Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2013 Júní

22.06.2013 12:37

Landsmót UMFÍ

Sælir allir iðkendur Nes og aðstandendur

 

Eins og þið vonandi vitið verður landsmót UMFÍ haldið á Selfossi dagana 4.-7. júlí í sumar. Það verður að sjálfsögðu keppni fatlaðra íþróttamanna í frjálsum íþróttum, sundi og boccia. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu UMFÍ sem er umfi.is.  Á landsmótum er kjörið tækifæri fyrir fólk að keppa fyrir framan marga áhorfendur og að taka þátt í sameiginlegu keppnisliði héraðssambanda og íþróttabandalaga. Sumir telja ekki hægt að keppa á landsmóti því æfingar séu ekki á sumrin í ákveðnum greinum en slíkt hefur ekki stoppað ófatlaða íþróttamenn sem mæta tugum saman með sínu héraðssambandi á landsmótin.  Með þáttöku á mótinu er verið að reyna að auka veg fatlaðra íþróttamanna á þeim vettvangi og því hvet ég alla Nesara til að skrá sig og mæta.  Mótshaldið er með þeim hætti að keppt er í einum aldursflokki óháð aldri.  Ekki er neitt aldurstakmark í greinar á mótinu, nema þess sé sérstaklega getið í keppnisreglum viðkomandi sérsambands.  Þetta á við í skotfimi.  Í öðrum greinum verða þjálfarar og foreldrar að meta hvort krakkar og unglingar geti keppt.  

 

MIKILVÆGT – SKRÁNINGU LÍKUR Á HÁDEGI NÆSTA MÁNUDAG (mánudaginn 24. júní).  Nesarar skrá sig hjá Keflavík, farið inn á [email protected] og skráið hvað þið ætlið að keppa í og hvort verður keppt í flokki hreyfihamlaðra eða þroskahamlaðra.  Einnig hægt að hafa samband við Einar Haraldsson, formann Keflavíkur, sem sér um skráninguna í síma 421-3044 og 897-5204.  Keflavík er Ungmennafélag og Nesarar munu keppa undir merkjum Keflavíkur.  Keflavík sér um að greiða keppnisgjaldið fyrir keppendur (líka Nesara) en keppendur verða þar með að kaupa keppnispeysu frá Keflavík sem kostar 6000 kr ( er niðurgreidd um 2000 kr).

 

Í boccia er hægt að skrá sig bæði í einstaklings- og liðakeppni og má vera blandað í liði – mamma og pabbi, afi og amma og systkini sem dæmi.

 

Í frjálsum er hægt að skrá sig í 100 og 400 m hlaupi og hjólastólaakstri, langstökki með atrennu, kúluvarpi og spjótkasti.

 

Í sundi er keppt í 50m bringu, 50m skrið, 50m flug, 50m bak, 100m bringu, 100m skrið, 100m bak og 100m fjórsundi.

 

Keflavík mætir með 40-50 manna hóp á Selfoss og verður búið að afmarka svæði fyrir Keflavíkinga á tjaldsvæðinu.  Guðmundur Sigurðsson, formaður Nes, verður fararstjóri og tjaldbúðastjóri.

 

Með von um að við sjáumst í júlí á Selfossi

Bestu kveðjur

Stjórn Nes.

14.06.2013 15:07

NES er farið í sumarfrí !!!!

Takk innilega fyrir frábært kvöld á lokahófinu allir þeir sem sáu sér fært um að mæta á Lokahóf NES. Frábært kvöld með frábæru fólki. Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju en leggjum áherslu á að þið ÖLL eruð sigurvegarar. Þið gerið NES að því sem það er með að mæta og taka þátt. Það er yndislegt að sjá og upplifa hvað NES er orðið öflugt félag með frábæra iðkendur, aðstandendur sem standa þétt að baki iðkenda, menntaðarfulla þjálfara og góða velunnara. Takk fyrir frábært starf þetta ár og nú höldum við glöð í bragði í sumarið. NES er farið í sumarfrí (fyrir utan einhverja fótboltaæfingar og hugsanlega golf æfingar, nánar auglýst síðar, áhugasamir fylgist með á facebook: ( https://www.facebook.com/#!/ibrottafelagid.nes.1 ).
 

Sumarkveðja

Stjórn NES


 

  • 1
Flettingar í dag: 222
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 319
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 105741
Samtals gestir: 8269
Tölur uppfærðar: 2.2.2023 11:40:49

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar