Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes |
|
Færslur: 2014 Október11.10.2014 22:44Nes á góðri leið
Í dag, laugardaginn 11. október, fóru nokkrir stjornarmeðlimir og þjálfari í sundi á málþing á vegum ÍF tengt sundinu. Margt áhugavert var rætt þarna og fjallað mikið um íþróttafélag fatlaðra, eiga þau að vera sér (sem var skoðun meirrihlutans), hvernig eiga þau að starfa, hvernig er hægt að nálgast sem best væntanlegum iðkendum og hvert er hlutverk þeirra sem íþróttafélag og sem styrking félagslega. Það sem kom okku skemmtilega á óvart var hversu margir hafa verið að fylgjast með NES og þær breytingar sem hafa orðið á NES. Iðkendum NES fjölgar hratt og erum við mjög sýnilegt félag, eins og var orðað að NES er orðið þekkt "merki". Var talað um NES-líkanið og að önnur félög ætti að horfa til NES, hvað við værum að gera og búinn að gera því það væri augljóslega að virka mjög vel og árangur mjög sýnilegur. Við fengum mikið lof frá stjórnendum og þjálfurum úr öllum áttum og var sérstaklega talað um samstöðu innan félagsins og öflugir foreldrar sem skiptir sköpum í svona starfi. Er það skoðun okkar að þetta hrós eiga allir innan NES. Þetta væri aldrei hægt nema með stuðning og aðstoð þjálfara, stjórnar, foreldrafélags, styrktaraðilum, aðstandendum og síðast en ekki síst iðkendum. Til hamingju við öll, eigum og meigum vera stollt af þessum orðum til NES. Áfram NES
Flettingar í dag: 1539 Gestir í dag: 249 Flettingar í gær: 428 Gestir í gær: 78 Samtals flettingar: 212319 Samtals gestir: 29294 Tölur uppfærðar: 26.11.2024 12:44:14 |
Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Nafn: Íþróttafélagið NESTölvupóstfang: nes.stjorn@gmail.comAfmælisdagur: 17 nóvember 1991Staðsetning: Suðurnes, ÍslandÖnnur vefsíða: https://www.facebook.com/ibrottafelagid.nes.1Um: Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðningTenglar
Eldra efni
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is