Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes |
|||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2021 Október31.10.2021 11:52Boccia mót, fyrirmyndarfélag og umfjöllun í Víkurfréttum.Mikið er búið að vera að gera hjá Nes undanfarið ásamt íþróttastarfinu en gaman er að segja frá glæsilegum árangri Nes á boccia mótinu, sex medalíur í hús, stigahæst og unnum einnig farandsbikarinn í eitt ár - Áfram Nes :) Í sömu vikunni fengum við viðurkenningarskjal sem fyrirmyndarfélag. Um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ: „Íþróttahreyfingin gerir kröfur til samfélagsins um stuðning, bæði aðgang að mannvirkjum og beinan fjárstuðning. Íþróttahreyfingin vill að litið sé á þennan stuðning sem endurgjald fyrir þjónustu sem hún veitir öllum þegnum samfélagsins. Til þess að slíkar kröfur séu trúverðugar og réttlætanlegar þarf íþróttahreyfingin að sýna það í verki að hún geri raunhæfar kröfur til sjálfrar sín hvað varðar gæði og innihald þess starfs sem hún vinnur. Þetta hefur hún gert með samþykkt stefnuyfirlýsinga um afmarkaða málaflokka, þar sem fram kemur að hvernig starfi sé stefnt. Slíkar stefnuyfirlýsingar hafa m.a. verið samþykktar um barna- og unglingastarf, menntun þjálfara og forvarnastarf. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög eða deildir sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndardeild.“ (isi.is) Áfram Nes er
Einnig fengum við glæsilega umfjöllun á Vf.is https://www.vf.is/ithrottir/ithrottafelagid-nes-er-fyrirmyndarfelag-isi
Einnig kom þessi skemmtilega grein um okkur í Nes
Slóð á þá frétt er hér https://issuu.com/vikurfrettir/docs/vikurfrettir_40-2021 og minnum við á að barmmerkin eru til sölu hjá okkur Nes. Íþróttakveðjur, Íþróttafélagið Nes
18.10.2021 14:06Ný taflaSæl öll sömul - hér er enn ein ný æfingatafla og ætti að vera sú allra seinasta sem ég pósta þessa önnina. Einu breytingarnar eru sem tengjast sundæfingum undir 18 ára aldri, annað helst að öllu leyti
Biðst afsökunar á þessum hnökrum. Sundæfingar fyrir 6-13 og 13 - 18 hefjast í dag með þjálfaranum Maríu Jónu. Frístundarstyrkstengingin er eitthvað að stríða okkur samt og bið ég áhugasama að mæta í dag og ég tilkynni um leið og hann er komin á. Varðandi allar skráningar þá fara þær fram í gegnum þessa slóð hér : https://www.sportabler.com/shop/nes/1 Íþróttakveðja Nes 11.10.2021 20:44Uppfærð tafla & nýjir þjálfararNý uppfærð tafla fyrir æfingaárið 2021 -2022.Það eru gleðifréttir að segja frá að við höfum fundið sundþjálfara og munu sundæfingar hefjast á ný 18.október í Akurskóla sundlauginni. Ég hvet alla áhugasama til að skrá sig á sundæfingar.
Skráningar fara fram í gegnum Sportabler á þessari slóð hér: --- > https://www.sportabler.com/shop/nes
Einnig höfum við hjá Nes byrjað með frjálsar íþróttir fyrir yngri en 13 ára og fengum við Katrín Freyju í það verkefni hjá okkur og bjóðum við hana einnig velkomna til starfa hjá Nes.
Flettingar í dag: 1427 Gestir í dag: 194 Flettingar í gær: 428 Gestir í gær: 78 Samtals flettingar: 212207 Samtals gestir: 29239 Tölur uppfærðar: 26.11.2024 12:22:52 |
Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Nafn: Íþróttafélagið NESTölvupóstfang: nes.stjorn@gmail.comAfmælisdagur: 17 nóvember 1991Staðsetning: Suðurnes, ÍslandÖnnur vefsíða: https://www.facebook.com/ibrottafelagid.nes.1Um: Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðningTenglar
Eldra efni
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is