Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes |
|
07.10.2013 19:36Boltadagur ÍF og ÖssurarSæl öllsömulMinnum á boltadag ÍF og Össurar í Garðabæ næstkomandi föstudag.Boltadagur ÍF og Össurar
Föstudaginn 11. október næstkomandi munu Æskubúðir ÍF og Össurar standa saman að boltadegi í Ásgarði í Garðabæ. Dagurinn er ætlaður börnum með fötlun sem eru 13 ára og yngri. Nemendur við Íþróttafræðadeild Háskóla Íslands munu sjá um framkvæmd boltadagsins sem hefst kl. 17:00 og stendur til 18:30. Öll börn 13 ára og yngri með fötlun eru velkomin. Við hvetjum einnig til þess að systkini þeirra sem sækja boltadaginn taki þátt í verkefninu sem og mamma og pabbi að sjálfsögðu. Boltadagurinn er öllum að kostnaðarlausu. Æskubúðir ÍF og Össurar hafa staðið að nokkrum verkefnum, t.d. boltadegi í Laugardalshöll sem tókst mjög vel til sem og sunddagur, frjálsíþróttadagur, útileikjadagur og fleira. Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra í síma 514 4080 eða á if@isisport.is
Kveðja/regards, Jón Björn Ólafsson Þjónustusvið ÍF/Service Manager Íþróttasamband fatlaðra/NPC Iceland Sími/phone: +354 5144080 GSM/mobile: +354 8681061 Flettingar í dag: 1761 Gestir í dag: 335 Flettingar í gær: 428 Gestir í gær: 78 Samtals flettingar: 212541 Samtals gestir: 29380 Tölur uppfærðar: 26.11.2024 14:38:43 |
Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Nafn: Íþróttafélagið NESTölvupóstfang: nes.stjorn@gmail.comAfmælisdagur: 17 nóvember 1991Staðsetning: Suðurnes, ÍslandÖnnur vefsíða: https://www.facebook.com/ibrottafelagid.nes.1Um: Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðningTenglar
Eldra efni
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is