Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

24.02.2012 16:15

Dómaranámskeið í sundi.

Dómaranámskeið.

Eitt af helstu verkefnum foreldra barna og unglinga sem æfa og keppa í
sundi er að taka þátt í sundmótum barnanna okkar. Flest störf á sundmótum eru
unnin af sunddómurum.
Dómgæslan er kjörin leið fyrir foreldra til að fá innsýn í sundíþróttina og
einnig gefur hún okkur ómetanlegt tækifæri til að taka þátt í því sem börnin
okkar eru að gera.

Flestir sunddómarar hætta að dæma um leið og börnin þeirra hætta að æfa
og keppa í sundi og því þarf stöðuga endurnýjun í dómarahópnum.
Í tengslum við sundmót Fjölnis sem fram fer dagana 3.-4. mars í
Laugardalslaug í Reykjavík, heldur Sundsamband Íslands dómaranámskeið í
Sundmiðstöðinni í Laugardal, Reykjavík, 2. hæð. Leiðbeinendur verða Ólafur
Baldursson og Björn Valdimarsson. Bókleg kennsla fer fram fimmtudaginn 1.
mars kl. 18-22. Verkleg kennsla verður síðan á Fjölnismótinu 3. og 4. mars.

Skráningar og fyrirspurnir sendist á Björn Valdimarsson bjorn@danfoss.is

24.02.2012 16:13

Ráðstefna Special Olympics.

Ráðstefna Special Olympics verður 25.febrúar.

Er hún haldin á Hótel Sögu í Radisson BLU-salnum frá kl 09:30 til 13:00.

24.02.2012 16:10

Íslandsmót ÍF.

Íslandsmót ÍF verður helgina 31.mars - 1.apríl.

24.02.2012 15:55

Nýr flokkur.

Sæl öll.

Hér til vinstri erum við að búa til flokk sem heitir
HVAÐ ER FRAMUNDAN.

Hér ætlum við að láta vita af öllum mótum,hittingum,stjórnarfundum og fleirra.emoticon emoticon

Við vonum að þið skoðið og passið upp á að við setjum inn nýtt fyrir hvern mánuð fyrir sig.

Ef það er eitthvað sem þið viljið að við tökum upp á stjórnarfundum þá er um að gera að hafa samband við einhverja af okkur og við munum koma því áfram.

Stjórnarfundir verða með fasta tíma sem er fyrsta hvern fimmtudag í hverjum mánuði.

kv Stjórnin.


15.02.2012 22:19

Ótitlað





Dómaranámskeið.
Eitt af helstu verkefnum foreldra barna og unglinga sem æfa og keppa í
sundi er að taka þátt í sundmótum barnanna okkar. Flest störf á sundmótum eru
unnin af sunddómurum.
Dómgæslan er kjörin leið fyrir foreldra til að fá innsýn í sundíþróttina og
einnig gefur hún okkur ómetanlegt tækifæri til að taka þátt í því sem börnin
okkar eru að gera.
Flestir sunddómarar hætta að dæma um leið og börnin þeirra hætta að æfa
og keppa í sundi og því þarf stöðuga endurnýjun í dómarahópnum.
Í tengslum við sundmót Fjölnis sem fram fer dagana 3.-4. mars í
Laugardalslaug í Reykjavík, heldur Sundsamband Íslands dómaranámskeið í
Sundmiðstöðinni í Laugardal, Reykjavík, 2. hæð. Leiðbeinendur verða Ólafur
Baldursson og Björn Valdimarsson. Bókleg kennsla fer fram fimmtudaginn 1.
mars kl. 18-22. Verkleg kennsla verður síðan á Fjölnismótinu 3. og 4. mars.

Skráningar og fyrirspurnir sendist á Björn Valdimarsson bjorn@danfoss.is



15.02.2012 14:10

Skoða nýja galla :)

Þá ætlum við að skella okkur í Reykjavík og skoða nýja galla fyrir NES :) Svo á að skoða boli handa aðstandendum og vinum NES sem verða með flottu lógói og frasa :) Verður spennandi að vita hvað við sjáum handa svona flottu fólki sem er í NES :)



Búið að skoða og pæla í nýjum göllum og nú er verið að setja saman fyrir okkur alveg nýtt :) Verðum langflottust :) Látum vita er við fáum galla til að skoða :) Það er verið að búa til handa okkur :

14.02.2012 19:36

Góður dagur í sundinu

Flott mæting hjá yngri NES-urum í sundi og líka hjá eldri í GARPASUNDINU ...þið eruð alveg frábær!!!   ...gaman að sjá hvað sunddeildin okkar í NES er að stækka og stækka :)

13.02.2012 17:08

Fyrsta ráðstefna Special Olympics á Íslandi.

Mánudagur 13. febrúar 2012 14:48

Fyrsta ráðstefna Spcecial Olympics á Íslandi

Laugardaginn 25. febrúar n.k. mun Special Olympics á Íslandi standa að sinni fyrstu ráðstefnu hérlendis. Ráðstefnan byggir á innleggi frá keppendum, aðstandendum og þjálfurum. Ráðstefnan fer fram á Radisson Blu Hótel Sögu og hefst kl. 09:30-13:00. Skráning er þegar hafin en hægt er að skrá sig hér á forsíðu ÍF, vinstra megin á síðunni.

Sjá dagskrá


10.02.2012 23:27

Íþróttamaður vikunnar 10.febrúar.




Nafn:   Ari Ægisson

Gælunafn:  Nei.

Aldur: 16.ára

Starf:  Akurskóli.

Uppáhaldmynd:   Final Destination.

Uppáhaldsleikari:  Jennifer Aniston.

Lélegasti sjónvapsþátturinn:   Spurningabomban.

Uppáhaldsmatur:  Hamborgari með osti.

Uppáhaldstónlist:  Popp.

Uppáhaldslag:   Bruno Mass.

2 kostir og einn galli:  Góður í fótbolta og handbolta, ekki eins góður í badminton.

Hvern lítur þú upp til:   Bróðir míns hans Kalla.

Hvaða lag syngur þú í sturtu:   Ekkert.

Hvert er uppáhaldsíþróttafélagið:    NES.

Hvaða íþróttir æfir þú:   Fótbolta,boccía og sund.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór:   Málari hjá pabba.

Hvað langar þig mest í:   Ipad.

hvert langar þig til að ferðast:
   Los Angeles.


Við þökkum Ara vel fyrir frábær svör og vonum að hann haldi áfram að vera eins flottur og hann er.

07.02.2012 11:11

ATH - ATH - ATH.

ATH - ATH - ATH.

EKKERT GARPASUND Í DAG ÞRIÐJUDAGINN 7.FEBRÚAR VEGNA VEIKINDA HJÁ ÞJÁLFARA.
ENDILEGA LÁTIÐ BERAST TIL ALLRA.

KV ARNA ÞJÁLFARI.

07.02.2012 09:37

Ótitlað





DISKÓTEK næsta FÖSTUDAG!!!!

Þá er loksins komið að hitting kæru NES-arar, aðstandendur, þjálfarar og vinir. Takið fram dansskóna og góða skapið því núna ætlum við að hafa gaman saman í sal Njarðvíkurskóla næstkomandi föstudag þann 10.febrúar. Þar verður haldið diskótek með öllu tilheyrandi. Mikið stuð- mikið gaman. Sjoppa verður á staðnum.

Yngri mæta kl.17.00-19.00 og Eldri mæta kl.19.00-21.00.

Vonumst til að sjá sem FLESTA emoticon

  Kveðja

                                                      Stjórn NES

06.02.2012 09:14

Veikindi þjálfara mánudaginn 6.febrúar

Vegna veikinda hjá þjálfurum ER EKKI ÆFING HJÁ YNGRI í dag mánudaginn 6.febrúar í FRJÁLSUM.

Frjálsar ELDRI: kl 18:15 - 19:15

Sund sunnubraut kl 19:00 - 20:00

06.02.2012 09:13

Norðurlandamót í Boccía.

Miðvikudagur 1. febrúar 2012 10:45

Keppendur Íslands á NM í boccia 2012

Norðurlandamótið í boccia fer fram á Íslandi dagana 11.-13. maí næstkomandi. Íslenski hópurinn hefur þegar verið valinn en hann skipa 25 keppendur frá átta aðildarfélögum ÍF. Mótið mun fara fram í Laugardalshöll og er búist við því að um 100 erlendir keppendur mæti til leiks og að um 350 manns komi að mótinu.

Stjórn ÍF óskar íslensku keppendunum góðs gengis á mótinu.
 
Frá ÍFR;
Þórey Rut Jóhannesdóttir, flokkur 1 m/rennu
Valgeir Árni Ómarsson, flokkur 1
Hjalti Bergmann Eiðsson, flokkur 4
Kristjana Halldórsdóttir, flokkur 4
Haukur Gunnarsson, flokkur 4
 
Frá Ösp:
Kristján Vignir Hjálmarsson, flokkur 1 m/rennu
Sigrún Sól Eyjólfsdóttir, flokkur 1 m/rennu
Árni Sævar Gylfason, flokkur 1
Kristín Jónsdóttir, flokkur 1
Hulda Klara Ingólfsdóttir, flokkur 2
Kjartan Ásmundsdóttir, flokkur 2
Benedikt Ingvarsson, flokkur 4
 
Fá Grósku;
Steinar Þór Björnsson, flokkur 1
Aðalheiður Bára Steinsdóttir, flokkur 2
 
Frá Þjóti;
Sigurður Kristinsson, flokkur 1
Lindberg Már Scott, flokkur 4
 
Frá Akri;
Sigurrós Karlsdóttir, flokkur 3
Sigrún Björk Friðriksdóttir, flokkur 3
Kolbeinn Jóhann Pétursson, flokkur 4
Stefán Thorarensen, flokkur 4
Guðbjörg Ellý Gústafsdóttir, flokkur 4
 
Frá Nes;
Konráð Ragnarsson, flokkur 4
Davíð Már Guðmundsson, flokkur 4
 
Frá Völsungi;
Kristbjörn Óskarsson, flokkur 4
 
Frá Eik;
Heiðar Hjalti Bergsson, flokkur 4

04.02.2012 17:13

Íþróttamaður Nes 4. febrúar 2012



Nafn?  Jakob Gunnar Bergsson.

Gælunafn? Hef ekkert.

Aldur? 21 árs.

Starf?  Bónus og Dósasel.

Uppáhaldmynd? Under Seagal með Steven Seagal.

Uppáhaldsleikari?  Vin Diesel.

Lélegasti sjónvapsþátturinn?  Silfur Egils.

Uppáhaldsmatur?  Pizza með pepperoni, sveppum og skinku, hamborgari, Kentucky og Nings.

Uppáhaldstónlist?  Rock, popp og hipp hopp.

Uppáhaldslag?  Loady með Joe Fogerty.

2 kostir og einn galli?  Er góður í fótbolta og körfubolta.  Ekki eins góður í karate.

Hvern lítur þú upp til?  Steven Seagal.

Hvaða lag syngur þú í sturtu?  Syng ekki neitt í sturtu.

Hvert er uppáhaldsíþróttafélagið?  Nes.

Hvaða íþróttir æfir þú?  Fótbolta.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?  Körfuboltamaður eins og Coby Bryant í NBA.

Hvað langar þig mest í?  Körfubolta og fótbolta.

hvert langar þig til að ferðast?  Til mömmu minnar í Missisippi í Bandaríkjunum.


Við þökkum Jakobi Gunnari vel fyrir frábær svör og vonum að hann haldi áfram að vera eins flottur og hann er.

Flettingar í dag: 127
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 187039
Samtals gestir: 22444
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 22:12:46

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar