Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

29.08.2014 20:23

10 iðkendur frá Nes munu keppa á Alþjóðaleikum Special Olympics árið 2015

Special Olympics nefnd ÍF hefur valið 42 þátttakendur til að keppa fyrir Íslands hönd á Alþjóðaleikum Special Olympics sem verða haldnir í Los Angeles, 25. júlí – 2. ágúst 2015. Ísland sendir 42 keppendur á leikana í sundi, frjálsum íþróttum, golfi, golfi unified, badminton unified, lyftingum, keilu, fimleikum og knattspyrnu. Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Nes mun eiga 10 þátttakendur á þessum flottum leikum. Þeir eru;
Vilhjálmur Þ Jónsson - Boccia
Ástrós María Bjarnadóttir- Sund
Bryndís Brynjólfsdóttir- Frjálsar
Bjarki Guðnason-Golf unified
Heiða Guðnadóttir-Golf unified
Sigurður Guðmundsson-Knattspyrna
Jakob Gunnar Lárusson-Knattspyrna
Jósef Daníelsson-Knattspyrna
Konráð Ólafur Eysteinsson-Knattspyrna
Ragnar L Ólafsson-Knattspyrna

....Við óskum þessum einstaklingum hjartanlega til hamingju með valið og erum afar stolt og þakklát yfir því hversu margir Nesarar voru valdir úr okkar flotta íþróttahópi.

Flettingar í dag: 1836
Gestir í dag: 357
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212616
Samtals gestir: 29402
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 15:17:04

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar