Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Saga NES

 

Nes Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum var stofnað 17. nóvember 1991. Mikill áhugi var fyrir

stofnun félagsins og voru aðal hvatamenn að stofnun félagsins Þroskahjálp á Suðurnesjum, Sjálfsbjörg á Suðurnesjum og áhugamenn um íþróttir fatlaðs fólks.

Með árunum hefur Nes vaxið og dafnað og blómstrar nú sem aldrei fyrr með yfir 70 iðkendum. Síðastliðið haust, 2012, fagnaði Nes 20 ára starfsafmæli. Í tilefni þeirra tímamóta var bæjarstjórnum allra sveitafélaga á Suðurnesjum boðið að koma og taka þátt í Bocciamóti.  Mikil gleði var hjá okkar iðkendum á þessum tímamótum, stór stund.  Mikil uppbygging hefur verið í gangi undanfarin ár og margar nýjar áherslur hafa litið dagsins ljós sem hafa lofað góðu fyrir starfsemina og eru spennandi tímar framundan hjá félaginu. Þar má helst nefna þau fjölmörgu mót sem iðkendur hafa tekið þátt í  og munu taka þátt í og þau mót sem NES mun halda, æfingabúðir, spennandi fjáraflanir og hinir skemmtilegu mánaðarlegu hittinga halda sínu sessi líkt og áður. Þar hittast iðkendur, aðstandendur, þjálfarar og stjórn og eiga góða stund saman.   

Hjá  félaginu í dag eru um 70 iðkendur á aldrinum 6 til 60 ára.  NES býður uppá æfingar fimm daga vikunnar fyrir iðkendur sína þar af eru tvær fótboltaæfingar á viku fyrir eldri, þrjár sundæfingar á viku fyrir eldri hóp í sundi, tvær sundæfingar á viku fyrir yngri hópinn, ein æfing á viku fyrir þá sem æfa Garpasund, ein æfing á viku fyrir eldri í boccia, ein æfing á viku fyrir yngri í boccia, ein æfing á viku fyrir eldri í frjálsum íþróttum og ein æfing á viku fyrir yngri í frjálsum íþróttum. Ásamt þessu býður Nes uppá æfingar í lyftingum. Eins og sjá má er fjöldi æfinga mikill og höfum við verið svo heppin að fá í okkar raðir flotta þjálfara sem skipta með sér ofantöldum íþróttagreinum. Þjálfarar NES eru fagfólk fram í fingurgóma.

Flettingar í dag: 358
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 105877
Samtals gestir: 8269
Tölur uppfærðar: 2.2.2023 13:28:03

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar