Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2014 Júlí

29.07.2014 11:22

Styrkur til Nes

 

Þann 16. júlí sl. var haldin Skötumessa að sumri í Garðinum venju samkvæmt og tókst hún vonum framar. Frábær skemmtiatriði, góður matur og veittir styrkir til margra aðila. Nes vill hér nota tækifærið og þakka kærlega fyrir stuðninginn sem Nes fékk en Skötumessan styrkti ferðasjóð Nes um sem nemur 150.000 krónur. En að auki ákvað fyrirtækið Áfangar ehf að styrkja Nes einnig við sama tækifæri um 100.000 krónur og nam styrkurinn sem Nes fékk umrætt sinn því 250.000 krónum. Aldeilis frábært og þakkar Nes forráðamönnum Skötumessunnar og þeim Hjördísi og Smára hjá Áföngum ehf kærlega fyrir veittan stuðning.

07.07.2014 15:11

Fréttatilkynning: Keppendur Íslands á EM fatlaðra í frjálsum

 

Ísland mun eiga þrjá fulltrúa á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum þetta sumarið en mótið fer fram í Swansea í Wales. Keppendur Íslands verða Helgi Sveinsson, Ármann, Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR og Arnar Helgi Lárusson, Nes.

 

Helgi er ríkjandi heimsmeistari í spjótkasti í flokki F42 og bætti hann Íslandsmetið sitt í greininni í Sviss í maímánuði þegar hann kastaði spjótinu 51,83 metra. Evrópumetið í flokki Helga er 52,74 metrar og í eigu Danans Jakob Mathiasen og hefur staðið síðan árið 2000.

 

Matthildur Ylfa keppir í flokki T og F 37 en hennar greinar á EM verða 400m. hlaup sem og langstökk. Matthildur á áttunda lengsta stökkið í langstökki í sínum flokki þetta árið en hún stökk 4.08m. í Grosseto á Ítalíu. Íslandsmet hennar í greininni utanhúss er 4.28m síðan 2012. Þá á Matthildur sjöunda besta tíma ársins í 400m. hlaupi í flokki T37 sem er 1:14,70 mín. en þeim tíma náði hún á opna meistaramótinu í Berlín.

 

Arnar Helgi Lárusson keppir í hjólastólakappakstri (e. Wheelchair Racing) og mun hann keppa í 100m. og 200m. hjólastólakappakstri. Arnar setti ný Íslandsmet í báðum greinum í Sviss í maímánuði en Íslandsmet hans í 100m. er 18,65 sek. og Íslandsmet hans í 200m. er 34,55 sek. Sem stendur er Arnar með 26. besta tíma ársins í 100m. og 23. besta tíma ársins í 200m.

 

Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum fer fram dagana 18.-23. ágúst næstkomandi en hér að neðan má nálgast keppnisdagskrá íslensku keppendanna í Swansea:

 

(birt með fyrirvara um mögulegar breytingar)

 

19. ágúst

 

Spjótkast, úrslit - Helgi Sveinsson F42

 

20. ágúst

 

100m hjólastólarace, úrslit - Arnar Helgi Lárusson T53

 

21. ágúst

 

langstökk, úrslit - Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir F37

200 hjólastólarace, úrslit - Arnar Helgi Lárusson T53

 

22. ágúst

 

400m  úrslit - Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir T37

  • 1
Flettingar í dag: 201
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 105720
Samtals gestir: 8269
Tölur uppfærðar: 2.2.2023 10:18:42

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar