Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2022 Janúar

30.01.2022 17:42

Æfingar hefjast á ný

Æfingar byrja loksins aftur hjá Nes - sjáumst galvösk á æfingum sem hefjast á morgun mánudaginn 31.janúar. Munum persónulegar sóttvarnir og ítreka á að það þarf að skrá sig í Sportabler til að mæta á æfingar hjá Nes. Hér er hlekkur fyrir verslun Nes á sportabler : https://www.sportabler.com/shop/nes

 

Íþróttakveðjur

Nes

24.01.2022 14:44

Bið enn um sinn

Kæru iðkendur og forráðamenn. Við tökum stöðuna á æfingum í upphafi febrúar. Við biðjumst velvirðingar á öllu en aðstæður samfélagsins eru eins og þær eru og teljum við skynsamlegast að hinkra enn um sinn með æfingar vegna fjöldatakmarkanna og fjölda smita. Gerum þetta vel, við erum jú öll saman í þessu. Munum persónulegar sóttvarnir og förum varlega.

Íþróttakveðjur

Nes

 

18.01.2022 10:31

Bið á æfingum

Vegna mikils fjölda af smitum í samfélaginu höfum við ákveðið að bíða með byrjun æfinga hjá Nes. Við höfum verið að taka stöðuna viku frá viku. Eins og staðan er núna þá er 10 manna samkomutakmörk og viljum við ekki taka óþarfa áhættu og vonumst til að allir séu á sömu blaðsíðu <3 

Þegar upphaf æfinga byrjar munum við senda tilkynningu hér og á Facebooksíðu félagsins.

Íþróttakveðja

Nes

  • 1
Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 264
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 106989
Samtals gestir: 8380
Tölur uppfærðar: 7.2.2023 02:15:38

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar