Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

01.12.2014 07:36

Framkvæmdarstjóri hjá Nes

 

Stjórn Nes hefur ákveðið að ráða framkvæmdarstjóra til reynslu í 6 mánuði. Um hlutastarf er að ræða og mun framkvæmdarstjórinn sjá um daglegan rekstur og aðstoða stjórn við að halda áfram frábærri starfsemi Nes. Nes hefur stækkað mikið undan farin ár og er svo komið að vinnan í kringum rekstur Nes er orðin talsverður og ekki raunhæft að reka félagið lengur á eingöngu sjálfboðavinnu. Við teljum að Nes hafi fengið frábæran einstakling í þessari stöðu, sem hefur mikinn áhuga, reynslu og metnað. Hinn nýráðni framkvæmdarstjóri heitir Íris Jónsdóttir og er búsett í Keflavík. Hún hefur mikla reynslu af að vinna með fólki og hefur komið að margvíslegum rekstri sem er frábær blanda fyrir Nes. Í desember mun Íris mæta á æfingar og jólamót Nes og kynna sér starfsemina og hitta þjálfara og iðkendur og eru allir beðnir um að taka vel á móti henni.

Kveðja
Stjórn Nes

Flettingar í dag: 1637
Gestir í dag: 283
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212417
Samtals gestir: 29328
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 14:17:36

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar