Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Handbók NES

 

 

 

Lög

 

 

Íþróttafélagsins NES, Íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum

Stofnað

 

17. nóvember 1991

 

1.   gr.

Félagið  heitir  NES  og  er  íþróttafélag  fatlaðra  á  Suðurnesjum.  Lögheimili  og  varnarþing félagsins er staðsett í Reykjanesbæ. Félagið er aðili að  Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar og ÍSÍ, og því háð lögum, reglum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.

 

2.   gr.

 

Markmið  félagsins  er  að  iðka  og  glæða  áhuga  á  íþróttastarfi  fatlaðra  jafnframt  því  að vinna að betri aðstöðu.

 

3.   gr.

 

Félagsmaður getur hver sá orðið, sem áhuga hefur á íþróttum fatlaðra.

 

4.   gr.

 

Ársgjald félagsins skal ákveða á aðalfundi félagsins ár hvert.

 

5.   gr.

 

Skuldlausir félagar hafa rétt til að keppa fyrir hönd félagsins.

 

6.   gr.

 

Stjórn félagsins skipa fimm manns, ásamt tveimur áheyrnarfulltrúum úr röðum iðkenda. Formaður skal kosinn á aðalfundi og sex meðstjórnendur, sem síðan skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi er formaður boðar til. Ennfremur skal kjósa einn í varastjórn.

 

Stjórnin skal kosin á aðalfundi, nema aðeins komi fram ein uppástunga, en í þeim tilfellum eru þeir sem stungið er upp á sjálfkjörnir. Kosning á aðalfundi má fara fram með handauppréttingu, þó skal kosning vera leynileg sé þess óskað. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum.

 

Kosning stjórnar fer þannig fram: Formaður skal kosinn fyrstur til eins árs. Næst skulu kosnir fjórir meðstjórnendur og tveir í varastjórn til tveggja ára. Að lokum eru kosnir tveir áheyrnarfulltrúar úr röðum iðkenda til tveggja ára og tveir varaáheyrnarfulltrúar.

 

Iðkendur Nes eru kjörgengir til stjórnar Nes og eru fullgildir stjórnarmenn þegar kjörnir til stjórnarsetu.

 

7.   gr.

 

Stjórninni  ber  að  gæta  hagsmuna  félagsins  í  öllum  greinum.  Hún  hefur  samráð  yfir eignum   þess   og   boðar   til   funda.   Stjórnin   getur   enga   fullnaðarákvörðun   tekið,   nema meirihluti stjórnar séu henni fylgjandi.

 

Stjórnin getur vísað mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra félaginu til vansa. Þá getur viðkomandi óskað þess að málið verði tekið fyrir á félagsfundi.

 

8.   gr.

Haldin skal fundargerðarbók og reikningar félagsins miðist við áramót.

 

9.   gr.

 

Aðalfund skal halda ár hvert og félagsfundi svo oft sem stjórnin ákveður eða skrifleg ósk kemur  frá  eigi  færri  en  10  félagsmönnum.  Til  aðalfundar  skal  boða  með  minnst  viku  (sjö daga) fyrirvara og er hann lögmætur án tillits til þess hversu margir mæta. Í auglýsingu skal dagskrá  fundar  koma fram.Skráðir  félagar  í  NES hafa  atkvæðisrétt  á  aðalfundi félagsins og eru kjörgengnir í stjórn og/eða nefndir.

 

Á aðalfundum eða félagsfundum skal kjósa sérstakan fundarstjóra. Á aðalfundi skulu mál tekin fyrir í þeirri röð sem hér segir:

1.   Skýrsla stjórnar.

2.   Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.

3.   Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga, reikningar  bornir undir atkvæði.

4.   Lagðar fram lagabreytingar, ef tillögur eru þar um.

5.   Kosningar stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna reikninga, samkv. 6. gr.félagslaga og ákvörðun um ársgjald samkv. 4. gr. félagslaga.

6.   Félagsgjöld/Ársgjöld ákveðin.

7.   Önnur mál.

8.   Fundarslit.

10. gr.

 

Aukaaðalfund félagsins má halda ef aðalstjórn álítur þess þörf eða ef 1/4 atkvæðisbærra fundarmanna á aðalfundi félagsins óska eftir því, enda tilkynni þeir um leið fundarefni það er ræða á. Aukaaðalfundur er lögmætur sé til hans boðað skv. 9. gr. þessara laga. Aukaaðalfundur hefur sama vald og aðalfundur.

 

 

11. gr.

 

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til félags sem hefur að markmiði að bjóða upp á íþróttastarf fyrir fatlað fólk á Suðurnesjum taki slíkt félag við í framhaldi af (innan sex mánaða frá) slitum Nes. Að öðrum kosti renni eignir þess til Íþróttasambands fatlaðra.

12. gr.

 

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi, enda hafi þess verið getið í fundarboði og nægir meirihluti atkvæða til þess að lagabreyting sé lögleg.

 

Þannig samþykkt á aðalfundi félagsins 3. maí 2018.

Flettingar í dag: 148
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 22
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 186233
Samtals gestir: 22221
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 09:04:34

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar