Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

23.07.2021 18:25

Arnar Helgi Lárusson

 

 

Arnar Helga Lárusson ætlaði sér að hjóla fjögur hundruð kílómetra með höndunum á sólarhring á Suðurlandi núna í sumar. Arnar Helgi er lamaður frá brjósti eftir mótorhjólaslys en hann lenti í mótorhjólaslysi árið 2002, þá einungis 26 ára gamall. Hann lét þó það ekki stoppa sig og þrátt fyrir hreyfihömlunina snéri hann sér fljótlega að ýmsum íþróttum. Hann er einnig formaður SEM samtakanna, sem eru samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. Hægt er að skoða heimasíðu félagsins á vefslóðinni https://sem.is  Skemmtilegt er að segja frá að markmið Arnars Helga tókst en hann hjólaði 400 km á tveimur dögurm milli Hafnar í Hornafirði og Selfoss. Með það að markmiði að minna á mikilvægi hreyfingar fyrir hreyfihamlaða, safna fyrir búnaði fyrir hreyfihamlaða og gera fólki sem hefur lamast möguleika á að komast út að hljóla í náttúrunni á handknúnu fjallahjóli endurgjaldslaust.  Til að styðja við þetta verðuga verkefni þá eru upplýsingarnar  SEM samtökin, kennitala 510182-0739 – Reikningsnúmer 0323-26-001323. Skýring: Km400.

10 júlí tók hann svo þátt í Kia gullhringnum ásamt syni sínum Jón Garðari Arnarsyni þar sem þeir hjóluðu 43 km. Arnar Helgi var á tímanum 1:35:16 og Jón Garðar var á  tímanum 1:40:20 sem  skilaði honum 2.sæti í karlaflokki undir 19 ára. 

Arnar Helgi er flott fyrirmynd um að ekkert stoppar okkur nema okkar eigin hugsanir.

Endilega skoðið meira um Arnar Helga hér:

https://sem.is/product/fuglinn-fljugandi/

https://www.ruv.is/.../23/motvindur-alla-318-kilometrana...

15.07.2021 13:23

Páskaeggjagjöf til Nesiðkenda

 

Skiltagerð Reykjanesbæ færði iðkendum páskaegg að gjöf síðastliðna páska og þakkar Íþróttafélagið Nes Skiltagerð kærlega fyrir velvild við félagið. Hér eru myndir af viðburðnum. 

 
 

16.06.2021 14:58

Fulltrúar Íslands á Paralympics í Tokyo

Stjórn Íþróttasambands fatlaðra hefur valið þá fjóra einstaklinga sem verða fulltrúar Íslands á Paralympics í Tokyo í ágúst- og septembermánuði. Frjálsíþróttafólkið Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir(FH), Patrekur Andrés Axelsson (FH) og sundfólkið Már Gunnarsson (ÍRB) og Thelma Björg Björnsdóttir (ÍFR). Öll fjögur eru á meðal þeirra sem með árangri sínum áunnu Íslandi þessi fjögur sæti við leikana.

Hægt er að lesa fulla grein hér https://hvatisport.is/bergrun-patrekur-mar-og-thelma-fulltruar-islands-i-tokyo/ 

 

07.06.2021 15:39


Gleðilegt sumar

Íþróttafélagið Nes þakkar fyrir liðið íþróttaár og óskar ykkur gleðilegs sumar. Ný stundaskrá fyrir veturinn 2021-2022 kemur á heimasíðuna um miðjan ágúst.

Styddu starfið með barmerki

Eins og flestir vita lá íþróttastarf að mestu niðri og iðkendum fækkaði vegna ástandsins í þjóðfélaginu undanfarið ár. Vegna þess var lítil innkoma inn í félagið. Við ætlum hinsvegar að reyna okkar besta og höfum því byrjað að selja þessi flottu barmmerki með merki Íþróttafélagsins Nes.
Stykkið selst á 1500kr. 

Hvernig geturðu keypt barmerki?

Hægt er að senda okkur póst  á nes.stjorn@gmail.com eða hringja í aðila sem eru merktir meðal annars í stjórn hér á heimasíðunni, einnig er hægt að senda okkur fyrirspurnir um barmerkin á Facebooksíðu okkar sem er https://www.facebook.com/ibrottafelagid.nes.1 

 

 

 

Á liðnum aðalfundi í maí fengu iðkendur verðlaunapening og þakkir fyrir þáttöku liðins árs. Kosinn var nýr formaður Ragnar Birkir Bjarkarson og varaformaður Rut Vestmann, aðrir stjórnarmeðlimir haldast óbreyttir. Íþróttamaður ársins var verðlaunaður og að þessu sinn var það Ari Ægisson sem hreppti þann titil en hann  lenti í þriðja sæti í 1.500m hlaupi á Íslandsmót ÍF í frjálsum í mars síðastliðnum 

 

Með sumarkveðju,

Íþróttafélagið Nes

02.07.2020 16:19

2020-2021

Stundaskrá fyrir veturinn 2020-2021 verður birt um miðjan ágúst

28.02.2016 19:54

Dómaranámskeið Mánudaginn 29.sept ´16

"Oft er þörf á aðstoð en NÚ er NAUÐSYN!!!! Helgina 11.-13.mars mun Nes ásamt ÍF halda Íslandsmót í Sundi, Lyftingum og Boccia hér í Reykjanesbæ. Í tengslum við það vantar okkur sjálfboðaliða til að gerast Dómarar í Boccia á laugardeginum og sunnudeginum þessa umræddu helgi. Ef þú eða þið vitið um einhver sem hefur réttindi til að dæma í boccia og viljið hjálpa endilega látið okkur vit...a sem FYRST. En ef þið viljið hjálpa en hafið ekki dómararéttindi að þá verður haldið dómaranámskeið í íþróttahúsinu á Sunnubraut á MORGUN mánudag kl.19:00-21:00. Allir sem vettlingi geta valdið látið ALLA vita af þessu. Með fyrirfram þökk og vinsemd kveðja Stjórn NES

02.02.2016 12:40

Dómaranámskeið í Boccia frestast!

