Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

05.01.2014 10:18

Gleðilegt ár allir Nesarar nær og fjær og takk fyrir það liðna.

 

Æfingar Nes árið 2014 byrja á eftirfarandi tímum:

 

Frjálsar byrja mánudaginn 13. janúar og vakin er athygli á því að við munum hafa æfingarnar eins og var „í gamla daga“, yngri mæta kl.  17:15-18:15 og eldri mæta kl. 18:15-19:15.  Við munum hætta að hafa þrekæfingar í seinni tímanum.  Höfum þetta aftur yngri og eldri.  Veriði dugleg að mæta mánudaginn 13. janúar og Elísabet mun fara vel yfir þetta með ykkur þá.  Stefnum að því að mæta á „yngri“ og „eldri“ æfingar frá og með mánudeginum 20. janúar.

 

Knattspyrnuæfingar byrja þriðjudaginn 7. janúar kl. 20:30.  Hvetjum sem flesta til að mæta enda er spennandi verkefni framundan.

 

Garpasundið byrjar þriðjudaginn 7. janúar kl. 18:15-19:15.  Hvetjum alla sem vilja stunda holla hreyfingu í vatni til að mæta.  Margt skemmtilegt framundan.

 

Sundið byrjar með hefðbundnu sniði mánudaginn 6. janúar kl. 19:00-20:00 í Vatnaveröld.

 

Boccia byrjar með hefðbundnu sniði miðvikudaginn 8. janúar kl. 17:15-18:15 með boccia yngri.

 

Hvetjum alla til að mæta vel á allar æfingar og leggja sig alla fram á þeim vegna þess að æfingin skapar meistarann en umfram allt að hafa gaman, hitta vini og kunningja og skemmta öðrum.

 

Kveðja

Nes

Flettingar í dag: 1637
Gestir í dag: 283
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212417
Samtals gestir: 29328
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 14:17:36

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar