Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Keppni

 

 

Keppni skal miðast við aldur og þroska og að hún sé hvatning til ástundunar og framfara

 

svo auka megi líkur á að ná settum þjálfunarmarkmiðum.

 

8 ára og yngri:

 Keppni í þessum flokki er ekki markmið í sjálfu sér. Hún fer fram á

innanfélagsmótum og mótum þar sem félagar úr nágrannafélögum keppa.

Áhersla er lögð á að allir fái tækifæri til að vera með og enginn er útilokaður

vegna getu. Leikur og leikgleði ræður ríkjum.

 

9-10 ára.

 Keppni fer fram á innanfélagsmótum og mótum þar sem félagar úr

nágrannafélögum keppa. Áhersla er lögð á liðakeppni og allir fá tækifæri til að

vera með óháð getu.

 

 

11-12 ára.

 Keppni fer fram á félags, héraðs, landshluta- og landsvísu. Áhersla er lögð á

liðakeppni og allir fá tækifæri til að vera með óháð getu.

 

13-14 ára.

 Keppni fer fram á félags,héraðs,landshluta-og landsvísu og hugsanlega erlendis.

Liðakeppni er í fyrirrúmi en aukin áhersla miðað við fyrri aldursskeið á keppni

milli einstaklinga.

 

 

15 ára og eldri.

 Keppni fer fram á félags,héraðs,landshluta- og landsvísu og hugsanlega erlendis.

Árangur í keppni orðinn markmið sem stefnt er að og þjálfunin miðast við hvort

sem um lið eða einstakling er að ræða.

Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 264
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 106991
Samtals gestir: 8380
Tölur uppfærðar: 7.2.2023 02:37:11

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar