Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

23.01.2014 20:21

Viltu komast í frábæran félagsskap og æfa með öflugu íþróttafélagi?

NES, íþróttafélag Fatlaðra á Suðurnesjum, býður alla velkomna sem eiga við einhverskonar fötlun eða skerðingu að stríða frá aldrinum 4 ára og uppúr. NES býður uppá reglulegar æfingar í íþróttagreinunum; sundi, boccia, frjálsum íþróttum og fótbolta (14 ára og eldri). Æfingastaðir eru í íþróttasal og sundlaug Heiðarskóla, sundlaug Akurskóla, sundlauginni á Sunnubraut (Vatnaveröld) og í Reykjaneshöllinni. Þjálfarar NES eru sjö talsins og er fagfólk fram í fingurgóma.  Ásamt æfingum eru reglulegir hittingar þar sem iðkendur eiga góða stund saman. Misjafnt er hvað er gert hverju sinni eins og  t.d. núna í janúar munum við hafa sundhitting.  Alltaf mikil gleði og stuð hjá okkur í NES.                 

Með þessari grein langaði okkur í Nes að minna á okkar flottu starfssemi og bjóða nýjum iðkendum að koma á prufuæfingar hjá okkur í tvær vikur án endurgjalds og sjá hvort okkar flotta íþróttafélag sé eitthvað fyrir viðkomandi. Æfingargjöld í NES, á haustönn eru 13 þús.kr. fyrir iðkanda, 13 þús kr. á vorönn  og sirka 5 þús kr. á sumarönn (sé slíkt í boði, misjafnt eftir greinum). Hver einstaklingur velur svo  á hvaða æfingar það vill mæta, velkomin á þær allar (sjá æfingartöflu)!!!

Kveðja

Þjálfarar og stjórn NES

 

Íþróttafélagið NES Æfingatafla 2013 – 2014

Sund

Yngri

Þriðjudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Fimmtudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Eldri

Mánudagar kl. 19:00-20:00 (Vatnaveröld)

Þriðjudagar kl. 19:30-20:30 (Akurskóli)

Fimmtudagar kl. 18:45-19:45 (Akurskóli)

 

Garpasund (eldri)

Þriðjudagar kl. 18:15-19:15 (Heiðarskóli)

 

Frjálsar

Yngri

Mánudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Eldri

Mánudagar kl. 18:15-19:15 (Heiðarskóli)

 

Fótbolti (eldri)

Þriðjudagar kl. 20.30-21.30 (Reykjaneshöllin)

Föstudagar kl. 20.30-21.30 (Reykjaneshöllin)

 

Boccia

Yngri

Miðvikudagar kl. 17:15-18:15 (Heiðarskóli)

Eldri

Miðvikudagar kl.18:15-20:15 (Heiðarskóli)

Flettingar í dag: 1637
Gestir í dag: 283
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212417
Samtals gestir: 29328
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 14:17:36

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar