Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

07.05.2012 20:38

Í NES er nóg um að vera ....

Jæja sæl veriði kæru NES-arar og vinir

Eitthvað höfum við verið löt að setja inn fréttir hingað á þetta blogg okkar, afsakið það!! Við erum mun DUGLEGRI að setja inn fréttir á facebook, svo vonandi hefur þetta ekki haft nein svakaleg áhrif.
En síðan síðast, var bloggað hér, hefur NES unnið frækna sigra á mótum sbr. gull og silfur á Hængsmóti á Akureyri og lenti einnig í 3. sæti í sveitakeppni á sama móti. Til lukku með þetta flotta fólk! 
Til viðbótar við þetta hafa NES-arar verið duglegir að mæta á æfingar síðastliðnar vikur í öllum flokkum og eru stöðugt að bæta sig sem er alveg FRÁBÆRT.  Framundan er nóg um að vera í mótum hjá NES-urum sbr. næstkomandi helgi 11-13.maí verður Norðurlandamótið í Boccia í Laugardalshöllinni, þann 17.maí á Víkingsvelli verða Íslandsleikarnir fyrir knattspyrnu í samstarfi við Special Olympics á Íslandi, KSÍ og knattspyrnufélagið Víking og þann 19.maí verður sundmót Asparinnar sem verður haldið í Laugardalslauginni.  Við óskum NES-urum góðs gengis á þessum komandi mótum og lofum að standa okkur betur í því að uppfæra hér á þessari síðu.

Þangað til næst ......ÁFRAM NES :)

Flettingar í dag: 1860
Gestir í dag: 363
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212640
Samtals gestir: 29408
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 15:38:42

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar