Gleðilegt sumar"/>

Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

07.06.2021 15:39


Gleðilegt sumar

Íþróttafélagið Nes þakkar fyrir liðið íþróttaár og óskar ykkur gleðilegs sumar. Ný stundaskrá fyrir veturinn 2021-2022 kemur á heimasíðuna um miðjan ágúst.

Styddu starfið með barmerki

Eins og flestir vita lá íþróttastarf að mestu niðri og iðkendum fækkaði vegna ástandsins í þjóðfélaginu undanfarið ár. Vegna þess var lítil innkoma inn í félagið. Við ætlum hinsvegar að reyna okkar besta og höfum því byrjað að selja þessi flottu barmmerki með merki Íþróttafélagsins Nes.
Stykkið selst á 1500kr. 

Hvernig geturðu keypt barmerki?

Hægt er að senda okkur póst  á nes.stjorn@gmail.com eða hringja í aðila sem eru merktir meðal annars í stjórn hér á heimasíðunni, einnig er hægt að senda okkur fyrirspurnir um barmerkin á Facebooksíðu okkar sem er https://www.facebook.com/ibrottafelagid.nes.1 

 

 

 

Á liðnum aðalfundi í maí fengu iðkendur verðlaunapening og þakkir fyrir þáttöku liðins árs. Kosinn var nýr formaður Ragnar Birkir Bjarkarson og varaformaður Rut Vestmann, aðrir stjórnarmeðlimir haldast óbreyttir. Íþróttamaður ársins var verðlaunaður og að þessu sinn var það Ari Ægisson sem hreppti þann titil en hann  lenti í þriðja sæti í 1.500m hlaupi á Íslandsmót ÍF í frjálsum í mars síðastliðnum 

 

Með sumarkveðju,

Íþróttafélagið Nes

Flettingar í dag: 1637
Gestir í dag: 283
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212417
Samtals gestir: 29328
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 14:17:36

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar