Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2021 Ágúst

26.08.2021 18:54

Æfingatafla Nes 2021 -2022

Höfum fengið nýtt kerfi svo skráningar fara fram í gegnum Sportabler. Unnið er í kerfi eins og er. Æfingar byrja 6. september og ef kerfi er ekki komið í gang fyrir þann tíma þá mætiði á æfingu og við klárum skráningu í kjölfar um leið og kerfi er klárt.

Með þökk um skilning

Stjórn Nes

03.08.2021 13:56

Már Gunnarsson

Már Gunnarsson

Már býr í Reykjanesbæ með fjölskyldu sinni en móðir hans er Lína Rut Wilberg (listakona) og faðir hans er Gunnar Már Másson (flugmaður) sem er með Má á öllum æfingum til trausts og halds. Þrátt fyrir að vera með meðfæddan augnsjúkdóm sem kallast Lebers congenital amaurosis (LCA) sem veldur blindu eltir Már drauma sína, en hann er nánast blindur. Már hefur unnið til fjölda afreka bæði sem sundmaður og tónlistarmaður og lifir með það hugarfar að takast á við lífið og lætur ekkert vera sér til fyrirstöðu. Vegna bágrar þjónustu í skóla á Íslandi fluttist fjölskyldan til Lúxemborgar þegar hann var sex ára gamall til að fá þá kennslu sem að blindur einstaklingur þarf í námi og bjuggu þau þar í sex ár. Á Íslandi var ekki fagþekking fyrir blinda og telur Már að staðan sé enn ekki nógu góð þó margt í þeim málefnum hafi batnað.
Már hefur sagt í viðtölum að hann sé ekki með svo mikið keppnisskap heldur sé hann með mikið jafnaðargeð og hafi bara alltaf gert hlutina eins vel og hann hafi getað og það hafi nægt honum. Þegar komi að mótlæti telur hann það skipta mestu máli að vera á þeim stað sem henti best, vera í kringum fólk sem líki vel við þig og þú við þau og ræða vandamál ef þau komi upp. Það má því segja að Már sé með markmiðin á hreinu og báða fætur á jörðinni.
Már hefur stefnt ótrauður að þátttöku á Paralympics í Tókýó 2021 en það var staðfest núna í júní að hann muni taka þátt og verður það í fyrsta sinn sem hann keppir á leikunum. Gaman verður að fylgjast með árangri hans á því móti og öllu sem hann mun taka sér fyrir hendur í framtíðinni.
Hér er léttur listi yfir nokkur afrek Más á íþrótta og tónlistarsviði

Íþróttaafrek Más:
2021:
Apríl - Íslandsmeistaramót í flokki blindra:
Heims­met í 200 metra baksundi á Íslands­meist­ara­mót­inu í flokki blindra (30 ára gamalt met slegið af Banda­ríkjamanninum John Morg­an sem hann setti í Barcelona árið 1992.
Fjögur Íslandsmet tvö af þeim voru 200 metra baksund, eitt 50 metra baksund og eitt 100 metra skriðsundmet.
Maí - Evr­ópu­mótið í Madeira í Portúgal. Fimmta sæti í 100 metra baksundi í flokki S11 á Evr­ópu­mótinu í 50 metra laug í sundi á Madeira.
4. sæti í úrslitum í 100 metra flugsundi S11 og bætti sitt eigið Íslandsmet þegar hann kom í bakka á 1:11.11 mínútum en fyrra metið var 1:11.12 mínútur.
Sundið bauð upp á tvö met því millitími Más í 50 metra var einnig Íslandsmet en hann var 32,33 sekúndur.
Júní: Stjórn Íþróttasambands fatlaðra hefur valið þá fjóra einstaklinga sem verða fulltrúar Íslands á Parlaympics í Tokyo, leikarnir fara fram dagana 24. ágúst – 5. September.
2020:
Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar. Már Gunnarsson Einstaklingssigrar og/eða afrek. Framúrskarandi ungir Íslendingar – JCI Ísland – TOYP Verðlaunin eru veitt árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni.
2019:
Eignarbikar fyrir útnefningu sína sem íþróttamaður ársins 2019
Náði hámarki á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fór í London.
Þriðja sæti (brons) 100 metra baksund Heimsmeistaramót fatlaðra í London.
Var eini Norðurlandabúinn til þess að komast á verðlaunapall.
Kjörinn Íþróttamaður fatlaðra árið 2019.
Íþróttamaður Suðurnesja 2019.
Suðurnesjamaður ársins 2019.
Handhafi Kærleikskúlunnar 2019.
28 Íslandsmet.
Synti þrívegis undir gildandi heimsmeti á ÍM25 í Ásvallalaug.
2018:
Ágúst: Evrópumót fatlaðra í sundi í Dublin Írlandi
Níunda sæti í undanrásum í 100 metra skriðsundi S12 á tímanum 1:04.41 mínútum sem er nýtt Íslandsmet (fyrra met Más var 1:04.71 mín.) sem hann setti í maí fyrr á þessu ári.
Áttunda sæti í 100 metra baksundi S12.
Íslandsmet  á tímanum 1:11.73 mínútum í undanrásum, en í úrslitum synti hann á nánast saman tíma eða 1:11.74 mínútum.
Sjötta sæti á 2:36.35 mín.
Sex ný Íslandsmet á mótinu.
Íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ 2018.
Íþróttamaður Nes 2018.

Tónlist Más:
Már er einnig með tónlistina í æðum sér og spilar hann á píanó, semur tónlist og syngur. Stíll hans er popptónlist og hefur hann meðal annars samið lögin Vigdís(um Vigdísi Finnbogadóttur), Vinurinn vor, Alive, the blue army og fleiri. Hægt er að finna tónlist hans á Spotify og Youtube.
2020:
Sumarið 2020 byrjaði Már með útvarpsþátt sem nefnist Unga Fólkið þar sem Már fær til sín fólk sem skarar framúr á sínu sviði eða hefur áhugarverða sögu að segja.
2019:
Gaf út plötuna Söngur Fuglsins.
Sigur í jólalagasamkeppni Rásar tvö ásamt systur sinni Ísold Wilberg með laginu Jólaósk.
3.sæti í sönglagakeppni Lions í Krakow með laginu Christmas comes with you.
Stórtónleikar í mars þar sem hann flutti inn 9 færustu hljóðfæraleikara Póllands þar sem voru spiluð lög eftir hann. Már sá þar um endurgerð á laginu „Barn“ eftir Ragga Bjarna í flutningi með sér og Ivu.

Már er einnig með tónlist sína á netinu þar sem hægt er að hlusta á hann. Hér eru tenglar á þær:
Youtube síðan https://www.youtube.com/channel/UCor0waM61Dr1trhe3ONtlMQ/videos
Spotify síðu og er tengill á hana hér: https://open.spotify.com/artist/1EWJdUzA6wX50ksKqdtwTX

Hægt er að lesa fleiri greinar um Má hér:

https://www.mannlif.is/frettir/mar-sundkappi-og-tonlistarmadur-eg-fekk-ekki-tha-adstod-sem-eg-thurfti/

https://hvatisport.is/tvo-ny-islandsmet-i-urslitum-hja-ma-og-roberti/?fbclid=IwAR3FKJLBM1OSgKDzYlaUT-W2l1bUCgSRJoQUUJ83npuE-n6XsOZPOi8wSfk

https://www.mbl.is/sport/frettir/2021/04/24/aedislegt_ad_kljufa_mur_sem_enginn_annar_hefur_klof/?fbclid=IwAR3LrF16D0eFbcb3pScQ6lRaooied3d0qGfzin9n-cxX_UeYiT7JQkfuCrc

https://k100.mbl.is/frettir/2021/04/06/otrulegt_hvad_folki_dettur_stundum_i_hug_ad_segja_v/

https://framurskarandi.is/framurskarandi-ungir-islendingar/topp10/mar-gunnarsson/

  • 1
Flettingar í dag: 222
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 105741
Samtals gestir: 8269
Tölur uppfærðar: 2.2.2023 11:40:49

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar