Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes |
|||||||
11.10.2014 22:44Nes á góðri leið
Í dag, laugardaginn 11. október, fóru nokkrir stjornarmeðlimir og þjálfari í sundi á málþing á vegum ÍF tengt sundinu. Margt áhugavert var rætt þarna og fjallað mikið um íþróttafélag fatlaðra, eiga þau að vera sér (sem var skoðun meirrihlutans), hvernig eiga þau að starfa, hvernig er hægt að nálgast sem best væntanlegum iðkendum og hvert er hlutverk þeirra sem íþróttafélag og sem styrking félagslega. Það sem kom okku skemmtilega á óvart var hversu margir hafa verið að fylgjast með NES og þær breytingar sem hafa orðið á NES. Iðkendum NES fjölgar hratt og erum við mjög sýnilegt félag, eins og var orðað að NES er orðið þekkt "merki". Var talað um NES-líkanið og að önnur félög ætti að horfa til NES, hvað við værum að gera og búinn að gera því það væri augljóslega að virka mjög vel og árangur mjög sýnilegur. Við fengum mikið lof frá stjórnendum og þjálfurum úr öllum áttum og var sérstaklega talað um samstöðu innan félagsins og öflugir foreldrar sem skiptir sköpum í svona starfi. Er það skoðun okkar að þetta hrós eiga allir innan NES. Þetta væri aldrei hægt nema með stuðning og aðstoð þjálfara, stjórnar, foreldrafélags, styrktaraðilum, aðstandendum og síðast en ekki síst iðkendum. Til hamingju við öll, eigum og meigum vera stollt af þessum orðum til NES. Áfram NES 29.08.2014 20:2310 iðkendur frá Nes munu keppa á Alþjóðaleikum Special Olympics árið 2015Special Olympics nefnd ÍF hefur valið 42 þátttakendur til að keppa fyrir Íslands hönd á Alþjóðaleikum Special Olympics sem verða haldnir í Los Angeles, 25. júlí – 2. ágúst 2015. Ísland sendir 42 keppendur á leikana í sundi, frjálsum íþróttum, golfi, golfi unified, badminton unified, lyftingum, keilu, fimleikum og knattspyrnu. Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Nes mun eiga 10 þátttakendur á þessum flottum leikum. Þeir eru; Skrifað af Stjórn Nes 25.08.2014 21:46Æfingartafla NESÍþróttafélagið NES Æfingatafla 2014 – 2015
Sund Yngri Þriðjudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli) Fimmtudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli) Eldri Mánudagar kl. 19:00-20:00 (Vatnaveröld) Þriðjudagar kl. 19:30-20:30 (Akurskóli) Fimmtudagar kl. 18:45-19:45 (Akurskóli) Garpasund (eldri) Þriðjudagar kl. 18:15-19:15 (Heiðarskóli)
Frjálsar Yngri Mánudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli) Eldri Mánudagar kl. 18:15-19:15 (Heiðarskóli)
Fótbolti Þriðjudagar kl. 20:30-21:30 (Reykjaneshöllin) Föstudagar kl. 20:30-21:30 (Reykjaneshöllin)
Þematengdar æfingar Opnar æfingar Miðvikudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)
Boccia (eldri) Miðvikudagar kl.18:15-20:15 (Heiðarskóli)
Lyftingar (16 ára og eldri) Fimmtudagar kl.18:00-19:00 (íþr. Sunnubraut)
Æfingargjöld NES 2014-2015 Haustönn: 13 þús. kr. / Vorönn: 13 þús. kr. / Sumarönn: Fer eftir greinum Systkinaafsláttur er í boði (50% afsláttur af æfingargjöldum) Skrifað af Stjórn Nes 21.08.2014 08:41Æfingar hjá Nes hefjast á ný ...Kæru Nes-arar! Nú fer starfið hjá okkur í Nes að byrja aftur eftir gott sumarfrí. Næstkomandi mánudagskvöld, 25.ágúst, kl.19.00 í sal Myllubakkaskóla ætlum við að halda kynningarkvöld. Þar verður farið yfir starf vetrarins, hvaða þjálfarar verða hjá okkur, æfingatímar, hittingar o.s.frv. Hvetjum alla að mæta. 29.07.2014 11:22Styrkur til Nes
Þann 16. júlí sl. var haldin Skötumessa að sumri í Garðinum venju samkvæmt og tókst hún vonum framar. Frábær skemmtiatriði, góður matur og veittir styrkir til margra aðila. Nes vill hér nota tækifærið og þakka kærlega fyrir stuðninginn sem Nes fékk en Skötumessan styrkti ferðasjóð Nes um sem nemur 150.000 krónur. En að auki ákvað fyrirtækið Áfangar ehf að styrkja Nes einnig við sama tækifæri um 100.000 krónur og nam styrkurinn sem Nes fékk umrætt sinn því 250.000 krónum. Aldeilis frábært og þakkar Nes forráðamönnum Skötumessunnar og þeim Hjördísi og Smára hjá Áföngum ehf kærlega fyrir veittan stuðning. 07.07.2014 15:11Fréttatilkynning: Keppendur Íslands á EM fatlaðra í frjálsum
Ísland mun eiga þrjá fulltrúa á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum þetta sumarið en mótið fer fram í Swansea í Wales. Keppendur Íslands verða Helgi Sveinsson, Ármann, Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR og Arnar Helgi Lárusson, Nes.
Helgi er ríkjandi heimsmeistari í spjótkasti í flokki F42 og bætti hann Íslandsmetið sitt í greininni í Sviss í maímánuði þegar hann kastaði spjótinu 51,83 metra. Evrópumetið í flokki Helga er 52,74 metrar og í eigu Danans Jakob Mathiasen og hefur staðið síðan árið 2000.
Matthildur Ylfa keppir í flokki T og F 37 en hennar greinar á EM verða 400m. hlaup sem og langstökk. Matthildur á áttunda lengsta stökkið í langstökki í sínum flokki þetta árið en hún stökk 4.08m. í Grosseto á Ítalíu. Íslandsmet hennar í greininni utanhúss er 4.28m síðan 2012. Þá á Matthildur sjöunda besta tíma ársins í 400m. hlaupi í flokki T37 sem er 1:14,70 mín. en þeim tíma náði hún á opna meistaramótinu í Berlín.
Arnar Helgi Lárusson keppir í hjólastólakappakstri (e. Wheelchair Racing) og mun hann keppa í 100m. og 200m. hjólastólakappakstri. Arnar setti ný Íslandsmet í báðum greinum í Sviss í maímánuði en Íslandsmet hans í 100m. er 18,65 sek. og Íslandsmet hans í 200m. er 34,55 sek. Sem stendur er Arnar með 26. besta tíma ársins í 100m. og 23. besta tíma ársins í 200m.
Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum fer fram dagana 18.-23. ágúst næstkomandi en hér að neðan má nálgast keppnisdagskrá íslensku keppendanna í Swansea:
(birt með fyrirvara um mögulegar breytingar)
19. ágúst
Spjótkast, úrslit - Helgi Sveinsson F42
20. ágúst
100m hjólastólarace, úrslit - Arnar Helgi Lárusson T53
21. ágúst
langstökk, úrslit - Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir F37 200 hjólastólarace, úrslit - Arnar Helgi Lárusson T53
22. ágúst
400m úrslit - Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir T37 11.06.2014 07:22Nes aftur orðið að fyrirmyndarfélagiSá góði viðburður gerðist á lokahófi Nes í gær að Nes hlaut gæðaviðurkenningu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir íþróttastarf og rétt til að kalla sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ til næstu fjögurra ára. Viðurkenningin var fyrst afhent Nes 11. maí 2004. Á myndinni sést þegar Guðmundur Sigurðsson, formaður Nes veitir viðurkenningunni viðtöku frá Sigríði Jónsdóttur úr framkvæmdastjórn ÍSÍ. 10.06.2014 22:25Frábært Lokahóf hjá Nes- sumarfríTakk innilega fyrir FRÁBÆRT lokahóf kæru Nes-arar, aðstandendur, þjálfarar, stjórn og allir velunnarar Nes. Það var alveg frábært að sjá og upplifa hversu margir sáu sér fært um að vera með okkur í kvöld og meira segja sólin lét sig ekki vanta. Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju með sín verðlaun og viðurkenningar en minnum einnig á að mesti sigurinn er að vera með og taka þátt !!! Það eigið þið öll kæru Nes-arar mikið hrós fyrir, þið gerir Nes að því sem það er. Þið eruð frábær, öll sem eitt! Þess má einnig geta að í kvöld náði Nes merkum áfanga að hljóta viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag að nýju. Við fögnum því innilega og erum afar stolt af okkar flotta félagi, Áfram Nes. Með þessum orðum lýsum við því að sumarfrí hjá Nes er hafið.... Skrifað af Stjórn Nes 05.06.2014 13:57Lokahóf Nes
Lokahóf Nes verður haldið í 88-húsinu/Fjörheimum, Reykjanesbæ, þann 10.júní (þriðjudag) næstkomandi. Mæting er uppúr kl.18.30 en þá ætlum við að bjóða öllum Nes-urum, aðstandendum, þjálfurum, stjórn og velunnurum félagsins í smá grill og fínerí. Eftir grillið verða svo smá ræðuhöld, verðlaunaafhendingar, söngur og gleði. Frábær skemmtun sem við vonum að enginn Nes-ari missi af. 05.06.2014 13:55Bikar og Íslandsmót um helgina
24.05.2014 09:17Íslandsleikar Special Olympics eru á sunnudaginnÍslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða á KR velli, sunnudaginn 25. maí kl. 12.00 – 14.00Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða á KR velli, sunnudaginn 25. maí kl. 12.00 – 14.00 Keppt verður í 7 manna blönduðum liðum fatlaðra og ófatlaðra skv. reglum Unified football. Liðin eru skipuð 4 fötluðum og 3 ófötluðum. Heimir Hallgrímsson sér um upphitun og keppni hefst 12.15 en hann ásamt Lars Lagerbäck munu veita verðlaun. Special Olympics alþjóðasamtökin hafa innleitt keppnisreglur þar sem fatlaðir og ófatlaðir keppa saman í liði. Special Olympics samtökin standa að íþróttastarfi starfa fyrir fólk með þroskahömlun og þar eru allir sigurvegarar. www.Specialolympics.org Law Enforcement Torch Run for Special Olympics 19.05.2014 23:37
Samstarfssamningur
Íþróttafélagið Nes og Sveitarfélagið Garður hafa gert með sér samstarfssamning. Samningurinn felur m.a. í sér áherslu á það hvað Nes hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íþrótta-og félagsstarfi fatlaðra á Suðurnesjum. Með samkomulaginu skuldbindur Nes sig til að kynna vel þá starfsemi sem er í boði hjá félaginu fyrir íbúum Garðs og Sveitarfélagið Garður skuldbindur sig til að leggja starfseminni lið með fjárstuðningi. Nes skuldbindur sig til að halda uppi faglegu íþrótta-og félagsstarfi fyrir fatlaða í Garði og Sveitarfélagið Garður leggur Nes til fjárstuðning að upphæð kr. 350.000 á ári á gildistíma samningsins. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2015. Magnús Stefánsson bæjarstjóri Garðs og Guðmundur Sigurðsson formaður Íþróttafélagsins Nes undirrituðu samstarfssamningin í dag, þann 19. maí 2014 ásamt Sigurði Guðmundssyni sem er einn sjö Nesara sem munu taka þátt á Evrópuleikum Special Olympics í Belgíu í september 2014. Nes lýsir mikilli ánægju með samstarfið við Sveitarfélagið Garð. 04.04.2014 22:13
Flettingar í dag: 1539 Gestir í dag: 249 Flettingar í gær: 428 Gestir í gær: 78 Samtals flettingar: 212319 Samtals gestir: 29294 Tölur uppfærðar: 26.11.2024 12:44:14 |
Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Nafn: Íþróttafélagið NESTölvupóstfang: nes.stjorn@gmail.comAfmælisdagur: 17 nóvember 1991Staðsetning: Suðurnes, ÍslandÖnnur vefsíða: https://www.facebook.com/ibrottafelagid.nes.1Um: Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðningTenglar
Eldra efni
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is