Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

01.07.2013 23:08

Arnar Helgi Lárusson að keppa á HM fatlaðra

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Lyon í Frakklandi dagana 19.-28. júlí næstkomandi. Ísland mun eiga þrjá fulltrúa á mótinu en það eru þau Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, Helgi Sveinsson og Arnar Helgi Lárusson.
 
Matthildur Ylfa mun keppa í 100m og 200m hlaupi sem og langstökki en hún keppir í flokki F og T 37 sem er flokkur hreyfihamlaðra. Helgi keppir í spjótkasti í flokki F 42 og þá mun Arnar Helgi keppa í 100m og 200m spretti í hjólastólakappakstri en Arnar hlaut boð á HM sem eini keppandinn frá Íslandi í hjólastólakappakstri. Boð þessi eru oftar en ekki kölluð „Wild Card“ eða „Direct Invitation“ og er þeim úthlutað til þjóða sem m.a. eru að gangsetja nýjar íþróttagreinar eins og í þessu tilfelli. Arnar hefur frá áramótum rutt veginn að nýju í hjólastólakappakstri eða síðan nafni hans Arnar Klemensson lét til sín taka á níunda áratugnum en síðan þá hafa orðið gríðarlegar breytingar í íþróttinni.
 
Íslenski hópurinn – félag – fötlunarflokkur
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir – ÍFR – T og F 37
Helgi Sveinsson – Ármann – T 42
Arnar Helgi Lárusson – Nes – T 53

Stjórn Nes óskar Arnari, Matthildi og Helga velfarnaðar á mótinu og sendir þeim baráttukveðjur.

Stjórn Nes

Flettingar í dag: 1836
Gestir í dag: 357
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212616
Samtals gestir: 29402
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 15:17:04

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar