Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2014 Ágúst

29.08.2014 20:23

10 iðkendur frá Nes munu keppa á Alþjóðaleikum Special Olympics árið 2015

Special Olympics nefnd ÍF hefur valið 42 þátttakendur til að keppa fyrir Íslands hönd á Alþjóðaleikum Special Olympics sem verða haldnir í Los Angeles, 25. júlí – 2. ágúst 2015. Ísland sendir 42 keppendur á leikana í sundi, frjálsum íþróttum, golfi, golfi unified, badminton unified, lyftingum, keilu, fimleikum og knattspyrnu. Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Nes mun eiga 10 þátttakendur á þessum flottum leikum. Þeir eru;
Vilhjálmur Þ Jónsson - Boccia
Ástrós María Bjarnadóttir- Sund
Bryndís Brynjólfsdóttir- Frjálsar
Bjarki Guðnason-Golf unified
Heiða Guðnadóttir-Golf unified
Sigurður Guðmundsson-Knattspyrna
Jakob Gunnar Lárusson-Knattspyrna
Jósef Daníelsson-Knattspyrna
Konráð Ólafur Eysteinsson-Knattspyrna
Ragnar L Ólafsson-Knattspyrna

....Við óskum þessum einstaklingum hjartanlega til hamingju með valið og erum afar stolt og þakklát yfir því hversu margir Nesarar voru valdir úr okkar flotta íþróttahópi.

25.08.2014 21:46

Æfingartafla NES

Íþróttafélagið NES

Æfingatafla 2014 – 2015

 

Sund

Yngri

Þriðjudagar                   kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Fimmtudagar               kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Eldri

Mánudagar                   kl. 19:00-20:00 (Vatnaveröld)

Þriðjudagar                  kl. 19:30-20:30 (Akurskóli)

Fimmtudagar               kl. 18:45-19:45 (Akurskóli)

Garpasund (eldri)

Þriðjudagar                  kl. 18:15-19:15 (Heiðarskóli)

 

Frjálsar

Yngri

Mánudagar                   kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli) 

Eldri

Mánudagar                   kl. 18:15-19:15 (Heiðarskóli)

 

Fótbolti

Þriðjudagar                  kl. 20:30-21:30 (Reykjaneshöllin)

Föstudagar                   kl. 20:30-21:30 (Reykjaneshöllin)

 

Þematengdar æfingar

Opnar æfingar

Miðvikudagar                kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

 

Boccia (eldri)

Miðvikudagar               kl.18:15-20:15 (Heiðarskóli)

 

Lyftingar (16 ára og eldri)

Fimmtudagar              kl.18:00-19:00 (íþr. Sunnubraut)

 

 

Æfingargjöld NES 2014-2015

Haustönn: 13 þús. kr. / Vorönn: 13 þús. kr. / Sumarönn: Fer eftir greinum

Systkinaafsláttur er í boði (50% afsláttur af æfingargjöldum)

21.08.2014 08:41

Æfingar hjá Nes hefjast á ný ...

Kæru Nes-arar! Nú fer starfið hjá okkur í Nes að byrja aftur eftir gott sumarfrí. Næstkomandi mánudagskvöld, 25.ágúst, kl.19.00 í sal Myllubakkaskóla ætlum við að halda kynningarkvöld. Þar verður farið yfir starf vetrarins, hvaða þjálfarar verða hjá okkur, æfingatímar, hittingar o.s.frv. Hvetjum alla að mæta.
Æfingar hefjast svo skv. dagskrá miðvikudaginn 27.ágúst kl.17.15 með boccia æfingu fyrir yngri. Æfing í boccia eldri er sama dag kl.18.15. 
Hlökkum til að sjá ykkur
kveðja
Stjórn Nes

  • 1
Flettingar í dag: 128
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 186583
Samtals gestir: 22326
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 12:10:53

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar