Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

12.01.2012 15:24

Íþróttaskóli ÍFR.

Íþróttaskóli ÍFR fyrir hressa krakka

ÍFR stendur fyrir Íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 4-8 ára frá 21.janúar til 25.febrúar. Íþróttaskólinn er í boði einu sinni í viku alla laugardaga kl. 10.30 til 11.30

Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 4-8 ára en Íþróttarskólinn hefur aðsetur hjá Íþróttafélagi fatlaðra við Hátún 14 í Reykjavík. Best er að börnin séu berfætt/tátiljum og í þægilegum bol og buxum, ekki er þörf á sérstökum íþróttafatnaði.

Skráning er í síma 561-8226
Þátttökugjald er kr. 3.000,-

Í Íþróttaskólanum ætlum við að leysa ýmsar þrautir þar sem börnin þurfa að reyna á jafnvægi, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu og líkamlegan þroska sem og félagslegan. Þau læra að bera virðingu fyrir öðrum og vinna saman. Skynfærin þarf einnig að örva og samhæfa. Skólastjóri er Ása Guðbrandsdóttir sjúkraliðarnemi. Aðstoðarskólastjóri er Kara Rut Hanssen.
 
Nánari upplýsingar um skólann veitir Ása gegnum netfangið ithrottaskoli@gmail.com
Allar aðrar upplýsingar veitir Þórður í síma 561-8226 eða í netfangið ifr@ifr.is
Flettingar í dag: 1761
Gestir í dag: 335
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212541
Samtals gestir: 29380
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 14:38:43

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar