Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2013 Október

22.10.2013 17:06

HALLOWEEN-diskótek NES 2013!!!

halloween wallpaper 2013 15937 hd widescreen wallpapers

 

Kæru NES-arar nær sem fjær!!! Nú er komið að því .....

....NES ætlar að halda HALLOWEEN-diskótek fyrir ykkur fimmtudagskvöldið 31.október næstkomandi í Félagsmiðstöðinni Eldingu í Garði, Suðurnesjum. Húsið opnar kl.19.30 og verður opið til kl.21.30. Frítt er á diskótekið en sjoppa verður á staðnum. Gaman væri ef NES-arar kæmu í búning á diskótekið en það er alls ekki skylda. Hvetjum alla að mæta að sýna sig og sjá aðra.

Sjáumst hress á fimmtudagskvöldið 31.október næstkomandi.

Kveðja Stjórn NES

08.10.2013 20:47

Erlingsmótið 2013

Fréttir

Erlingsmótið 2013

» Skrifað þann 08/10/2013 - 10:46

 Minningarmót í sundi um Erling Þráinn Jóhannsson sundþjálfara verður haldið í Sundlauginni í Laugardal laugardaginn 19. október næstkomandi. Keppt verður  í  50 m laug.   Upphitun hefst kl. 12:00  mótið hefst  Kl. 13:00

1 – 2 100 bringa  karla og kvenna
3 – 4 50 bak karla og kvenna
5 – 6 200 skrið karla og kvenna
7 – 8 50 frjáls aðferð með hjálpartæki  karla og kvenna
9 – 10 50 m flugsund karla og kvenna
11 – 12 50 bringa karla og kvenna
13 – 14 100 bak karla og kvenna
15 – 16 50 skrið karla og kvenna
17 – 18 200 fjórsund karla og kvenna
19 100 bringa. Boðsgrein. (Fimm fatlaðir og þrír ófatlaðir)

Í greinum 7 og 8 geta allir sem vilja tekið þátt með þeim hjálpartækjum sem þeir kjósa. Keppt er eftir stigakerfi ÍF eins og á Íslandsmótum.  Mótið er IPC approved. Vinsamlega skráið keppendur á besta tíma þeirra, ef viðkomandi á ekki löglegan tíma, vinsamlega skráið þann tíma sem þið teljið raunhæfan     Skráningum skal skila á Hy-tek formi  fyrir 16.okt nk. Senda á skráningar til thor@lsretail.com   Stjórn og þjálfarar Í.F.R

07.10.2013 19:36

Boltadagur ÍF og Össurar

Sæl öllsömul

Minnum á boltadag ÍF og Össurar í Garðabæ næstkomandi föstudag.

 

Boltadagur ÍF og Össurar

http://ifsport.is/frettamyndir2012/OssurBaby.jpg

 

Föstudaginn 11. október næstkomandi munu Æskubúðir ÍF og Össurar standa saman að boltadegi í Ásgarði í Garðabæ. Dagurinn er ætlaður börnum með fötlun sem eru 13 ára og yngri. Nemendur við Íþróttafræðadeild Háskóla Íslands munu sjá um framkvæmd boltadagsins sem hefst kl. 17:00 og stendur til 18:30.

Öll börn 13 ára og yngri með fötlun eru velkomin. Við hvetjum einnig til þess að systkini þeirra sem sækja boltadaginn taki þátt í verkefninu sem og mamma og pabbi að sjálfsögðu.

Boltadagurinn er öllum að kostnaðarlausu.

Æskubúðir ÍF og Össurar hafa staðið að nokkrum verkefnum, t.d. boltadegi í Laugardalshöll sem tókst mjög vel til sem og sunddagur, frjálsíþróttadagur, útileikjadagur og fleira.

Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra í síma 514 4080 eða á if@isisport.is

 

 

Kveðja/regards,

Jón Björn Ólafsson

Þjónustusvið ÍF/Service Manager

Íþróttasamband fatlaðra/NPC Iceland

Sími/phone: +354 5144080

GSM/mobile: +354 8681061

www.ifsport.is

ÍF á Facebook

ÍF á Twitter

ÍF á Youtube

07.10.2013 18:31

Haustfjarnám 1. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ

Til þjálfara Nes

Haustfjarnám 1. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 7. október næstkomandi.  Skráning hefur verið góð en enn eru laus pláss í námið sem er allt í fjarnámi og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.   Um að gera að skella sér í frábært nám sem gefur réttindi og þekkingu til að takast á við frábært og gefandi starf við íþróttaþjálfun.  Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is.

Fjarnám 2. stigs hefst 14. okt og stendur skráning yfir.

Endilega áframsendið á aðildarfélög

 

Kveðja

Linda Laufdal, móttaka

ISI-logo_2012 (Custom) (2)

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Engjavegur 6

104 Reykjavík

s. 514 4000

linda@isi.is 

www.isi.is

 

  • 1
Flettingar í dag: 21
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 182713
Samtals gestir: 21825
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 07:21:47

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar