Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

23.07.2021 18:25

Arnar Helgi Lárusson

 

 

Arnar Helga Lárusson ætlaði sér að hjóla fjögur hundruð kílómetra með höndunum á sólarhring á Suðurlandi núna í sumar. Arnar Helgi er lamaður frá brjósti eftir mótorhjólaslys en hann lenti í mótorhjólaslysi árið 2002, þá einungis 26 ára gamall. Hann lét þó það ekki stoppa sig og þrátt fyrir hreyfihömlunina snéri hann sér fljótlega að ýmsum íþróttum. Hann er einnig formaður SEM samtakanna, sem eru samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. Hægt er að skoða heimasíðu félagsins á vefslóðinni https://sem.is  Skemmtilegt er að segja frá að markmið Arnars Helga tókst en hann hjólaði 400 km á tveimur dögurm milli Hafnar í Hornafirði og Selfoss. Með það að markmiði að minna á mikilvægi hreyfingar fyrir hreyfihamlaða, safna fyrir búnaði fyrir hreyfihamlaða og gera fólki sem hefur lamast möguleika á að komast út að hljóla í náttúrunni á handknúnu fjallahjóli endurgjaldslaust.  Til að styðja við þetta verðuga verkefni þá eru upplýsingarnar  SEM samtökin, kennitala 510182-0739 – Reikningsnúmer 0323-26-001323. Skýring: Km400.

10 júlí tók hann svo þátt í Kia gullhringnum ásamt syni sínum Jón Garðari Arnarsyni þar sem þeir hjóluðu 43 km. Arnar Helgi var á tímanum 1:35:16 og Jón Garðar var á  tímanum 1:40:20 sem  skilaði honum 2.sæti í karlaflokki undir 19 ára. 

Arnar Helgi er flott fyrirmynd um að ekkert stoppar okkur nema okkar eigin hugsanir.

Endilega skoðið meira um Arnar Helga hér:

https://sem.is/product/fuglinn-fljugandi/

https://www.ruv.is/.../23/motvindur-alla-318-kilometrana...

Flettingar í dag: 1637
Gestir í dag: 283
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212417
Samtals gestir: 29328
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 14:17:36

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar