Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

09.11.2013 11:00

Um framkvæmd kyndilhlaups lögreglumanna

Keppendur Íslandsleika Special Olympics sunnudaginn 10. nóvember 2013 og aðrir sem vilja fylgjast með kyndilhlaupi lögreglumanna á undan leikunum.

 

  1. Mæta klædd eftir veðri.
  2. Mæta í keppnistreyjum sínum, mæta tilbúin til leiks.
  3. Þau sem koma á bifreið að leggja bifreiðinni við Reykjaneshöllina. 
  4. Mæta ekki seinna en kl. 10:00 hjá Reykjaneshöllinni.
  5. Keppendur og aðrir eru kvattir til að fylgjast með tendrun kyndilsins hjá lögreglustöðinni í Keflavík.
  6. Þau sem vilja ekki fylgjast með tendrun kyndilsins eða vilja ekki hlaupa með kyndlinum frá Brunavörnum Suðurnesja þá er það allt í lagi og þau bíða hjá Reykjaneshöllinni.
  7. Þau sem vilja fylgjast með tendrun kyndilsins verða að vera mætt hjá lögreglustöðinni í Keflavík ekki seinna en kl. 10:15.
  8. Kyndillinn verður tendraður kl. 10:20.
  9. Eftir að kyndillinn hefur verið tendraður hleypur lögreglan af stað með kyndilinn norður Hringbraut.  Keppendur hins vegar rölta yfir að Brunavörnum Suðurnesja sem er í um 50m fjarlægð og bíða þar eftir því að lögreglumennirnir komi hlaupandi þangað með kyndilinn.
  10. Þegar lögreglumennirnir koma hlaupandi með kyndilinn að Brunavörnum Suðurnesja taka keppendur vel á móti þeim með lófaklappi.  Lögreglumennirnir stoppa stutta stund og keppendur fá að skoða kyndilinn.  Svo hlaupa allir af stað saman en með þeim hætti að einn lögreglumaður og einn keppandi (Guðmundur Sigurðsson, lögreglumaður og Sigurður Guðmundsson í Nes) hlaupa fremst og saman með kyndilinn frá Brunavörnum Suðurnesja og að Reykjaneshöllinni.
  11. Þeir keppendur sem ákváðu að bíða hjá Reykjaneshöllinni mynda göng og taka fagnandi og með lófaklappi á móti kyndlinum.  Setning fer fram utandyra.
  12. Guðmundur með afhenda kyndilinn til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum, og Sigríður ásamt Sigurði Guðmundssyni kveikja eld leikanna með kyndlinum.  Eldurinn mun síðan loga meðan á leikunum stendur.
  13. Að setningu lokinni fara allir keppendur inn í Reykjaneshöllina og upphitun hefst.
Flettingar í dag: 1761
Gestir í dag: 335
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212541
Samtals gestir: 29380
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 14:38:43

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar