Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

04.04.2014 22:06

 

Í dag hjá 88-Húsinu í Reykjanesbæ var vígð fyrsta hjólastólarólan á Íslandi.  Það var Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar sem átti veg og vanda að uppsetningunni og kann Nes þeim bestu þakkir fyrir.  Það var Ástvaldur Ragnar Bjarnason sem átti fyrstu salíbununa í nýju rólunni.

04.04.2014 07:58

Vatnaveröld 4.apríl kl 16:30

Alltaf nóg að gera hjá NES.

 

 

Í dag föstudaginn 4.apríl verður skrifað undir samstarfssamning á milli NES og Sundráðs ÍRB í Reykjanesbæ. Þetta er samningur um þjálfun á milli íþróttafélaga. Skrifa á undir samninginn kl 16:30 í Vatnaveröld. Allir hvattir til að mæta með sundföt og skella sér í laugina á meðan skrifað verður undir.

kv stjórn NES.

03.04.2014 16:22

Sumarbúðir ÍF á Laugarvatni 2014

 

Nes vegkur athygli á því að á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra ifsport.is er kominn bæklingur vegna Sumarbúða ÍF á Laugarvatni 2014. Nesarar eru eindregið kvattir til að kynna sér þetta á heimasíðu ifsport.is.

03.04.2014 10:40

Ný hjólastólaróla hjá 88 Húsinu.

Kæru NESARAR. 

Á morgun föstudaginn 4.apríl á að vígja Hjólastólarólu hjá 88 Húsinu í Reykjanesbæ kl 14:00.
Allir Nesarar eru hvattir til að mæta og taka þá í þeirri skemmtun :)
Við munum auðvitað eiga okkar fulltrúa í þessu skemmtilega verkefni :)
Boðið verður upp á pylsur og góðgæti eftir vígsluna.
Hlökkum til að sjá sem flesta.

kv Stjórn NES.

28.03.2014 17:27

 

Góð gjöf sem gefur.

Elliheimilið Garðvangur í Garði er hætt starfsemi sinni og ákvað að gefa æfingatæki og spil úr félagsstarfinu til Nes til frekari notkunar. Nes þakkar kærlega fyrir þessa góðu gjöf og veit að þetta verður mikið notað.

 

24.03.2014 08:13

Satlfisksveisla til styrktar NES

 

 

Þetta eðalfólk ætlar að styrkja NES með þessari flottu Saltfiskveislu.

Tveir Vitar er veitingarstaður sem staðsettur er út á Garðskagavita Garði.

Útsýnið er frábært og maturinn ekki síðri. 

Endilega skellið ykkur í góðan mat, flott útsýni og styrkið NES 

í leiðinni.

Takk enn og aftur Tveir Vitar.

kv NES

23.03.2014 23:01

Íslandsmót ÍF í sundi og frjálsum

 

Sund
 
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi verður haldið helgina 5. – 6. apríl í Laugardalslaug. Mótið hefst á laugardaginn 5. apríl með upphitun kl. 12.00 og keppni hefst kl. 13.00
 
Sunnudaginn 6. apríl hefst upphitun kl. 09.00 og keppni hefst kl. 10.00. 
 
Frjálsar
 
Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum innanhúss, 2014.
Frjálsíþróttahöllin Laugardal, laugardaginn 5. apríl kl. 13.00 – 17.00.
 
Þríþraut fyrir yngstu keppendurna sem inniheldur 60m, langstökk og boltakast.

 

18.03.2014 15:34

Aðalfundur Nes

Aðalfundur Nes, Íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum, verður haldinn miðvikudaginn 26. mars 2014 næstkomandi kl. 20:00 í Myllubakkaskóla, Reykjanesbæ.
Dagskrá:
Hefbundin aðalfundarstörf
Lagabreytingar
Önnur mál
Kveðja
Íþróttafélagið Nes

17.03.2014 19:49

Samstarfssamningur Nes og Sandgerðisbæjar

 

Þann 17. mars 2014 undirrituðu Nes og Sandgerðisbær samstarfssamning til 2 ára.  Aðilar samkomulagsins eru sammála um mikilvægi starfsemi Nes sem hefur það að markmiði að skipuleggja íþrótta- og félagsstarf fyrir fatlaða á Suðurnesjum. Með samkomulaginu skuldbindur Nes sig til þess að halda uppi faglegu íþrótta- og félagsstarfi fyrir fatlaðra á svæðinu og Sandgerðisbær skuldbindur sig til að leggja starfsseminni lið með fjárstuðningi. Á myndinni undirrita Guðmundur Sigurðsson, formaður Nes, Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðis, og Vilhjálmur Þór Jónsson, íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ 2013, samninginn.

 

15.03.2014 21:38

Takk!!!!

Mikið svakalega var gaman hjá okkur í bingó-inu í dag!! Við þökkum kærlega fyrir góða mætingu og veittan stuðning frá ykkur kæra fólk! Það var ekki annað að sjá en að allir áttu góða stund og skemmtu sér vel ....við í Nes erum einnig ótrúlega þakklát þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur um vinninga á þessu bingó-i. Þessi fyrirtæki eru; Krummi heildverslun, Ksport, Lyfja, Bónus, Gallerý, Skartsmiðjan, Eplið, Bræðurnir Ormsson, Gamla Pósthúsið, Voila, Bláa Lónið, Lyf og heilsa, Sundmiðstöð Reykjanesbæjar (Vatnaveröld), Fimir fingur, BYKO, Eymundsson, Bóksafn Reykjanesbæjar, Bústoð, Kóda, Olsen Olsen, Vocal Restaurant (Icelandair hotels), Sambíóin, Húsasmiðjan, Persóna, SI verslun, Útivist og sport, Fernandos, Glitbrá, Lokkar og línur, Apótek Suðurnesja, Hótel Keflavík, Tölvulistinn, Jón Sterki, Pulsuvaginn Tjarnartorgi og Subway. Þúsund þakkir fyrir þetta allt saman og takk fyrir frábæran dag.
kv.
Íþróttafélagið Nes

06.03.2014 22:33

Bingó-Bingó

 

Bingó-Bingó!!! Íþróttafélagið Nes ætlar að halda Bingó í fjáröflunarskyni laugardaginn 15.mars næstkomandi í Holtaskóla, Reykjanesbæ kl.13.00. Fjöldi góðra vinninga. Verð á bingóspjaldi er einungis 500 kr. Ath. að þetta Bingó er opið ÖLLUM svo endilega verið dugleg að deila þessari auglýsingu okkar.
Sjáumst vonandi sem FLEST
kv. Stjórn Nes

05.03.2014 20:57

Fundarboð

Fundur um knattspyrnuferðina til Svíþjóðar og um Special Olympics leikana í Belgíu verður haldinn á föstudaginn 7. mars kl. 19:00 í Íþróttaakademíunni á 2. hæð (lyfta á staðnum). Munum taka púlsinn á stöðunni. Munum ræða m.a. um fjáraflanir. Belgíufararnir munu mæta líka. Keppendur, aðstandendur og þjálfarar hvattir til að mæta.

05.03.2014 09:47

Páskaegg frá Freyju 2014

 

 

 

 

 

 

 


          

 

 

 

 

 

 

 

Kæru Nesarar.

Nú ætlum við að fara af stað með Páskaeggjasölu og erum við með egg frá Freyju: Rísegg og Draumaegg númer 6 og munu þau kosta 2.000 krónur frá ykkur.

ATH að þessi fjáröflun er eyrnamerkt ykkur sjálfum og getið þið safnað annað hvort fyrir æfingargjöldum eða í ferðasjóð á ykkar nafni.

Síðasti dagur til að skila inn pöntun er 29.mars á netfangið nes.stjorn@gmail.com Muna að senda með hve mörg egg þið viljið af hvoru páskaeggi, nafni ykkar og síma svo það sé hægt að láta ykkur vita hvar þið nálgist páskaeggin.

Páskaeggin verða svo afhent viku fyrir páska.

Ef það eru einhverjar spurningar endilega sendið okkur póst á emailið hjá NES.

kv Stjórn NES.

ATH Þegar þið eigið að rukka páskaeggin um leið og þið afhendið þau. Síðan komið þið með peninginn í umslagi merkt ykkur og hve mörg egg þið selduð til Gumma Sig formanns NES og hann sér um að borga hjá Freyju og leggja svo inn á ykkar nafn hjá NES.
Látum vita er nær dregur hvenær skila dagur er til Gumma.

 

18.02.2014 22:49

Lágmörk vegna Evrópumeistaramóta í sundi og frjálsum íþróttum 2014

http://www.ifsport.is/frettamyndir2014/SwanseaFrjalsarEMbanner2014.jpg

Ólympíu- og afrekssvið ÍF hefur samþykkt tillögu íþróttanefnda og landsliðsþjálfa ÍF um að til þess að öðlast þátttökurétt á Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi og frjálsum íþróttum þurfi einstaklingur að vera í B-hóp samkvæmt Afreksstefnu ÍF 2012 - 2020. Viðmið þessi gilda bæði vegna Evrópumeistaramóts fatlaðra í sundi sem fram fer í Eindhoven í Hollandi 4. - 10. ágúst n.k. og Evrópumeistaramóts í frjálsum íþróttum sem fram fer í Swansea í Wales 15. - 24. ágúst n.k. 
 
Afreksstefnu ÍF má finna á heimasíðu sambandsins með því að smella hér.

 

Mynd/ EM fatlaðra í frjálsum 2014 fara fram í Swansea.

 

 

Kveðja/regards,

Jón Björn Ólafsson

Þjónustusvið ÍF/Service Manager

Íþróttasamband fatlaðra/NPC Iceland

18.02.2014 19:55

Á morgun Á morgun Á morgun 

Hittingur hjá Nes næstkomandi miðvikudagskvöld 19.febrúar kl.20.00!!!! 
Staðsetning: Salur á 2.hæð í íþróttahúsinu á Sunnubrautinni. Stefnan er að koma saman og eiga skemmtilegt MYNDA- og SPJALLkvöld um Malmö 2014. Gaman væri ef allir gætu tekið eitthvað smá góðgæti (eina köku, eða einn snakkpoka, eina gos o.s.frv.) með sér á þennan hitting og saman gætum við sett upp smá hlaðborð fyrir alla að gæða sér á þetta kvöld. Við hvetjum alla að mæta; iðkendur, aðstandendur, þjálfara sem fóru til Malmö og LÍKA ÞÁ SEM KOMUST EKKI MEÐ TIL MALMÖ ...bara gaman að sjá myndir og heyra skemmtilegar ferðasögur.

Þið sem tókuð myndir í Malmö er beðin um að koma með þær á usb-kubb eða bara í myndavélinni vegna þess að þetta eru myndirnar sem við munum skoða, s.s. myndirnar ykkar 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest næstkomandi miðvikudagskvöld
kv. Stjórn Nes

Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 187042
Samtals gestir: 22446
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 23:37:17

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar