Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes |
|
Færslur: 2012 Janúar31.01.2012 11:34Æfingar þriðjudag 31.janúar28.01.2012 21:07íþróttamaður vikunnar 28.janúar.Nafn: Ástrós María Bjarnadóttir. Gælunafn: Hef ekkert gælunafn. Aldur: 12 ára. Uppáhaldsmynd: Hanna Montana the movie. Uppáhaldsmatur: Plokkfiskur. Uppáhaldsleikari: Hanna Montana Miley Cyrus. Uppáhaldslag : Öll með Miley Cyrus. Uppáhaldstónlist: Popp og Rokk. Tveir kostir og einn galli: Góð í að synda og passa börn, ekki góð í að vakna á morgnana. Hvern lítur þú upp til: Mömmu. Hvað syngur þú í sturtu: Syng bara í hljóði :) Besta Íþróttafélagið: NES. Hvað æfir þú: Sund og frjálsar. Hvað ætlar þú að verða er þú verður stór: Leikskólakennari,gangavörður,heimilisfræðikennari,sundkennari,hjúkka og vinna í fiski hjá afa. Hvað langar þig mest í: Fartölvu,sjónvarp,snertiskjásíma og myndavél. Þetta er hún Ástrós okkar og þökkum við henni fyrir frábær svör. Haltu áfram að vera svona glöð og kát og alltaf með bros á vör :) 27.01.2012 11:17Nýr tími í fótboltanumNýr tími á fótboltaæfingum á föstudögum :) Nú erum við kl 20:30 - 21:20 í Reykjaneshöllinni auðvitað :) Þá eru tímarnir okkar svona: Miðvikudagar: 21:30 - 22:20 Föstudagar: 20:30 - 21:20 Og auðvitað erum við alltaf í Reykjaneshöllinni :) 26.01.2012 12:33Æfingar falla niður.Æfingar falla niður í dag fimmtudaginn 26.janúar vegna veðurs og færðar. Við sjáumst bara hress og kát á næstu æfingu. kv Ingi Þór 25.01.2012 14:43Íslenski hesturinn.Miðvikudagur 25. janúar 2012 10:44
Íslenski hesturinn og fólk með fötlunÍþróttasamband fatlaðra og Hestamannafélagið Hörður, Mosfellsbæ, standa fyrir ráðstefnu um hestamennsku fyrir fólk með fötlun laugardaginn 11.febrúar 2012 kl. 10.00 - 16.00. Íslenski hesturinn hefur reynst vel við þjálfun og endurhæfingu fólks með fötlun. Hestaíþróttir eru keppnisgrein á ólympíumótum fatlaðra og á alþjóðaleikum Special Olympics og á Íslandi er verið að þróa keppnisform fyrir fólk með fötlun. Markhópur ráðstefnu eru þeir sem unnið hafa að þessum málum og aðrir sem áhuga hafa 10.00 - 12.00 Félagsheimili Hestamannafélagsins Harðar, Mosfellsbæ 10.00 - 10.15 Kynning á verkefnum starfshóps um þessi mál og dagskrá námskeiðs 13.00 - 15.000 Reiðhöll Hestamannafélagsins Harðar Sjúkraþjálfun á hestbaki: Stutt kynning Þátttökugjald er kr. 3.000. - Innifalið er hádegisverður og kaffi. Vinsamlega staðfestið skráningu fyrir þriðjudag 7 febrúar 2012 í netfang; 24.01.2012 21:56Gleðifréttir.Gaman að segja frá því að 7 strákar frá NES hafa verið valdnir til að fara út með fótboltaliðum í sumar. Farið verður til Danmerkur og Írlands og fara 3 til Danmerkur og 4 til Írlands. Þetta eru : Danmörk: Vilhjálmur ( Villi ) Eðvarð ( Eddi ) Ari Ægis. Írland: Sigurður ( Siggi G ) Guðmundur ( Gummi Markúsar ) Jakob Gunnar Jósef ( Jobbi ) Til hamingju strákar með að hafa verið valdnir fyrir hönd NES. 24.01.2012 14:30Þriðjudagurinn 24.janúar.Halló halló :) Sundæfing yngri kl 17:15 - 18:15 :) GARPASUND HEIÐARSKÓLA kl 18:15 - 19:15 :) Sjáumst hress og kát :) 23.01.2012 22:30ÓtitlaðFlottar æfingar að baki hjá NES þennan fallega mánudag og vikan bara rétt að byrja. Nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja mættu á svæðið og eru þjálfarar búnir að raða þeim niður á allar æfingar, afar ánægulegt. Þessir flottu nemendur verða iðkendum hjá NES til halds og trausts á æfingum næstu mánuði, flott mál. Það var afar ánægjulegt að sjá hve margir iðkendur mættu á sundæfingu á Sunnubraut, Vatnaveröldina. Gaman að segja frá því að sundið er að taka alveg svakalega kipp hjá okkur sem er bara gott mál. Viljum þó minna á að það er alltaf pláss fyrir fleiri að koma á ALLAR ÆFINGAR, yngri sem eldri. Það er svo gaman að hitta ykkur flotta fólk. 23.01.2012 10:41Ný vika :)Jæja ný vika byrjuð og þá byrja nýjar æfingar :) FRJÁLSAR YNGRI KL 17:15 - 18:15 FRJÁLSAR ELDRI KL 18:15 - 19:15 SUND ELDRI KL 19:00 - 20-00 SUNNUBRAUT. Við áttum flotta sundmenn/konu á Reykjavíkurmótinu um helgina :) Guðmundur, Siggi G og Ástrós voru að keppa fyrir hönd NES :) Guðmunudur og Ástrós komust á verðlaunapall og ÖLL BÆTTU þau sig í sínum greinum :) Til hamingju með þennan frábæra árangur :) Sjáumst hress og kát á æfingum. Það eru komnar nýjar myndir inn. 22.01.2012 16:09ÓtitlaðÞá er sundmótið "Reykjavík International Games 2012" lokið, sem var núna alla helgina. NES átti þrjá þátttakendur á mótinu;Sigurð Guðmundss, Guðmund Inga og Ástrósu Maríu. Þau stóðu sig öll rosa vel og voru öll að bæta sig í tíma og náðu að koma heim með tvo verðlaunapeninga. Við megum vera mikið stolt af þessum flottu sundgörpum. Til hamingju krakkar með flottan árangur!!! ÁFRAM NES :) Skrifað af NES 19.01.2012 22:02Íþróttamaður vikunnar.Íþróttamaður vikunnar 19.janúar 2012 Nafn: Lára Ingimundardóttir. Aldur: 40. ára. Núverandi skóli/vinna: Kaffitár. Hvaða íþrótt æfir þú: Boccía og Frjálsar. Hvert er uppáhalds lagið þitt: Februari Josh Groban. Hver er uppáhalds bíómyndin þín: Superman ( allar). Hvert langar þig að ferðast: Spánar Alicante. Hvað langar þig mest í: Kærasta á hvítum hesti. Tveir kostir og einn galli: Ákveðin, Skemmtileg, en get verið erfið. Helsta fyrirmynd: Pabbi og systir mín Helga. Hvaða lag syngur þú í sturtu: Ýmsir flytjendur. Hvaða tónlist hlustar þú á: Hipp Hopp og Kirkjutónlist. Lélegasti sjónvarpsþáttur : Clown á Ruv. Uppáhaldsíþróttafélag: Njarðvík. Uppáhaldsmaturinn: Hangikjöt og soðinn fiskur. Lífsmottó: Finnst gott að fólk líður vel í kringum mig :) Þökkum við Láru fyrir að vera svona flott og frábær NES-ari. 18.01.2012 21:47ÓtitlaðLoksins komnar inn myndir af NÝÁRSMÓTINU sem ÍF hélt þann 8.janúar síðastliðinn (sjá myndaalbúm). Þetta var barna- og unglingamót, fyrir 17 ára og yngri, sem er haldið alltaf árlega í Laugardalslauginni. Í ár sló NES öll fyrri mætingarmet því 11 krakkar mættu galvösk til leiks og kepptu fyrir hönd NES. Þessir flottu sundgarpar stóðu sig öll rosalega vel og voru mörg hver að stíga sín fyrstu spor í því að keppa á svona stóru móti. Svo þetta var stór stund. Við hjá NES megum vera mjög hreykin af þessum flottu krökkum sem eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér. ÁFRAM NES 18.01.2012 11:52ENGIN FÓTBOLTAÆFING Í KVÖLD.SÆL ÖLL. ENGIN FÓTBOLTAÆFING VERÐUR Í KVÖLD 18.JANÚAR ÞAR SEM SPÁIN ER EKKI GÓÐ. EN VIÐ SJÁUMST BARA HRESS Á FÖSTUDAGINN Í STAÐIN. 18.01.2012 10:13ÆFINGAR FALLA NIÐUR Í DAG 18 .JANÚAR.ATHUGIÐ - ATHUGIÐ. ÞAR SEM VEÐURSPÁ ER SLÆM FYRIR DAGINN Í DAG MUNU BOCCÍAÆFINGAR FALLA NIÐUR HJÁ ÖLLUM FLOKKUM Í DAG 18.JANÚAR. SEM SÉ ENGAR ÆFINGAR Í BOCCÍA Í DAG.
Flettingar í dag: 1864 Gestir í dag: 365 Flettingar í gær: 428 Gestir í gær: 78 Samtals flettingar: 212644 Samtals gestir: 29410 Tölur uppfærðar: 26.11.2024 16:08:21 |
Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Nafn: Íþróttafélagið NESTölvupóstfang: nes.stjorn@gmail.comAfmælisdagur: 17 nóvember 1991Staðsetning: Suðurnes, ÍslandÖnnur vefsíða: https://www.facebook.com/ibrottafelagid.nes.1Um: Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðningTenglar
Eldra efni
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is