur Sigurðsson formaður Íþróttafélagsins Nes undirrituðu samstarfssamningin í dag, þann 19. maí 2014 ásamt Sigurði Guðmundssyni sem er einn sjö Nesara sem munu taka þátt á Evrópuleikum Special Olympics í Belgíu í september 2014.

Nes lýsir mikilli ánægju með samstarfið við Sveitarfélagið Garð.

  • 1
Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 105826
Samtals gestir: 8269
Tölur uppfærðar: 2.2.2023 12:45:12

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar