Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2015 Mars

30.03.2015 14:17

Tímasetningar Íslandsmótsins og lokahófið í Gullhömrum

 

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia, borðtennis, frjálsum íþróttum og lyftingum fer fram helgina 10.-12. apríl næstkomandi. Keppni í boccia, frjálsum og lyftingum fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði en keppni í borðtennis fer fram í Íþróttahúsi ÍFR að Hátúni í Reykjavík. Lokahóf Íslandsmótsins fer svo fram í Gullhömrum í Grafarvogi þar sem húsið verður opnað kl. 18:00 sunnudagskvöldið 12. apríl.

 

Tímaseðill Íslandsmótsins

 

Föstudagur 10. apríl

Frjálsar íþróttir – Kaplakriki – upphitun kl. 18 og keppni kl. 19

 

Laugardagur 11. apríl

Boccia – Kaplakriki – 9.30 fararstjórafundur – 10:30 mótssetning – 11:00 keppni hefst

Lyftingar – Kaplakriki – 11:00 vigtun – 13:00 keppni hefst

Borðtennis – Íþróttahús ÍFR – keppni hefst kl. 11:00

 

Sunnudagur 12. apríl

Boccia 11:00-15:00

Lokahóf ÍF í Gullhömrum í Grafarvogi – húsið verður opnað kl. 11:00.

 

 

Lokahófið 12. apríl

Eins og áður segir verður húsið opnað kl. 18:00 og borðhald hefst kl. 19. Verð á mann er kr. 7000. Veislustjórar verða þeir Ingvar Valgeirsson og Hlynur Ben.

 

Matseðill

 

Forréttur

Asparssúpa með nýbökuðu brauði

 

Aðalréttur

Hægeldað nautafillet með kartöflubátum,grænmeti og rjómalagaðri piparsósu.

 

Eftirréttur

Sukkulaðifrauð með ferskum berjum og vanillurjóma.

 

 

Kveðja/ Regards
 

Jón Björn Ólafsson

Þjónustu- og íþróttafulltrúi ÍF

Sports Director

NPC Iceland/ SO Iceland

24.03.2015 14:13

Þann 24. mars 2015 endurnýjuðu Nes og Samkaup hf samstarfssamning til 1 árs. Með samkomulaginu skuldbindur Nes sig til þess að halda uppi faglegu íþrótta- og félagsstarfi fyrir fatlaðra á svæðinu og Samkaup hf skuldbindur sig til að leggja starfsseminni lið með fjárstuðningi. Á myndinni handsala Guðmundur Sigurðsson, formaður Nes, Þorgeir Jónsson, auglýsinga- og markaðsstjóri Samkaupa hf og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir frá Nes, samninginn.

23.03.2015 10:29

 
Þann 18. mars sl. afhenti Bifreiðastöðin Hreyfill-Bæjarleiðir Nes myndarlegan styrk á bocciaæfingu Nes. Styrkurinn hefur verið nýttur til að þess að kaupa nýja stóla fyrir bocciaæfingarnar og mun það koma sér mjög vel enda gömlu stólarnir orðnir vel nýttir. Mjög ánægjulegt er að Bifreiðastöðin Hreyfill-Bæjarleiðir skuli styrkja Nes með þessum hætti en fyrirtækið sér um þjónustu við Ferðaþjónustu ...fatlaðra í þeim tilfellum sem Ferðaþjónustan kemst ekki yfir að afgreiða með eigin bílum. Hreyfill sinnir jafnframt fötluðum beint ef þeir kjósa að panta bíl eins og hver annar einstaklingur, eða ekki næst að nýta sér Ferðaþjónustu fatlaðra. Í sumum tilfellum þarf sérútbúna hjólastólabíla og hefur Hreyfill nokkra slíka bíla í sinni þjónustu. Nes þakkar Hreyfli kærlega fyrir þennan góða styrk sem kemur sér mjög vel fyrir félagið.

23.03.2015 10:23

Páskafrí Nes


Sæl öll
Hér sést hvernig páskafríi Nes verður háttað:

Boccia fer í páskafrí frá 25. mars. til 8. apríl....
Sund yngri fer í páskafrí frá 26. mars til 7. apríl.
Frjálsar fer í frí frá 23. mars til 13. apríl.
Fótbolti fer í frí frá 27. mars til 7. apríl.
Sund eldri fer í frí frá 26. mars til 7. apríl.
Lyftingar fara í frí frá 26. mars til 9. apríl.

Kveðja
Stjórn Nes

22.03.2015 22:09

Aðalfundur

 

Íþróttafélagsins Nes 30. mars 2015,

Verður í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ,

Sólvallagötu 6, kl. 20:00.

 

Dagskrá:

 

Venjuleg aðalundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

 

Stjórn Nes

13.03.2015 13:24

Áríðandi skilaboð vegna Íslandsmóts ÍF í sundi

 

Kæru forráðamenn og þjálfarar,

 

Vegna Íslandsmóts ÍF í sundi sem fram fer í Laugardalslaug n.k. laugardag og sunnudag biðjum við fólk vinsamlegast að fylgjanst grannt með verðurspá og ekki taka áhættu í ferðum milli staða.

Varðandi laugardaginn þar sem upphitun hefst 13:00 og mótseting 14:00 mælum við með að fólk að leggji snemma af stað þar sem samkvæmt nýjustu spám er alls ekkert ferðaveður um hádegisbilið.

 

Því miður er ekki hægt að fresta mótinu sem er með IPC gildingu sem sækja þarf um a.m.k. sex vikum fyrir mót til að það teljist löglegt.

 

Að lokum hvetjum við ykkur enn og aftur til að fylgjast gaumgæfilega með veðurfréttum og ekki halda af stað fyrr en að vel athuguðu máli.

Sé frekari upplýsinga óskað þá vinsamlegast hafið samband við starfsmenn ÍF í símum 8962115 Ólafur, 8975523 Anna Karólína og 8681061 Jón Björn.

 

Kveðja/ Regards
 

Jón Björn Ólafsson

Þjónustu- og íþróttafulltrúi ÍF

Sports Director

NPC Iceland/ SO Iceland

13.03.2015 06:14

Sniglarnir styrkja Nes
Þann 5. mars sl. afhentu Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, Styrktarsjóði Nes og Skötumessunnar myndarlegan styrk í tilefni af afmæli Sniglanna á síðasta ári en þann 1. apríl 2014 urðu Sniglarnir 30 ára. Styrktarsjóður Nes og Skötumessunnar var stofnaður árið 2014 og hefur skírskotun til Skötumessu að sumri sem haldin er í Garði í júlí ár hvert. Styrktarsjóðnum er ætlað að styðja við Nesara sem eru að fara að keppa erlendis á vegum Íþróttasambands fatlaðra og nú á dögunum var úthlutað úr sjóðnum í fyrsta skipti til Nesara sem eru að fara annars vegar að keppa á Alþjóðaleikum Special Olympics í Los Angeles 2015 og hins vegar á Barna- og unglingamót í Færeyjum 2015.

 

05.03.2015 21:59

Styrktarsjóður Nes og Skötumessunnar.

Á fundi stjórnar í kvöld 05.03.2015 var i fyrsta sinn úthlutað úr styrktarsjóði Nes og Skötumessunnar 
Níu umsóknir bárust vegna tveggja verkefna ,Special Olympics Los Angeles 2015 og Norræna barna og unglingamótið í Færeyjum 2015 og voru þær allar samþykktar .smile emotico

Styrktarsjóður Nes og Skötumessunnar var stofnaður árið 2014 og hefur skírskotun til Skötumessu að sumri sem haldin er í Garði í júlí ár hvert. Styrktarsjóðnum er ætlað að styðja við Nesara sem eru að fara að keppa erlendis á vegum Íþróttasambands fatlaðra

  • 1
Flettingar í dag: 331
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 105850
Samtals gestir: 8269
Tölur uppfærðar: 2.2.2023 13:06:29

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar