Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Stefna Nes; Ofbeldi / Áreitni

Stefna Nes í málum tengdum ofbeldi og áreitni hverskonar

 

Það er hlutverk þjálfara sem og iðkenda sjálfra að koma fram af vinsemd og virðingu hvert við annað.

Hlutverk þjálfara er að sinna þjálfun, en einnig að vera góð fyrirmynd í framkomu og samskiptum.

 

Fyrir þjálfara, úr siðareglum ÍSÍ:

  1. Komdu fram af fullkomnum heilindum og háttvísi gagnvart sjálfum þér og öðrum.
     
  2. Gættu trúnaðar og þagmælsku í störfum þínum en þó innan takmarkana lögboðinnar tilkynningarskyldu.
     
  3. Misnotaðu ekki valdastöðu þína eða hvers konar yfirburði sem þú kannt að hafa yfir öðrum.
     
  4. Gættu jafnræðis og varastu að misbjóða virðingu einstaklinga eða hópa t.d. hvað varðar kynþátt, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, félagslega stöðu, aldur, kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins.

 

Fyrir iðkendur, byggt á bæklingi útgefnum af ÍSÍ:

  1. Ofbeldi og áreiti hvers konar er ekki liðið á æfingum hjá Nes eða í keppni fyrir hönd Nes.
     
  2. Það er upplifun þess sem verður fyrir hegðuninni sem segir til um hvort um ofbeldi eða áreitni sé að ræða

 

Íþróttafélagið Nes tekur öllum tilkynningum alvarlega.

Tilkynningum um ofbeldi eða áreiti hvers konar skal koma til formanns hverju sinni.

Ef um alvarlegt atvik er að ræða skal tafarlaust tilkynna það til lögreglu í síma 112.

 

Gerendum ofbeldisverka hvort sem þau beinast gegn þjálfurum eða iðkendum er vísað úr félaginu.
Iðkendum sem sækjast eftir inngöngu í Nes, en hefur verið vísað úr öðrum íþróttafélögum vegna ofbeldis eða áreitni hverskonar fá ekki inngöngu í Nes.

 

Ofbeldi og einelti er ekki liðið á æfingum hjá Nes eða í keppni fyrir hönd Nes. 
Allir eiga að fá að njóta sín innan sem utan vallar hvort sem er á æfingum eða í keppni.

Flettingar í dag: 1358
Gestir í dag: 172
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212138
Samtals gestir: 29217
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 12:01:30

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar