Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2012 Mars

30.03.2012 14:02

Íslandsmót ÍF.

Fjörið hefst með frjálsum í dag




Íslandsmót ÍF í borðtennis, boccia, lyftingum, sundi, frjálsum og bogfimi hefst í dag. Við hefjum leik á frjálsum kl. 17:00 í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Hér að neðan fer tímaseðill helgarinnar.

 
Dagskrá Íslandsmóts ÍF 30. mars - 1. apríl 2012
Reykjavík
 
Keppnisgreinar:
Boccia, sund, lyftingar, borðtennis, bogfimi og frjálsíþróttir
 
Boccia:                       Laugardalshöll
Sund:                         Laugardalslaug
Lyftingar:                  Laugardalshöll/ bíósalur
Borðtennis:                ÍFR húsið
Bogfimi:                     Frjálsíþróttahöll
Frjálsíþróttir:            Frjálsíþróttahöll
 
Tímaskrá:
 
Frjálsíþróttir - Frjálsíþróttahöllin í Laugardal
Föstudagur 30. mars: Upphitun 16:30 - keppni hefst kl. 17:00
 
Boccia - Laugardalshöll
Laugardagur 31. mars: 09:00-18:00
(9:30 fararstjórafundur, 10:00 mótssetning, 10:30 keppni í boccia hefst).
Sunnudagur 1. apríl: 09:00-14:00
 
Sund - Laugardalslaug
Laugardagur 31. mars: Upphitun kl. 14:00 - keppni 15:00
Sunnudagur 1. apríl: Upphitun kl. 09:00 - keppni 10:00
 
Lyftingar - Laugardalshöll/bíósalur
Laugardagur 31. mars: Vigtun kl. 12:00 - keppni kl. 14:00
 
Borðtennis - ÍFR húsið í Hátúni
Laugardagur 31. mars: Keppni hefst kl. 11:30.
 
Bogfimi - Frjálsíþróttahöllin í Laugardal
Laugardagur 31. mars: Keppni hefst kl. 11:00
Sunnudagur 1. apríl: Keppni hefst kl. 10:00

19.03.2012 07:46

Æfingar mánudaginn 19.mars

Hæ hæ


Æfingar í dag mánudaginn 19.mars:

Frjálsar yngri kl 17:15 - 18:15

Frjálsar eldri kl 18:15 - 19:15

Sund eldri Sunnubraut kl 19:00 - 20:00


Sjáumst hress og kát :)

14.03.2012 12:37

Æfingar 14.mars

Vegna veikinda fellur YNGRI BOCCÍA NIÐUR Í DAG MIÐVIKUDAGINN 14.MARS.
Eldri boccíaæfing kl 18:30 Þorgerður þjálfari sér um hana.
Fótboltinn er svo í kvöld á sínum tíma :)

13.03.2012 16:03

Lokahóf Íslandsmóta ÍF

Lokahóf Íslandsmóta ÍF í Gullhömrum sunnudaginn 1. apríl

Lokahóf Íslandsmóta ÍF fer fram í Gullhömrum sunnudaginn 1. apríl næstkomandi en Gullhamrar eru við Þjóðhildarstíg 2. Ingó veðurguð og Einar Örn í Svörtum fötum munu halda uppi fjörinu að loknu borðhaldi.

Verð kr. 5700 á mann.
Húsið opnar kl. 19:00
Borðhald hefst kl. 19:30
 
Forréttur
Villisveppasúpa með nýbökuðu brauði.
 
Aðalréttur
Grísalund með sætum kartöflum, aspas, strengjabaunum og sinnepssósu.
 
Eftirréttur
Heit eplakaka með karamellusósu og vanilluís.

Sjáumst öll hress og kát á Íslandsmótinu og lokahófinu.

07.03.2012 12:29

HITTINGUR.

HITTINGUR HJÁ OKKUR Í MARS :)

NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ SKELLA OKKUR Í BÍÓ SUNNUDAGINN 11.MARS KL 15:30 Í SAMBÍÓIN KEFLAVÍK.



VIÐ ÆTLUM Á JOURNEY 2 :)

HÉR ERU NOKKUR TILBOÐ FYRIR YKKUR:

1. BÍÓ   850 KR
2. BÍÓ + GLERAUGU  1.000 KR
3. BÍÓ + LÍTILL POPP OG LÍTIL KÓK  1.100 KR
4. BÍÓ + MIÐ POPP OG MIÐ KÓK   1.250 KR

ENDILEGA LÁTIÐ BERAST AÐ VIÐ SÉUM AÐ SKELLA OKKUR Í BÍÓ
ÞETTA ER BÆÐI FYRIR YNGRI OG ELDRI.

KV STJÓRNIN.

06.03.2012 20:52

Æfingarbúðir í sundi.

Þriðjudagur 6. mars 2012 11:30

Opnar æfingabúðir ÍF í sundi

Helgina 10. til 11. mars  næstkomandi fara fram opnar æfingabúðir ÍF í sundi. Æfingabúðirnar munu fara fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Þeir sem hyggja á mætingu þessa helgina við opnu æfingabúðirnar þurfa að geta synt hjálpartækjalaust og getað klárað æfingu sem er 90-120 mín löng. Þjálfarar frá aðildarfélögum (fatlaðra/ófatlaðra) eru hvattir til að mæta með iðkendum sínum. Á laugardeginum geta gestir við æfingabúðirnar keypt hádegismat fyrir kr. 1500,-

Opnu æfingabúðirnar fara fram á eftirfarandi tímum og eru allir velkomnir:

Ásvallalaug

Laugardagur 10. mars?
08.00-10.00 Æfing
?Hlé
12:30-13:00 Matur
13-13:45 Fyrirlestur
Hvíld
14.30-16.00 Æfing

Sunnudagur 11. mars?
09.00-11.00 Æfing

06.03.2012 08:12

Æfingar.

Góðan daginn.

Æfingarnar í dag :

Sund yngri: kl 17:15 - 18:15  Heiðarskóla.

Garpasund eldri:  18:15 - 19:15

Hafið góðan dag kæru Nesarar.

06.03.2012 07:56

Ótitlað

Um 10-15 iðkendur æfa reglulega hjólastólahandbolta á vegum HK. Æfingar eru í Kórnum í Kópavogi, tvisvar í viku, á miðvikudögum frá 19.10-20 og á laugardögum frá 12.30 - 13.30.

Þjálfarar eru tveir, Darri McMahon & Magnús Magnússon. Á æfingum er farið í klippingar og skot úr ýmsum stöðum og sókn sem vörn auðvitað einnig æfð, oftast með misjafnlega löngum leikjum á hverri æfingu.  Nánari upplýsingar gefur Friðrik Þór Ólason 
fridrik84@gmail.com




  • 1
Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 162
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 185680
Samtals gestir: 22122
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 04:02:37

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar