Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

30.03.2015 14:17

Tímasetningar Íslandsmótsins og lokahófið í Gullhömrum

 

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia, borðtennis, frjálsum íþróttum og lyftingum fer fram helgina 10.-12. apríl næstkomandi. Keppni í boccia, frjálsum og lyftingum fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði en keppni í borðtennis fer fram í Íþróttahúsi ÍFR að Hátúni í Reykjavík. Lokahóf Íslandsmótsins fer svo fram í Gullhömrum í Grafarvogi þar sem húsið verður opnað kl. 18:00 sunnudagskvöldið 12. apríl.

 

Tímaseðill Íslandsmótsins

 

Föstudagur 10. apríl

Frjálsar íþróttir – Kaplakriki – upphitun kl. 18 og keppni kl. 19

 

Laugardagur 11. apríl

Boccia – Kaplakriki – 9.30 fararstjórafundur – 10:30 mótssetning – 11:00 keppni hefst

Lyftingar – Kaplakriki – 11:00 vigtun – 13:00 keppni hefst

Borðtennis – Íþróttahús ÍFR – keppni hefst kl. 11:00

 

Sunnudagur 12. apríl

Boccia 11:00-15:00

Lokahóf ÍF í Gullhömrum í Grafarvogi – húsið verður opnað kl. 11:00.

 

 

Lokahófið 12. apríl

Eins og áður segir verður húsið opnað kl. 18:00 og borðhald hefst kl. 19. Verð á mann er kr. 7000. Veislustjórar verða þeir Ingvar Valgeirsson og Hlynur Ben.

 

Matseðill

 

Forréttur

Asparssúpa með nýbökuðu brauði

 

Aðalréttur

Hægeldað nautafillet með kartöflubátum,grænmeti og rjómalagaðri piparsósu.

 

Eftirréttur

Sukkulaðifrauð með ferskum berjum og vanillurjóma.

 

 

Kveðja/ Regards
 

Jón Björn Ólafsson

Þjónustu- og íþróttafulltrúi ÍF

Sports Director

NPC Iceland/ SO Iceland

Flettingar í dag: 1637
Gestir í dag: 283
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212417
Samtals gestir: 29328
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 14:17:36

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar