Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2014 Janúar

23.01.2014 20:21

Viltu komast í frábæran félagsskap og æfa með öflugu íþróttafélagi?

NES, íþróttafélag Fatlaðra á Suðurnesjum, býður alla velkomna sem eiga við einhverskonar fötlun eða skerðingu að stríða frá aldrinum 4 ára og uppúr. NES býður uppá reglulegar æfingar í íþróttagreinunum; sundi, boccia, frjálsum íþróttum og fótbolta (14 ára og eldri). Æfingastaðir eru í íþróttasal og sundlaug Heiðarskóla, sundlaug Akurskóla, sundlauginni á Sunnubraut (Vatnaveröld) og í Reykjaneshöllinni. Þjálfarar NES eru sjö talsins og er fagfólk fram í fingurgóma.  Ásamt æfingum eru reglulegir hittingar þar sem iðkendur eiga góða stund saman. Misjafnt er hvað er gert hverju sinni eins og  t.d. núna í janúar munum við hafa sundhitting.  Alltaf mikil gleði og stuð hjá okkur í NES.                 

Með þessari grein langaði okkur í Nes að minna á okkar flottu starfssemi og bjóða nýjum iðkendum að koma á prufuæfingar hjá okkur í tvær vikur án endurgjalds og sjá hvort okkar flotta íþróttafélag sé eitthvað fyrir viðkomandi. Æfingargjöld í NES, á haustönn eru 13 þús.kr. fyrir iðkanda, 13 þús kr. á vorönn  og sirka 5 þús kr. á sumarönn (sé slíkt í boði, misjafnt eftir greinum). Hver einstaklingur velur svo  á hvaða æfingar það vill mæta, velkomin á þær allar (sjá æfingartöflu)!!!

Kveðja

Þjálfarar og stjórn NES

 

Íþróttafélagið NES Æfingatafla 2013 – 2014

Sund

Yngri

Þriðjudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Fimmtudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Eldri

Mánudagar kl. 19:00-20:00 (Vatnaveröld)

Þriðjudagar kl. 19:30-20:30 (Akurskóli)

Fimmtudagar kl. 18:45-19:45 (Akurskóli)

 

Garpasund (eldri)

Þriðjudagar kl. 18:15-19:15 (Heiðarskóli)

 

Frjálsar

Yngri

Mánudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Eldri

Mánudagar kl. 18:15-19:15 (Heiðarskóli)

 

Fótbolti (eldri)

Þriðjudagar kl. 20.30-21.30 (Reykjaneshöllin)

Föstudagar kl. 20.30-21.30 (Reykjaneshöllin)

 

Boccia

Yngri

Miðvikudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Eldri

Miðvikudagar kl.18:15-20:15 (Heiðarskóli)

15.01.2014 22:43

13 iðkendur frá Nes keppa á RIG um helgina!

Keppni í sundi fatlaðra á Reykjavík International Games (RIG) fer fram í Laugardalslaug dagana 17.-19. janúar næstkomandi. Alla þrjá keppnisdagana hefst upphitun kl. 12:00 og keppni kl. 13:00.

Mótið skiptist þannig;

Föstudagur - 17. janúar:  karlar 100m flugsund-konur 100m flugsund - konur 200m fjórsund - karlar 200m fjórsund - konur 400m skriðsund - karlar 400m skriðsund - konur

Laugardagur - 18. janúar: 50m skriðsund - karlar 50m skriðsund - konur 100m bringusund - karlar 100m bringusund - konur 50m baksund - karlar 50m baksund - konur 200m skriðsund - karlar 200m skriðsund - konur

Sunnudagur - 19. janúar:100m skriðsund - karlar 100m skriðsund - konur 50m bringusund - karlar 40m bringusund - konur 100m baksund - karlar 100m baksund - konur 50m flugsund - karlar 50m flugsund - konur

 

Keppendur frá Nes eru eftirfarandi:

Ástrós María Bjarnadóttir H (14) NES

# 8 Women 50 Free 37,18L

# 14 Women 200 Free 3:45,23L

# 18 Women 50 Breast 53,45L

# 22 Women 50 Fly 49,78L

Linda Björg Björgvinsdóttir S7 (20) NES

# 8 Women 50 Free 56,78L

# 12 Women 50 Back 1:02,34L

# 18 Women 50 Breast 1:09,94L

Erna Brynjarsdóttir (17) NES

# 8 Women 50 Free 45,34L

# 12 Women 50 Back 56,78L

# 18 Women 50 Breast 57,89L

Kristlaug Halldórsdóttir S14 (15) NES

# 8 Women 50 Free 58,25L

# 12 Women 50 Back 1:16,92L

# 18 Women 50 Breast 1:01,52L

Friðrika Ína Hjartardottir S14 (17) NES

# 8 Women 50 Free 55,67L

# 16 Women 100 Free 2:00,34L

# 22 Women 50 Fly 1:11,23L

Ingibjörg Margeirsdóttir S14 (14) NES

# 8 Women 50 Free 39,89L

# 12 Women 50 Back 47,67L

# 18 Women 50 Breast 1:15,64L

# 22 Women 50 Fly 43,56L

Ingólfur Már Bjarnason S10 (13) NES

# 7 Men 50 Free 44,00L

# 13 Men 200 Free 4:20,34L

# 15 Men 100 Free 1:49,39L

# 21 Men 50 Fly 1:00,89L

Jósef Daníelsson S14 NES

# 7 Men 50 Free 38,67L

# 11 Men 50 Back 53,08L

# 15 Men 100 Free NT

# 21 Men 50 Fly NT

Sigurður Guðmundsson S14 (20) NES

# 7 Men 50 Free 28,94L

# 13 Men 200 Free 2:54,99L

# 15 Men 100 Free 1:18,15L

# 21 Men 50 Fly NT

Már Gunnarsson S12 (14) NES

# 9 Men 100 Breast 1:50,42L

# 13 Men 200 Free 3:14,13L

# 15 Men 100 Free 1:28,34L

# 21 Men 50 Fly NT

Fannar Jóhannesson S14 (13) NES

# 9 Men 100 Breast 1:53,56L

# 15 Men 100 Free 1:43,56L

# 21 Men 50 Fly 54,34L

Guðmundur Ingi Margeirsson S14 (20) NES

# 7 Men 50 Free 34,21L

# 17 Men 50 Breast 42,67L

Kristófer Turnball S14 NES

# 7 Men 50 Free 54,46L

15.01.2014 16:57

Sælir Nesarar og forráðamenn ykkar

 

Fundur um flokkunarmál

 

Sunnudaginn 19. janúar næstkomandi verður kynningarfundur um stöðu flokkunarmála fatlaðra sundmanna. Ingi Þór Einarsson annar tveggja landsliðsþjálfara ÍF í sundi mun stýra fundinum. Ingi Þór er einnig einn helsti flokkari í flokki S14 í sundi, flokki þroskahamlaðra.

Allir eru velkomnir en fundurinn hefst kl. 15:00 í D-sal á þriðju hæð í húsnæði ÍSÍ í Laugardal.

 

 

Kveðja/regards,

Jón Björn Ólafsson

Þjónustusvið ÍF/Service Manager

Íþróttasamband fatlaðra/NPC Iceland

Sími/phone: +354 5144080

GSM/mobile: +354 8681061

www.ifsport.is

ÍF á Facebook

ÍF á Twitter

ÍF á Youtube

______________________________

12.01.2014 15:50

Bið að afsaka stafabrenglunina.

 

Afreksþja´lfun Ra´ðstefna 20. og 22. janu´ar 2014

I´þro´ttabandalag Reykjavi´kur og I´þro´tta- og O´lympi´usamband I´slands standa fyrir i´þro´ttara´ðstefnu i´ samstarfi við Ha´sko´lann i´ Reykjavi´k dagana 20. og 22. janu´ar. Ra´ðstefnan fer fram i´ Ha´sko´lanum i´ Reykjavi´k i´ stofu V101. Margir a´hugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksþja´lfun en ra´ðstefnustjo´rar verða þær Hafru´n Kristja´nsdo´ttir og Ragnhildur Sku´lado´ttir. Fyrirlestrarnir fara bæði fram a´ ensku og i´slensku.

Dagskra´ 20. janu´ar

17:00-17:40
Dietmar Shounard
Hvernig sne´ru Þjo´ðverjar við taflinu?
Landsliðsþja´lfari þy´ska frja´lsi´þro´ttasambandsins (Dlv) ly´sir hvernig markvissari stefnumo¨rkun hefur leitt til bætts a´rangurs. Hvernig undirbu´ningi i´ þja´lfun se´ ha´ttað gagnvart ungum og efnilegum i´þro´ttamo¨nnum eins og til dæmis David Storl, heimsmeistara i´ ku´luvarpi.

17:40-18:20
Jesper Frigast Larsen
A´rangur Dana og hugmyndafræði afreksma´la
Jesper hefur starfað að afreksma´lum danska I´þro´tta- og O´lympi´usambandsins um a´rabil auk þess að hafa starfað hja´ Team Denmark og verið framkvæmdastjo´ri danska golfsambandsins. Jesper mun ræða hugmyndafræði og vinnu sem skilað hefur Do¨num miklum a´rangri a´ undanfo¨rnum a´rum, með a´herslu a´ uppbyggingu framti´ðar afreksfo´lks sem og samvinnu þeirra aðila sem starfa að i´þro´ttama´lum.

18:20-19:00
Andri Stefa´nsson og Kjartan A´smundsson
Skipulag afreksi´þro´ttama´la
Andri og Kjartan munu miðla af reynslu sinni fra´ SPLISS ra´ðstefnu sem haldin var i´ Antwerpen i´ Belgi´u i´ no´vember si´ðast liðnum. Andri sem sviðsstjo´ri afreksma´la I´SI´ mun ræða umhverfi afreksi´þro´tta a´ I´slandi og hvernig a´herslur annarra þjo´ða eru i´ þessum ma´laflokki. Kjartan mun ræða þa´tt afreksi´þro´ttaviðburða og mikilvægi sky´rrar stefnumo¨rkunar.

19:00-19:30 MATUR

19:30-20:10
Dr. Viðar Halldo´rsson
Hið o´sy´nilega afl : a´hrif hefðar a´ a´rangur i´ i´þro´ttum
Erindið fjallar um myndun a´rangursri´krar hefðar i´ i´þro´ttum. Leitast verður við að svara spurningum eins og; hvað er hefð?; hvernig myndast hefð?; hverjar eru forsendur a´rangursri´krar hefðar?; er hægt að bu´a til a´rangursri´ka hefð?; og er hægt að viðhalda henni þra´tt fyrir brotthvarf lykilaðila?

20:10-20:50
Ve´steinn Hafsteinsson
Hvað þarf til?
Ve´steinn fjallar um það sem þarf að vera til staðar ef við viljum na´ a´rangri a´ heimsvi´su. Hann mun bera saman umhverfi sitt og annarra afreksmanna a´ 8. og 9. a´ratug si´ðustu aldar og það sem þarf i´ dag og taka mið af þvi´ umhverfi sem til dæmis frja´lsi´þro´ttamaðurinn Gerd Kanter by´r við. Farið verður ofan i´ hvað það sem vantar he´r og hverju það munar upp a´ a´rangur og frammisto¨ðu.

Dagskra´ 22. janu´ar

17:00-17:40

Patrick O ´Neil A´rangurshvetjandi þja´lfun

Patrick er einn virtasti fyrirlesari bandari´ska listskautasambandsins. Hann hefur a´ si´num langa ferli lagt ri´ka a´herslu a´ þætti er efla liðsanda og hvernig markviss markmiðasetning leiðir til frekari a´rangurs.

17:40-18:20
Peter Gade
Reynsla eins sigursælasta badmintonspilara si´ðustu a´ra
Daninn Peter Gade, einn besti badmintonspilari allra ti´ma, segir fra´ þvi´ hvernig hann komst a´ toppinn og na´ði að halda se´r þar. Fyrirlesturinn verður a´ viðtalsformi þar sem a´horfendum gefst tækifæri til að spyrja.

18:20-18:35
Bjo¨rn S. Gunnarsson -
„Mjo´lk sem na´ttu´rulegur i´þro´ttadrykkur“
Bjo¨rn er næringafræðingur og mun fara yfir skemmtilegar staðreyndir um mjo´lk sem na´ttu´rulegan i´þro´ttadrykk. Hvað hafa dy´rir i´þro´tta- og orkudrykkir sem mjo´lkin hefur ekki?

18:35-19:10 MATUR

19:10-19:50
Þra´inn Hafsteinsson, Ho¨rður Gunnarsson og Gunnar Pa´ll Jo´akimsson
I´þro´ttauppeldi afreksunglinga Hvernig stendur Frja´lsi´þro´ttadeild I´R að grunnþja´lfun, se´rhæfðri þja´lfun, se´rhæfingu og umgjo¨rð efnilegra barna og unglinga?

19:50-20:30
Bjo¨rn Bjo¨rnsson
A´rangursstjo´rnun i´ þja´lfun
Bjo¨rn er fyrrverandi landsliðsþja´lfari I´slands i´ ho´pfimleikum og hefur vi´ða haldið fyrirlestra bæði innan i´þro´ttahreyfingarinnar en einnig i´ viðskiptali´finu. A´rangursstjo´rnun sny´st um markmiðasetningu, mælingu og eftirfylgni. Tilgangur hennar er að auka skilvirkni i´ æfinga- og undirbu´ningsferli fyrir keppni og stuðla að ha´marksa´rangri.

Skra´ning

Ra´ðstefnugjald er 3.500 kr. og er le´ttur kvo¨ldverður innifalinn i´ gjaldinu. Gjald fyrir ba´ða daga er 5.000 kr.

Skra´ning fer fram a´ netfanginu [email protected]. Gjaldið skal greiða inn a´ reikning I´BR 0336 26 - 987 kt. 670169-1709. og er litið a´ greiðslu sem staðfestingu a´ þa´ttto¨ku. Si´ðasti skra´ningardagur er fo¨studagurinn 17.janu´ar. Ha´marksfjo¨ldi a´ ra´ðstefnuna er 140 manns. 

09.01.2014 17:42

Þá er reikningur vegna Malmö 2014 tilbúinn, gjaldkeri NES mun vera í sambandi við iðkendur næstu daga og kvöld en getið líka haft samband beint í síma 6162748 til að fá að vita lokatölu sem á eftir að greiða. Það tókst að halda verðinu innan þeirra marka sem lagt var upp með í upphafi sem er bara gott. Gjaldkeri NES Drífa mun vera með gögnin á boccia æfingu yngri frá 17.15 til 18.15 ef þið viljið koma við og fá reikningin beint. Svo er þetta að styttast, held það séu bara 30 dagar í mót

05.01.2014 10:18

Gleðilegt ár allir Nesarar nær og fjær og takk fyrir það liðna.

 

Æfingar Nes árið 2014 byrja á eftirfarandi tímum:

 

Frjálsar byrja mánudaginn 13. janúar og vakin er athygli á því að við munum hafa æfingarnar eins og var „í gamla daga“, yngri mæta kl.  17:15-18:15 og eldri mæta kl. 18:15-19:15.  Við munum hætta að hafa þrekæfingar í seinni tímanum.  Höfum þetta aftur yngri og eldri.  Veriði dugleg að mæta mánudaginn 13. janúar og Elísabet mun fara vel yfir þetta með ykkur þá.  Stefnum að því að mæta á „yngri“ og „eldri“ æfingar frá og með mánudeginum 20. janúar.

 

Knattspyrnuæfingar byrja þriðjudaginn 7. janúar kl. 20:30.  Hvetjum sem flesta til að mæta enda er spennandi verkefni framundan.

 

Garpasundið byrjar þriðjudaginn 7. janúar kl. 18:15-19:15.  Hvetjum alla sem vilja stunda holla hreyfingu í vatni til að mæta.  Margt skemmtilegt framundan.

 

Sundið byrjar með hefðbundnu sniði mánudaginn 6. janúar kl. 19:00-20:00 í Vatnaveröld.

 

Boccia byrjar með hefðbundnu sniði miðvikudaginn 8. janúar kl. 17:15-18:15 með boccia yngri.

 

Hvetjum alla til að mæta vel á allar æfingar og leggja sig alla fram á þeim vegna þess að æfingin skapar meistarann en umfram allt að hafa gaman, hitta vini og kunningja og skemmta öðrum.

 

Kveðja

Nes

  • 1
Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 105826
Samtals gestir: 8269
Tölur uppfærðar: 2.2.2023 12:45:12

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar