Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes |
|
ForeldraráðKröfur foreldra/forráðamanna til íþrótta- og tómstundastarfs barna sinna verða sífellt meiri og því nauðsynlegt að hafa gott samstarf við foreldra. Vegna sérstöðu Nes er nauðsynlegt að foreldrar/forráðamenn yngri einstaklinga og þeirra sem eiga við erfiða fötlun að stríða mæti með sínu barni á æfingar og aðstoði það. Við þetta skapast mikið og gott samstarf þar sem foreldrar geti með frumkvæði sínu og hugmyndum eflt íþróttastarfið og haft áhrif á aðstöðu og aðbúnað deildarinnar. Hjá Nes hefur verið stofnað foreldraráð sem er stjórn innan handar varðandi fjáraflanir og ferðir sem farnar eru á vegum félagsins. Hlutverk foreldraráðs verður að tryggja að foreldrar geti með frumkvæði sínu og hugmyndum eflt íþróttastarfið og haft áhrif á aðstöðu og aðbúnað deildarinnar. Foreldraráð lýtur yfirstjórn stjórnar. Vegna sérstöðu Nes er nauðsynlegt að foreldrar/forráðamenn eða aðstoðarmenn yngri einstaklinga og þeirra sem eiga við erfiða fötlun að stríða mæti með sínu barni/skjólstæðingi á æfingar, mót og ferðir og aðstoði það þar.
Reglur fyrir foreldraráð - Fimm foreldrar og tveir til vara eru skipaðir til eins árs í senn í foreldraráð og
- Hlutverk foreldraráðsins er að standa vörð um hagsmuni iðkenda félagsins.
- Að efla tengsl heimila og félags.
- Að efla samskipti milli iðkenda, foreldra annars vegar og stjórnenda og þjálfara
hins vegar.
- Að stuðla að bættri vellíðan iðkenda í leik og starfi.
- Að stuðla að betri árangri í starfi félagsins.
- Foreldraráðið ákveður hvernig það vill vinna að þessum markmiðum í samráði
við stjórn félagsins þannig að markmiðum þess verði náð.
Foreldraráð NES skipa: Jóna Sigurbjörg Þórhallsdóttir Brynhildur Ólafsdóttir
ath. NES vantar foreldra í foreldraráðið. Allir þeir sem hafa áhuga geta boðið sig fram í foreldraráð. Hægt er að hafa samband við stjórn með að senda email á [email protected]
Flettingar í dag: 331 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 319 Gestir í gær: 25 Samtals flettingar: 105850 Samtals gestir: 8269 Tölur uppfærðar: 2.2.2023 13:06:29 |
Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Nafn: Íþróttafélagið NESTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 17 nóvember 1991Staðsetning: Suðurnes, ÍslandÖnnur vefsíða: https://www.facebook.com/ibrottafelagid.nes.1Um: Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðningTenglar
|
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is