Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes |
|
Færslur: 2013 Júlí05.07.2013 00:11GolfæfingarSæl öll Nes getur með ánægju tilkynnt að byrjað verður með golfæfingar frá og með næsta sunnudag. Karen Guðnadóttir mun sjá um æfingarnar en hún er meðlimur í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). GS mun styðja Nes með þeim hætti að Nes má nota aðstöðu GS að öllu leyti og mun Karen stjórna því og mun GS m.a. sjá um að skaffa allar golfkúlur á æfingunum. Best væri að iðkendur kæmu með kylfur sjálfir en ef það er ekki hægt mun GS koma á móts við það eins og hægt er. Æfingarnar eru á sunnudögum og eru eftirfarandi: 7. 14. og 21. júlí frá kl. 19:00 – 20:00 og svo 11. ágúst frá kl. 19:00 – 20:00 og er mæting hjá Golfskála Suðurnesja. Einnig er fyrirhugað að hafa eina æfingu á virkum dögum á þessu tímabili en vegna anna hjá Karen er ekki hægt að ákveða nákvæma dagsetningu nema með skömmum fyrirvara og verða þessar æfingar því auglýstar síðar með 1-2 daga fyrirvara, biðjum iðkendur að fylgjast vel með því á facebook. Um er að ræða 8 æfingar og er æfingagjaldið 3000 krónur sem þarf að greiðast á sunnudaginn. Hvetjum alla Nesarar til að mæta á golfvöllinn í sumar með góða skapið og höfum gaman undir styrkri leiðsögn Karenar. Kveðja Stjórn Nes 02.07.2013 13:38Minningarmót í golfi
Minningarmót Harðar Barðdal verður haldið á púttvellinum við Hraunkot, mánudaginn 15. júlí kl. 18.00
Hraunkot er á svæði golfklúbbsins Keilis Hafnarfirði en æfingar GSFÍ hafa farið fram á æfingasvæði Keilis undanfarin ár.
Veitt eru verðlaun í flokki fatlaðra og ófatlaðra og eru allir velkomnir að taka þátt í þessu móti.
Einnig verður afhentur hvatningarbikar GSFÍ sem er farandbikar gefinn af dætrum Harðar Barðdal í minningu hans .
Skráning í mótið fer fram á staðnum 01.07.2013 23:35Heimsmeistaramót fatlaðra í sundiTilkynning frá ÍF Miðasala er hafin á Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi sem fram fer í Kanada í ágústmánuði. 01.07.2013 23:08Arnar Helgi Lárusson að keppa á HM fatlaðraHeimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Lyon í Frakklandi dagana 19.-28. júlí næstkomandi. Ísland mun eiga þrjá fulltrúa á mótinu en það eru þau Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, Helgi Sveinsson og Arnar Helgi Lárusson. Stjórn Nes óskar Arnari, Matthildi og Helga velfarnaðar á mótinu og sendir þeim baráttukveðjur. Stjórn Nes 01.07.2013 22:46Tilkynning frá ÍSÍ
Flettingar í dag: 1539 Gestir í dag: 249 Flettingar í gær: 428 Gestir í gær: 78 Samtals flettingar: 212319 Samtals gestir: 29294 Tölur uppfærðar: 26.11.2024 12:44:14 |
Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Nafn: Íþróttafélagið NESTölvupóstfang: nes.stjorn@gmail.comAfmælisdagur: 17 nóvember 1991Staðsetning: Suðurnes, ÍslandÖnnur vefsíða: https://www.facebook.com/ibrottafelagid.nes.1Um: Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðningTenglar
Eldra efni
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is