Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes |
|
Færslur: 2014 Desember17.12.2014 17:54
Gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár Um leið og stjórn og starfsfólk ÍF óskar þér gleðilegra jóla og gæfuríks nýs ár viljum við þakka ómetanlegt samstarf og stuðning við starf ÍF
Boð á Nýárssundmót ÍF 2015 Íþróttasamband fatlaðra býður yður/ykkur að vera viðstadda/viðstöddum hið árlega Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga sem fram fer í Laugardalslaug laugardaginn 3. janúar 2015 og hefst kl. 15.00. 15.12.2014 13:17Jólafrí NES fer í jólafrí eftir næsta föstudag og verður smá skemmtiþema þessa vikuna í flestum greinum, pizza verður í boði á eða eftir æfingu í dag mánudag í frjálsum, á þriðjudag í garpasundi, á miðvikudag í boccia og koma líka gestir frá Akranesi og svo á föstudag í fótbolta. Er þetta ætlað þeim iðkendum sem hafa verið að æfa þessar greinar í vetur. Í sundinu er svo jólasundmót og pizza 29 desember þar sem koma gestir frá öðrum félögum. Nes mun svo hefja starfsemi á nýju ári 5 janúar. Takk fyrir veturinn og vonandi sjáumst við sem flest aftur á nýju ári 15.12.2014 10:17Jólaball Kæru Nesarar Skemmtunin hefst kl. 14:00 og munum við eiga skemmtilega stund saman til kl. 16:00. Jólasveinar koma í heimsókn, dansa með okkur í kringum jólatréð og hjálpa okkur við að syngja jólalögin og svo mun Már Gunnarsson ásamt Jóhönnu Ruth einnig flytja frumsamin lög eftir sjálfan sig. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta. 01.12.2014 07:36Framkvæmdarstjóri hjá Nes
Stjórn Nes hefur ákveðið að ráða framkvæmdarstjóra til reynslu í 6 mánuði. Um hlutastarf er að ræða og mun framkvæmdarstjórinn sjá um daglegan rekstur og aðstoða stjórn við að halda áfram frábærri starfsemi Nes. Nes hefur stækkað mikið undan farin ár og er svo komið að vinnan í kringum rekstur Nes er orðin talsverður og ekki raunhæft að reka félagið lengur á eingöngu sjálfboðavinnu. Við teljum að Nes hafi fengið frábæran einstakling í þessari stöðu, sem hefur mikinn áhuga, reynslu og metnað. Hinn nýráðni framkvæmdarstjóri heitir Íris Jónsdóttir og er búsett í Keflavík. Hún hefur mikla reynslu af að vinna með fólki og hefur komið að margvíslegum rekstri sem er frábær blanda fyrir Nes. Í desember mun Íris mæta á æfingar og jólamót Nes og kynna sér starfsemina og hitta þjálfara og iðkendur og eru allir beðnir um að taka vel á móti henni. Kveðja
Flettingar í dag: 1427 Gestir í dag: 194 Flettingar í gær: 428 Gestir í gær: 78 Samtals flettingar: 212207 Samtals gestir: 29239 Tölur uppfærðar: 26.11.2024 12:22:52 |
Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Nafn: Íþróttafélagið NESTölvupóstfang: nes.stjorn@gmail.comAfmælisdagur: 17 nóvember 1991Staðsetning: Suðurnes, ÍslandÖnnur vefsíða: https://www.facebook.com/ibrottafelagid.nes.1Um: Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðningTenglar
Eldra efni
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is