Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2015 Desember

23.12.2015 12:30

Rausnalegur styrkur til NES

Íþróttafélagið okkar Nes fékk í gærkvöldi peningaupphæð að fjárhæð kr.300.000,- frá Kristínu Erlu Guðmundsdóttur. Hún fagnaði 70 árum þann 13.desember sl. en hún afþakkaði gjafir en vildi af því tilefni færa Íþróttafélaginu Nes ofangreinda peningaupphæð, sem safnaðist í afmælisveislunni. Upphæð þessi fer í Styrktarsjóð Nes og Skötumessunar. En þangað geta iðkendur leitað eftir styrk þegar þeir taka þátt í alþjóðlegri íþróttakeppni á vegum Íþróttasambands Íslands og Special Olympics. Við þökkum enn og aftur Kristínu fyrir þennan rausnarlega styrk.

 

 

http://www.vf.is/mannlif/-veittu-samfelagsstyrki-i-minningu-latins-sonar/68609

23.12.2015 08:57

Jólakveðja

Íþróttafélagið Nes sendir öllum iðkendum sínum, aðstandendum, þjálfurum, styrktaraðilum og öðrum velunnurum félagsins bestu óskir um gleðiríka jólahátíð og velfarnaðar á komandi ári. Takk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða......

.....Minnum á að þann 29.des´15 næstkomandi verður haldið jólamót Nes í sundi (nánar auglýst þegar nær dregur) en fyrir utan það að þá er Nes komið í jólafrí og hefjast æfingar að nýju skv. dagskrá mánudaginn 4.janúar.
Kær jólakveðja
Stjórn Nes

 

07.12.2015 12:26

Öllum æfingum AFLÝST í dag, mánudag!!!

ATH mikilvægt-ALLIR LESA!!!!
Vegna mjög slæmrar veðurspáar hefur Nes ákveðið að aflýsa Öllum æfingum Í DAG, mánudag. Þjálfari í frjálsum vill koma þeim skilaboðum áleiðis að það er svo jólamót í frjálsum vikuna eftir á, keppt verður í kúluvarp, hástökk og hlaup og svo pizza eftir á handa öllum, hann ætlaði að kynna þetta á æfinguna í dag sem er núna aflýst.

  • 1
Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 264
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 107115
Samtals gestir: 8387
Tölur uppfærðar: 7.2.2023 03:54:45

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar