Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

Færslur: 2012 Ágúst

28.08.2012 14:35

2012-2013

Íþróttafélagið NES 

Æfingatafla

2012-2013

Sund

Yngri

-Þriðjudagar:    kl. 17:15-18:15   (Heiðarskóli)

-Fimmtudagar: kl. 17:15-18:15   (Heiðarskóli)

 

Eldri

-Mánudagar:    kl. 19:00-20:00    (Vatnaveröld)

-Þriðjudagar:    kl. 19:30-20:30    (Akurskóli)

-Fimmtudagar: kl. 18:45-19:45    (Akurskóli)

 

Garpasund (eldri)

-Þriðjudagar:    kl. 18:15-19:15    (Heiðarskóli)

 

Boccia

Yngri

-Miðvikudagar: kl. 17:15-18:15    (Heiðarskóli)

 

Eldri

-Miðvikudagar: kl. 18:15-20:15   (Heiðarskóli)

 

Frjálsar

Yngri

-Mánudagar:   kl. 17:15-18:15   (Heiðarskóli)

 

Eldri

Mánudagar: kl. 18:15-19:15 (Heiðarskóli)

Fótbolti

Eldri

-Þriðjudagar: kl. 21:30-22:30 (Reykjaneshöllin)

-Fimmtudagar: kl. 21:30-22:30 (Reykjaneshöllin)

Athugið! Æfingartímar í fótboltanum geta breyst. Verið er að vinna í því að flýta þessum æfingartímum. Látum vita ef það tekst.

______________________________________________________________________

Æfingargjöld NES 2012-2013

Haustönn: 10 þús. kr. / Vorönn: 10 þús. kr. / Sumarönn: 5 þús. kr.

Systkinaafsláttur er í boði (50% afsláttur af æfingargjöldum fyrir annað barni

28.08.2012 03:33

Fundargerð kynningarfundar hjá NES

27.ágúst 2012

Kynning

-Petrína Sigurðardóttir bauð fundargesti hjartanlega velkomna til fundarins og kynnti stjórn NES

 

Hún kynnti að hún sjálf væri formaður NES

Hlynur Jónsson er varaformaður NES

Ingunn Rögnvaldsdóttir er gjaldkeri NES

Katrín Ruth Þorgeirsdóttir er ritari NES

Gunnar Már Másson er meðstjórnandi í stjórn NES

Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir er meðstjórnandi í stjórn NES

Júlíus Júlíusson er meðstjórnandi í stjórn NES

Guðný Óskarsdóttir er fulltrúi NES-ara í stjórn NES

Vilhjálmur Jónsson er fulltrúi NES-ara í stjórn NES

 

-Hlynur varaformaður kynnti að stjórn NES væru búin að skipta með sér verkum og mynda tengiliði stjórnar við þjálfara sem og aðstandendur:


Hlynur og Gunnar verða tengiliðir stjórnar við fótboltann

Petrína og Júlíus verða tengiliðir stjórnar við frjálsar og boccia

Katrín Ruth og Gunnar verða tengiliðir stjórnar við sundi

....... Hlynur benti á að aðstandendur og iðkendur geta snúið sér beint til þessara  tengiliða séu einhverjar fyrirspurnir eða athugasemdir sem og sent erindi beint til stjórnar á emailið: nes.stjorn@gmail.com.

 

-Minnst var á það að stjórnarfundir verða alltaf einu sinni í mánuði nema eitthvað komi uppá. Þessir fundir verða  alltaf fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Iðkendur,aðstandendur  og  aðrir velunnarar NES eru hvattir að senda inn fyrirspurnir og athugasemdir ef þeir kjósa svo fyrir þessa stjórnarfundi og þá verða mál þeirra formlega fyrir á þessum fundum.

 

 

Þjálfarar hjá NES

-Tilkynntir voru þeir þjálfarar sem verða að störfum hjá NES þetta starfsárið:


 Ingi Þór Einarsson mun sjá um sundið fyrir yngri og eldri

 Birkir Þór Karlsson mun sjá um GARPASUNDIÐ og boccia yngri

Unnur Helga Snorradóttir mun sjá um frjálsar íþróttir fyrir yngri og eldri ... en Petrína Sigurðardóttir verður henni til aðstoðar á þessum æfingum, ef þarf.

 Daníel Reynisson og Þorgerður Jóhannsdóttir munu sjá um boccia eldri.

Stefán Óskar Gíslason mun sjá um fótboltann.

 

 

Æfingar

-Rætt var um það að fjöldi æfinga í hverri íþróttagrein fyrir sig er sá sami og hefur verið  síðastliðið ár fyrir utan það að búið er að bæta við einni sundæfingu á viku fyrir eldri hópinn og verða því þær æfingar þrisvar sinnum í viku. 

 

-Katrín skaut því að verið er að reyna að koma eldri sundhópnum  inní  Vatnaveröld með sundæfingar en enn sem komið er erum við bara komin með eina æfingu þar í viku en hinar tvær verða í Akurskóla. Ef það breytist lætur stjórn alla vita af því.

 

-Einnig var rætt um fótboltann og kom fyrirspurn úr sal hvort æfingar yrðu aftur svona seint eins og síðasta vetur. Svarið við því var þess eðlis að reynt verður eftir fremsta megni að fá æfingar innanhúss í Reykjaneshöllinni í vetur eins snemma og mögulegt er.  Eins og er verða fótboltaæfingar utanhúss eins lengi og hægt er og mun koma í ljós hvaða tímar NES verður úthlutað í höllinni. Stjórn NES lætur vita um leið og  þetta er komið betur í ljós.

 

 

Mót/keppnir

-Rætt var um að NES stefnir að fara á öll þau mót sem það mögulega kemst á sem og stefnt er að því að halda innanfélagsmót í öllum greinum. Mót þessi eru t.d.  Íslandsmót í Boccia á Ísafirði núna 11-13.október næstkomandi, Íslandsleika Special Olympics 6.október, Erlingsmótið í sund, Nýársmótið, Lionsmótið og margt margt fleira. Hann nefndi að stefna sé að iðkendur verði virkir í keppnum, sýnileg og verði félaginu til mikins sóma eins og okkar þeim er von og vísa.

 

 

Æfingargjöld NES

-Minnst var á æfingargjöldin hjá NES og talað um hversu miklu máli þau skipta félaginu m.a. vegna þess hversu kostnaðarsamt er að reka svona stórt íþróttafélag sem NES er orðið í dag. Mjög mikilvægt er því að allir iðkendur standi í skilum með æfingargjöldin.

 

-Tekið verður stíft á því að iðkandi fái ekki að taka þátt í mótum eða fara í keppnir á vegum félagsins nema vera skuldlaus við NES.

 

-Félagið hvetur alla þá sem eiga ógreidd æfingargjöld að standa skil á þeim sem fyrst og bent er á það að ALLTAF er hægt að semja um hlutina.

 

-Æfingargjaldið er 10 þús. kr. á haustönn, 10 þús. kr. á vorönn ...en ætli iðkandi að vera á æfingum að sumri einnig sbr. og fótboltinn var núna í sumar að þá áskilur NES sér rétt að rukka inn sérstök æfingargjöld fyrir sumarönn en þá verða þau einungis 5 þús. kr.

 

-Systkinaafsláttur er boði hjá NES og er 50 % af æfingargjöldum fyrir annað barnið.

 

 

Mætingar á æfingar

-Rætt var um mætingar á æfingar þ.e. að þjálfarar skrá hjá sér mætingar  og verðlaunað verður fyrir góða mætingu. Stjórn NES hvetur alla þá iðkendur að mæta vel á æfingar, sýna menntað og dugnað á æfingum.

  

 

Aðstoðarfólk á æfingum hjá NES

-Nemendur frá FS verða áfram þjálfurum til halds og traust á æfingum hjá NES ásamt þeim einstaklingum sem sinna liðveislu og gætt verður þess að þeir skiptist jafnt á æfingar svo þeir nýtist sem best sem aðstoðarmenn þjálfara.

 

 

Háttarlag NES-ara á mótum

-Varðandi háttarlag á mótum að þá hvetur stjórn NES iðkendur að mæta alltaf í íþróttafatnaði merkt NES á mót og keppnir.

 

-Vera flott og sýnileg og ávalt með hugann að verða félaginu til sóma hvar sem NES-arar koma.

 

-Að vera í fatnaði merkt NES á æfingum er VAL, ekki skylda.

 

-Nýir iðkendur eru  beðnir að hafa samband við stjórnina uppá að panta viðeigandi íþróttafatnað á viðkomandi iðkanda.

 

 

Mikilvæg regla varðandi þegar farið er á mót

-Rætt var um þegar farið verður á lengri mót og það er gist að þá er ÖLL notkun áfengis, vímuefna og tóbaks með öllu óheimil. Ef upp um notkun iðkanda kemst þá ber þjálfara að hafa samband strax við foreldri/forráðamenn eða aðstandenda. Iðkandi er þá annaðhvort sóttur af aðstandenda eða sendur heim á kostnað þeirra eða síns eigins. Þessar reglur samræmast reglum ÍF.

 

 

Mánaðarlegu hittingarnir

-Katrín ræddi um þá mánaðarlegu hittinga sem NES hefur verið vant að halda síðastliðin ár og stefnir á að gera aftur þetta starfsár.

 

-Talað var um að það að NES snýst ekki bara um að koma og æfa einhverja íþrótt heldur snýst NES einnig um það að vera saman sem hópur og gera eitthvað skemmtilegt saman.  

 

-Reynt verður að hafa hittingana alltaf í byrjun hvers mánaðar og verður mismunandi gert hverju sinni sbr. í September ætlum við að halda eitt stykki diskótek, í  Október ætlum við út að borða og eiga góða stund saman, í Nóvember verður smá svona surprise (nánar auglýst síðar) og í Desember ætlum við að halda JÓLABINGÓ, nánar tiltekið 2.desember.

  

Jólabingó

-Jólabingó er nýung frá því í fyrra en þá komu um 120 manns til að spila bingó saman og voru ógrynni af vinningum í boði. Stefnan er að gera slíkt hið sama í ár og vonast stjórn NES að eftir því að enn fleiri komi á BINGÓ-ið. Stjórn NES hvetur alla að taka höndum saman fyrir félagið og auglýsa þetta vel. Þetta er afar skemmtilegur hittingur sem og góð fjáröflun fyrir félagið. Sannarlega hittingur gefur af sér.

 

Netskrif og auglýsingar

-Rætt var um netskrif og auglýsingar innan NES. Félagið hefur tvær síður í gangi annarsvegar eru NES á facebook og svo er NES með bloggsíðu sem ber heitið nessport.123.is.  Þjálfarar og stjórn hafa aðgang að þessum síðum og skrifa inná þessar síður þegar við á sbr. minna á æfingar, auglýsa fjáraflanir, hittinga og margt fleira.


-Stjórn NES stefnir að því að uppfæra bloggsíðuna, gera hana aðgengilegri og skemmtilegri og biður stjórn NES alla sem vi að koma með tillögur að breytingum á síðunni. 


-Bent var á facebook-síðan er stærsti auglýsingamiðill NES og er með stóran hluta iðkenda inná hjá sér sem vini. Bent var á það að þessi síða NES er ÖLLUM opin og geta ALLIR komist inná facebook síðu NES þrátt fyrir að vera ekki með facebook eða vera formlegur vinur NES.  Iðkendur voru hvattir að fylgjast vel á þessum síðum á netinu og vera í virku sambandi við þjálfara og stjórn ef eitthvað kemur uppá.


-Ásamt þessu var bent á NES er með email; nes.stjorn@gmail.com.  NES hvetur alla þá sem hafa eitthvað fram að færa, vilja koma með eftirspurn eða hvað sem er að senda stjórninni línu á þetta póstfang til dæmis fyrir stjórnarfundi hjá NES. Einnig er þó hægt að senda póst til okkar í gegnum facebook. Fjölmargir hafa nýtt sér það.                                                   


-Rætt var um að virka enn frekar Felix-kerfið en það er miðlægt tölvukerfi ÍSÍ og UMFÍ  og heldur utan um íþróttaiðkendur á Íslandi.


Nýjir félagar eru hjartanlega velkomnir

-Rætt var um að fyrstu 2 vikurnar eru fríar hverjum nýjum iðkanda. Eftir 2 vikur tekur iðkandi ákvörðun hvort hann vill vera áfram eður ei í NES.  Sé ákvörðun tekin að koma og æfa með NES er gjaldkeri látinn vita af öllum helstu upplýsingum  um viðkomandi og rukkun æfingargjalda fer fram.

 

 

Foreldraráð

-Rætt var um gildi þess að hafa foreldraráð og hversu nauðsynlegt er að hafa stuðning foreldra í íþróttafélagi sem þessu. Hlutverk foreldráðs er að styðja við  iðkendur á æfingum, mótum og keppnum o.s.frv. Veita aðstoð á stærri viðburðum NES sbr. við ýmsar fjáraflanir t.d. jólabingó, Lionsmót og fleira.

 

-Rætt var um að NES þyrfti á nýju fólki inní þetta ráð og hvatti aðstandendur að bjóða sig fram. Því fleiri því betra. Fram kom að þetta er ekki yfir heildina séð  mikil vinna en svo sannarlega skemmtileg og gefandi.

 

-Eitt foreldri bauð sig fram í foreldraráð NES, aðrir ætla að hugsa málið.

 

 

Fjáraflanir

-Rætt var um fjáraflanir og sagt frá því að NES þarf stöðugt á því að halda að standa í ýmsum fjáröflunum til að eiga fjármagn til að reka sig og einnig til að geta gert  eitthvað skemmtilegt sbr. að fara í keppnisferðir, fara á mót út fyrir landsteinanna  og fleira.


 

-Stjórn NES leitar stöðugt nýrra styrkja og styrktaraðila en þörf er einnig á að iðkendur og aðstandendur taki virkan þátt í fjáröflunum.


 

-Rætt var um að hægt sé að gera ýmislegt s.s. selja líkt og í fyrra jólakort, jóla- merkisspjöld, jólasveinabækur, kærleikstré, dagatöl, lakkrís, klósettpappír, kaffi, páskaegg, blákorn, þrautabækur, segla á ísskápa sem á stendur "ÉG STYÐ NES" og svona mætti lengi telja. 

 


 

Malmö 2013

-Sagt var frá því að NES stefnir að fara í Keppnisferð til Malmö Svíðþjóð 8-10.febrúar næstkomandi.


 

-NES mun senda iðkendur að keppa í sundi og í boccia. 

          

 

-Allir sem vilja og æfa eftirfarandi íþróttagreinar eiga þess kost að fara svo  fremur að   þeir sýni menntað þ.e. mæti á æfingar (það er leyfilegt að verða veikur, bara láta vita ef þið komist ekki á æfingar), að NES-arar séu virkir á æfingum og séu SKULDLAUSIR við  félagið. Skiptir mestu máli að mæta og sinna æfingum sínum vel.


 

-Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum frá þeim sem fóru í febrúar síðastliðinn febrúar að þá má áætla að þetta muni kosta lágmark 80-90 þús. kr. á mann að fara.


 

-Rætt var um að hver og einn iðkandi með sínum aðstandendum þarf að gera upp við hvort þeir vilji fara eður ei. Því ef svo er þarf að fara huga að því með stjórn NES hvaða fjáröflun er best að fara í, sem gefur vel af sér. Rætt var um að hafa bæði einstaklings fjáraflanir sem og hópurinn safnar saman í einn sjóð og allir græða á því sbr. Jólabingóið.


 

-Rætt var um að eftir svona 2-3 vikur þyrfti fólk að vera komið með svar hvort það stefnir að því að fara eður ei, uppá að vita svona sirka fjöldann svo það sé hægt að fara vinna í að fá tilboð fyrir hópinn o.s.frv. Þetta er þó einungis ákvörðun sem snýr að því að taka stefnuna að því að fara en án þess að þurfa greiða eitt né neitt strax. Það kæmi síðar.


 

-Lögð var mikil áhersla að byrja sem fyrst því tíminn líður HRATT.


 

-Einnig varðandi Malmö er mikilvægt að huga að því að hvort viðkomandi iðkandi geti farið án aðstoðamanns eður ei. Skoða þarf þessi mál sem fyrst og gaumgæfilega.


 

-Allt varðandi Malmö verður rætt ítarlega á næsta stjórnarfundi (6.september) og er fólk hvatt til þess að vera í sambandi við stjórnina ef einhverjar spurningar vakna.

 


 

Önnur mál


Sýndir voru nýju fallegu gallarnir hjá NES sem og nýju bolirnir frá HENSON bæði bolir fyrir iðkendur og  aðstandendur (sem á stendur " ÉG STYÐ NES"). Sagt var frá því að hver og einn iðkandi fær eitt sett (æfingagalli+bolur) á sérstöku tilboðsverði aðeins 2000 kr.  Vilji einhver fá að kaupa annað sett að þá verður sá hinn sami að kaupa það á kostnaðarverði sem er um 15 þús. kr samanlagt (bolur+æfingargalli).


 -Aðstandendur og velunnarar NES voru hvattir að kaupa sér stuðningsmannabol. Einn bolur kostar 6500 kr. Sýna NES-urum stuðning.


-Nýju fallegu sundfötin frá FINIS voru kynnt og vöktu mikla lukku. NES vill einnig gera vel við iðkendur sína er æfa sundið og veita þeim sérstakan afslátt sem hljóðar uppá að einn sundbolur eða ein sundskýla + sundhetta í merki NES fæst á 2000 kr. saman. En vilji iðkandi kaupa annað sett verður sá hinn sami að kaupa það á kostnaðarverði en það er 6800 kr. stykkið og um 1500 kr. sundhettan.



-Minnst var á að NES er fyrir ALLA þá sem glíma við fötlun eða röskun af einhverjum toga. Í NES fá allir að njóta sín á sínum eigin forsendum. Virðing fyrireinstaklingnum er haldið vel á lofti sem og áhugi fyrir að efla þroska og hæfileika hans á þeim sviðum sem geta hans leyfir.   Sé eitthvað sem þarf að huga sérstaklega að varðandi einhverja einstaklinga að þá er um að gera að láta vita af því og þá mun stjórn NES stuðla að því að því sé reddað hvort sem það snýr að útbúa sjónrænt skipulag, veita viðeigandi fræðslu  o.s.frv.

 

-Nokkrar fyrirspurnir úr sal komu um starfið og þá var Malmö helsta umræðuefnið. Lögð varð rík áhersla að byrja sem fyrst að huga að varðandi fjáröflun og var mikill spenningur hjá NES-urum fyrir þessum plönum og umræðu.

-Minnst var á GARPASUNDIÐ þ.e. að þetta er nýjung hjá NES sem hófst síðustu áramót og var rætt um hvað það hefur slegið rækilega í gegn. Sagt var frá því að þetta eru ekki hefðbundnar sundæfingar heldur er markmiðið að gera það sem maður getur, njóta þess að vera í vatninu og gera léttar æfingar í vatninu. Stólalyfta er á staðnum fyrir þá sem þurfa á því að halda og aðstoð ofan í lauginni. Kjörið tækifæri fyrir alla, eldri en 14 ára, að koma og prufa.

 

Æfingar hjá NES hefjast....

-Í stuttu máli má segja sem svo að formlegar æfingar hjá NES byrja á miðvikudaginn 29.ágúst kl.17.15-18.15 með boccia æfingu yngri. Æfingar hjá eldri í boccia verður sama dag kl.18.15-20.15. Eftir þennan dag mun  æfingarplönin haldast eins og æfingartaflan segir til um en þó með smá undantekningum þó til að byrja með þ.e....;

-Sundæfing er í kvöld, þriðjudag  kl.19.30-20.30 í sundlaug Akurskóla, hjá eldri hópnum þar sem sá hópur byrjaði í síðustu viku æfingar sökum þess að Ingi Þór vildi ná einni æfingu með hópnum áður en hann héldi að utan til að starfa sem dómari á Paralympics í London sem eru að fara að hefjast á morgun. Sundþjálfari mun leysa Inga af  í eldri sundhópnum á meðan hann er úti á leikunum.


-Sund hjá yngri hefst ekki fyrr en eftir 7.september, þegar Ingi er kominn heim. Það þýðir að fyrsta sundæfingin hjá yngri er þann 11.september kl.17.15-18.15 (sjá æfingartöflu).


-Fótboltaæfingar eru komnar á nýjan tíma frá og með deginum í dag og verður því engin æfing í kvöld þriðjudag heldur þess í stað æfing annaðkvöld, miðvikudagskvöld kl.20.00 á sama stað og æfingar hafa verið haldnar undanfariuð (sjá æfingartöflu).


-Garpasundið mun ekki byrja með æfingar fyrr en 4.september á sama stað og venjulega


-Frjálsar hefjast 3.september sama stað og venjulega.

 

Fleira var ekki rætt og fundi formlega slitið

25.08.2012 17:32

Starfsemi NES hefst á ný

Jæja góðir hálsar þá líður að því að starfsemi NES hefjist á nýjan leik eftir gott sumarfrí. Vonandi eru allir búnir að hafa það gott í sumar. Nú er nýja stjórn NES búið að funda og skipuleggja veturinn og verður þetta spennandi vetur fyrir NES, margt sem verður á dagskránni.  Til að kynna það sem og nýja þjálfara og nýja stjórn, afhenta æfingatöflur og fleira að þá ætlum við að hittast í sal Akurskóla mánudagskvöldið 27.ágúst næstkomandi kl.20:00 og halda smá kynningarkvöld. Allir gamlir sem og nýjir iðkendur, aðstandendur og velunnarar NES hjartanlega velkomnir.

Eftir kynningarfundinn mun starfsemi NES byrja formlega með æfingar miðvikudaginn 29.ágúst með bocciaæfingu í íþróttasal Heiðarskóla. Yngri kl.17.15-18.15 og Eldri kl.18.15-20.15. Sjáumst sem flest bæði á æfingu sem og á kynningakvöldið.

kv.

Stjórn NES

  • 1
Flettingar í dag: 1539
Gestir í dag: 249
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 212319
Samtals gestir: 29294
Tölur uppfærðar: 26.11.2024 12:44:14

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar