Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes |
|
Íþróttastefna NES
Með skipulegri og markvissri þjálfun er fötluðum einstaklingum skapaðar aðstæður til að verða afreksmenn þegar þeir hafa mesta líkamlega og sálræna hæfileika til þess og þeir sem ekki velja afreksmennsku eða keppnisíþróttir fá tækifæri til að stunda íþróttir eða líkamsrækt við sitt hæfi.
Íþróttaþjálfun 8 ára og yngri hefur það að markmiði að auka hreyfiþroska og að fyrstu kynni af íþróttum verði jákvæð.
Íþróttaþjálfun 9-12 ára hefur það að markmiði að bæta tæknilega færni, að auka þol, að auka kraft, að auka liðleika og vekja íþróttaáhuga fyrir lífstíð.
Íþróttaþjálfun 13-16 ára hefur það að markmiði að auka þol, að auka kraft, að auka hraða, að auka liðleika, að viðhalda og bæta áður lærða tæknilega færni, að skapa félagslega jákvæðar aðstæður og umhverfi með íþróttastarfinu. Einnig að kynna keppnis- og afreksíþróttamennsku og þann hugsunarhátt sem nauðsynlegur er til að árangur náist, að kynna þá möguleika sem bjóðast þeim sem vilja iðka íþróttir sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.
Íþróttaþjálfun 17 ára og eldri hefur það að markmiði að allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir, að auka þjálfunarálagið verulega, að innleiða afrekshugsunarhátt hjá þeim sem stefna að þátttöku í keppnis- og afreksíþróttum, að skapa möguleika fyrir þá sem vilja iðka íþróttir sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.
Stefnt verði að eftirfarandi leiðum að settum þjálfunarmarkmiðum:
8 ára og yngri: Að æfingarnar séu fjölþættar og stuðli að bættum hreyfiþroska. Að þjálfunin fari fram í leikformi. Að æfingarnar séu skemmtilegar. Að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku.
9-12 ára: Að æfingarnar séu fjölþættar. Að aðaláherslan í þjálfuninni sé á þjálfun tæknilegrar færni. Að æfingarnar feli í sér þol, kraft og liðleika. Að æfingarnar séu skemmtilegar. Að háttvísi og íþróttamannsleg framkoma sé kennd. Að öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu
13-16 ára: Að æfingarnar séu fjölþættar. Að æfingarnar byggist meira en áður á þoli, krafti og hraðaæfingum ásamt liðleikaþjálfun. Að þeirri tæknilegu færni sé viðhaldið sem áður var lærð. Að fræðsla um vöxt og þroska fari fram. Að fræðsla um heilbrigðan lífsstíl fari fram. Að allir unglingar fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.
17 ára og eldri: Að æfingarnar séu alhliða og fjölþættar þannig að allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir með tilliti til stöðu og hæfileika hvers einstaklings. Að val á milli íþróttagreina fari fram liggi áhugi til sérhæfingar. Að sérhæfð afreksþjálfun fari fram og æfingaálagið sé aukið verulega frá því sem áður var sé stefnt að þátttöku í afreksíþróttum. Að unglingunum sé gerð full grein fyrir hvaða hugarfar, álag og hæfileika þarf til að ná árangri í afreksíþróttum.
Flettingar í dag: 1427 Gestir í dag: 194 Flettingar í gær: 428 Gestir í gær: 78 Samtals flettingar: 212207 Samtals gestir: 29239 Tölur uppfærðar: 26.11.2024 12:22:52 |
Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Nafn: Íþróttafélagið NESTölvupóstfang: nes.stjorn@gmail.comAfmælisdagur: 17 nóvember 1991Staðsetning: Suðurnes, ÍslandÖnnur vefsíða: https://www.facebook.com/ibrottafelagid.nes.1Um: Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðningTenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is