ATH! Dómaranámskeið í Boccia sem var fyrirhugað að halda í kvöld 2.febrúar kl.18.00 FRESTAST ...ný dagsetning á dómaranámskeiði verður auglýst síðar.
kveðja
Stjórn NES

23.12.2015 12:30

Rausnalegur styrkur til NES

Íþróttafélagið okkar Nes fékk í gærkvöldi peningaupphæð að fjárhæð kr.300.000,- frá Kristínu Erlu Guðmundsdóttur. Hún fagnaði 70 árum þann 13.desember sl. en hún afþakkaði gjafir en vildi af því tilefni færa Íþróttafélaginu Nes ofangreinda peningaupphæð, sem safnaðist í afmælisveislunni. Upphæð þessi fer í Styrktarsjóð Nes og Skötumessunar. En þangað geta iðkendur leitað eftir styrk þegar þeir taka þátt í alþjóðlegri íþróttakeppni á vegum Íþróttasambands Íslands og Special Olympics. Við þökkum enn og aftur Kristínu fyrir þennan rausnarlega styrk.

 

 

http://www.vf.is/mannlif/-veittu-samfelagsstyrki-i-minningu-latins-sonar/68609

23.12.2015 08:57

Jólakveðja

Íþróttafélagið Nes sendir öllum iðkendum sínum, aðstandendum, þjálfurum, styrktaraðilum og öðrum velunnurum félagsins bestu óskir um gleðiríka jólahátíð og velfarnaðar á komandi ári. Takk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða......

.....Minnum á að þann 29.des´15 næstkomandi verður haldið jólamót Nes í sundi (nánar auglýst þegar nær dregur) en fyrir utan það að þá er Nes komið í jólafrí og hefjast æfingar að nýju skv. dagskrá mánudaginn 4.janúar.
Kær jólakveðja
Stjórn Nes

 

07.12.2015 12:26

Öllum æfingum AFLÝST í dag, mánudag!!!

ATH mikilvægt-ALLIR LESA!!!!
Vegna mjög slæmrar veðurspáar hefur Nes ákveðið að aflýsa Öllum æfingum Í DAG, mánudag. Þjálfari í frjálsum vill koma þeim skilaboðum áleiðis að það er svo jólamót í frjálsum vikuna eftir á, keppt verður í kúluvarp, hástökk og hlaup og svo pizza eftir á handa öllum, hann ætlaði að kynna þetta á æfinguna í dag sem er núna aflýst.

09.11.2015 20:48

Frábær árangur hjá NES í sundi og Íslandsmet!!!

Sundsnillingarnir okkar í NES voru á Íslandsmóti ÍF í 25m laug um síðustu helgi og stóðu sig með eindæmum vel ....medalíur hjá flestum og margir að bæta tímana sína. Þetta voru þau Heiðrún Eva, Kristlaug Lilja, Ingólfur Már, Linda Björg, Ingibjörg Fríða, Róbert Salvar, Ástrós María, Már, Leó Austmann, Alexander, Óskar og Jósef. Innilega til hamingju öll sem eitt. Erum stolt af ykkur!! En þess ber einnig að geta að einn úr þessum flotta hópi setti eitt stykki Íslandsmet í 400 metra skriðsundi í flokki S12. En það var hann Már okkar Gunnarsson. Hann synti á 4.58,11 mín. Frábær árangur hjá þessum unga manni. Hjartanlega til hamingju Már! Erum stolt af þér!

 

24.08.2015 15:23

Æfingatafla Nes 2015-2016

Æfingatafla Nes

2015-2016

 

Sund

Yngri

Mánudagar    kl. 17:00-18:00 (Akurskóli)

Fimmtudagar   kl. 18:00-19:00 (Akurskóli)

Eldri

Mánudagar      kl. 17:45-19:00 (Akurskóli)

Fimmtudagar   kl. 18:45-20:00 (Akurskóli)

Föstudagar      kl. 18:00-19:00 (Vatnaveröld)

Garpasund (eldri)

Þriðjudagar      kl. 18:15-19:15 (Heiðarskóli)

 

Frjálsar

Yngri

Mánudagar      kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli) 

Eldri

Mánudagar      kl. 18:15-19:15 (Heiðarskóli)

 

Fótbolti

Þriðjudagar      kl. 20:30-21:30 (Reykjaneshöll)

Föstudagar       kl. 20:30-21:30 (Reykjaneshöll)

 

Boccia 

Fyrri æfing

Miðvikudagar  kl.17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Seinni æfing

Miðvikudagar kl.18.15-20.15 (Heiðarskóli)

 

Lyftingar (16 ára og eldri)

Fimmtudagar kl.18:00-19:00 (íþr. Sunnubraut)

Flettingar í dag: 1427
Gestir í dag: 194
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212207
Samtals gestir: 29239
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 12:22:52

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar