Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

17.01.2012 10:34

Minnum á Garpasundið.

Heil og sæl :)

Jæja æfingarnar þriðjudaginn 17.janúar eru svona:

Sund Yngri kl 17:15 - 18:15

GARPASUND kl 18:15 - 19:15 Garpasundið er hugsað fyrir ELDRI þar sem þið fáið æfingu í vatni og smá þjálfun.

Hlökkum til að sjá ykkur öll í sundi í dag :)

16.01.2012 11:15

Gaman :) Gaman.

Sæl öll :)

Vonandi hefur helgin verið ykkur góð :) Það má með sanni segja að margt er á prjónunum hjá okkur í NES :) Núna á næstu dögum verða frábærar fréttir sem munum gleðja einhver hjörtu :) Eins og við sögðum er verið að vinna í þessu og þegar allt er komið á hreint þá munum við segja frá :)

En minnum á þessar æfingar í dag :)

Frjálsar Yngri: kl 17:15 - 18:15
Frjálsar Eldri: kl 18:15 - 19:15

Sund eldri á sunnubrautinni kl 19:00 - 20:00

Sjáumst hress og kát :)

12.01.2012 15:24

Íþróttaskóli ÍFR.

Íþróttaskóli ÍFR fyrir hressa krakka

ÍFR stendur fyrir Íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 4-8 ára frá 21.janúar til 25.febrúar. Íþróttaskólinn er í boði einu sinni í viku alla laugardaga kl. 10.30 til 11.30

Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 4-8 ára en Íþróttarskólinn hefur aðsetur hjá Íþróttafélagi fatlaðra við Hátún 14 í Reykjavík. Best er að börnin séu berfætt/tátiljum og í þægilegum bol og buxum, ekki er þörf á sérstökum íþróttafatnaði.

Skráning er í síma 561-8226
Þátttökugjald er kr. 3.000,-

Í Íþróttaskólanum ætlum við að leysa ýmsar þrautir þar sem börnin þurfa að reyna á jafnvægi, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu og líkamlegan þroska sem og félagslegan. Þau læra að bera virðingu fyrir öðrum og vinna saman. Skynfærin þarf einnig að örva og samhæfa. Skólastjóri er Ása Guðbrandsdóttir sjúkraliðarnemi. Aðstoðarskólastjóri er Kara Rut Hanssen.
 
Nánari upplýsingar um skólann veitir Ása gegnum netfangið ithrottaskoli@gmail.com
Allar aðrar upplýsingar veitir Þórður í síma 561-8226 eða í netfangið ifr@ifr.is

10.01.2012 13:18

Æfingartöflur.

Hæ hæ

Eins og þið sjáið eru komnar upp æfingartöflur hér vinstrameginn á síðunni. Þar eru símanúmer og email ef þið þurfið að hafa samband við þjálfarana ykkar/okkar.

08.01.2012 17:38

Ótitlað

Sundæfingar á nýjum stað á morgun fyrir ELDRI :) Sundæfingin byrjar í Vatnaveröld sunnubraut kl 19:00 til  20:00 mánudaginn 9. janúar fyrir ELDRI :)

Frjálsar verða svo á sínum stað og sundið hjá þeim YNGRI mun ekkert breytast.

Garpasundið byrjar svo í sundlauginni Heiðarskóla kl 18:15 til 19:15 þriðjudaginn 10. janúar. Þau ykkar sem vilja fá hreyfinguna og smá æfingu í vatni er bent á að mæta :) Þessi sundtími verður vel eftirsóttur svo um að gera að mæta tímalega :) Sjáumst hress og kát :)

08.01.2012 17:30

Frábært Nýársmót í sundi.

Flott hjá sundfólkinu okkar í dag :) öll voru þau að standa sig úbber vel í sínum riðlum og megum við vera voða montin af þeim :) Til lukku öll þið eruð frábær :)

05.01.2012 07:27

Sundæfingar.

Sundæfingar eru eins og hér segir:

Eldri hópurinn:
Mánudagar: sundlaugin Sunnubraut (Vatnaveröld) kl. 19:00 - 20:00.
Fimmtudagar: sundlaugin Akurskóla kl. 18:30 - 19:30.


Yngri hópurinn:
Þriðjudagar: sundlaugin Heiðarskóla 17:15 - 18:15.
Fimmtudagar: sundlaugin Heiðarskóla kl 17:15 - 18:00.


GARPASUND.
Þriðjudagar: sundlaugin Heiðarskóla kl 18:15 - 19:15.
Þetta sund er fyrir þá sem vilja hreyfingu í vatni og rólegri tíma en eru á hinum sundæfingunum.


Sjáumst hress og kát á æfingum

05.01.2012 07:23

Fótboltaæfingar.

Nýr tími á fótboltanum hjá okkur.

Miðvikudagar  kl 21:30 - 22:20.

Föstudagar      kl 21:40 - 22:30.

Þetta eru tímarnir okkar fram að vori í Reykjaneshöllinni.
Sjáumst hress og kát á æfingu næsta föstudag ( 6.des )

02.01.2012 10:59

Gleðilegt nýtt NESár.

Gleðilegt nýtt ár kæru Nes-arar og vinir :) Æfingar byrja miðvikudaginn 4.janúar og er það Boccía og fótboltinn :) Sjáumst hress og kát á fyrstu æfingum þessa flotta árs 2012 :)

29.12.2011 18:09

Þeir sem eiga að mæta á Gamlársdag 2011

Sæl mín kæru :)

Þessir eiga að mæta á Gamlársdag kl 12:45 í íþróttahúsið í Njarðvík.
Vegna þess hve vel þið stóðuð ykkur á mótum fyrir NES á þessu ári.
Bryndís
Guðmundur Ingi.
Berglind.
Jakob Gunnar.
Siggi G.
Erla Sif.
Lára María.
Guðný og Árni.
Sóley.
Hafliði.
Ívar.
Villi.
Konni Ragnars.
Arnar Már.
Gestur.
Jóhann Rúnar.
Sandra.
Jobbi.
Guðmundur Markúsar.

Hlökkum til að sjá ykkur á Gamlársdag í íþróttahúsinu Njarðvík kl 12:45

kv Stjórnin.

29.12.2011 11:57

NÝJAR MYNDIR

NÝJAR MYNDIR KOMNAR Í ALBÚMIN OKKAR :) NJÓTIÐ VEL.

29.12.2011 11:30

Frábær sunskemmtun.

Rosalega var gaman í gær á sundmótinu okkar :) Þetta voru um 20 krakkar sem mættu og höfðu gaman í sundlauginni á Sunnubrautinni í Keflavík :) Komnar eru myndir inn á fésið en þær eru líka að detta hér inn :) Við vonum að þið hafið haft eins gaman og við og þökkum við enn og aftur Firðinum að mæta hjá okkur :) Vonandi er þetta komið til að vera :)

Sjáumst hress og kát á nýju ári.
Flettingar í dag: 1539
Gestir í dag: 249
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212319
Samtals gestir: 29294
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 12:44:14

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar