Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
07.02.2022 15:51Sundæfingar falla niður í dag 7.febrúarVegna veikinda falla niður sundæfingar yngri og eldri í dag. Við biðjumst afsökunar á hve seint skilaboðin koma. Kveðja, Nes 30.01.2022 17:42Æfingar hefjast á nýÆfingar byrja loksins aftur hjá Nes - sjáumst galvösk á æfingum sem hefjast á morgun mánudaginn 31.janúar. Munum persónulegar sóttvarnir og ítreka á að það þarf að skrá sig í Sportabler til að mæta á æfingar hjá Nes. Hér er hlekkur fyrir verslun Nes á sportabler : https://www.sportabler.com/shop/nes
Íþróttakveðjur Nes 24.01.2022 14:44Bið enn um sinnKæru iðkendur og forráðamenn. Við tökum stöðuna á æfingum í upphafi febrúar. Við biðjumst velvirðingar á öllu en aðstæður samfélagsins eru eins og þær eru og teljum við skynsamlegast að hinkra enn um sinn með æfingar vegna fjöldatakmarkanna og fjölda smita. Gerum þetta vel, við erum jú öll saman í þessu. Munum persónulegar sóttvarnir og förum varlega. Íþróttakveðjur Nes 18.01.2022 10:31Bið á æfingumVegna mikils fjölda af smitum í samfélaginu höfum við ákveðið að bíða með byrjun æfinga hjá Nes. Við höfum verið að taka stöðuna viku frá viku. Eins og staðan er núna þá er 10 manna samkomutakmörk og viljum við ekki taka óþarfa áhættu og vonumst til að allir séu á sömu blaðsíðu <3 Þegar upphaf æfinga byrjar munum við senda tilkynningu hér og á Facebooksíðu félagsins. Íþróttakveðja Nes 01.11.2021 17:10Landsátak í sundiÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki
|
|
Mikið er búið að vera að gera hjá Nes undanfarið ásamt íþróttastarfinu en gaman er að segja frá glæsilegum árangri Nes á boccia mótinu, sex medalíur í hús, stigahæst og unnum einnig farandsbikarinn í eitt ár - Áfram Nes :)
Í sömu vikunni fengum við viðurkenningarskjal sem fyrirmyndarfélag.
Um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ:
„Íþróttahreyfingin gerir kröfur til samfélagsins um stuðning, bæði aðgang að mannvirkjum og beinan fjárstuðning. Íþróttahreyfingin vill að litið sé á þennan stuðning sem endurgjald fyrir þjónustu sem hún veitir öllum þegnum samfélagsins. Til þess að slíkar kröfur séu trúverðugar og réttlætanlegar þarf íþróttahreyfingin að sýna það í verki að hún geri raunhæfar kröfur til sjálfrar sín hvað varðar gæði og innihald þess starfs sem hún vinnur. Þetta hefur hún gert með samþykkt stefnuyfirlýsinga um afmarkaða málaflokka, þar sem fram kemur að hvernig starfi sé stefnt. Slíkar stefnuyfirlýsingar hafa m.a. verið samþykktar um barna- og unglingastarf, menntun þjálfara og forvarnastarf.
Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög eða deildir sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndardeild.“ (isi.is)
Áfram Nes er
Einnig fengum við glæsilega umfjöllun á Vf.is https://www.vf.is/ithrottir/ithrottafelagid-nes-er-fyrirmyndarfelag-isi
Einnig kom þessi skemmtilega grein um okkur í Nes
Slóð á þá frétt er hér https://issuu.com/vikurfrettir/docs/vikurfrettir_40-2021 og minnum við á að barmmerkin eru til sölu hjá okkur Nes.
Íþróttakveðjur,
Íþróttafélagið Nes
|
||
|
Sæl öll sömul - hér er enn ein ný æfingatafla og ætti að vera sú allra seinasta sem ég pósta þessa önnina.
Einu breytingarnar eru sem tengjast sundæfingum undir 18 ára aldri, annað helst að öllu leyti
Biðst afsökunar á þessum hnökrum. Sundæfingar fyrir 6-13 og 13 - 18 hefjast í dag með þjálfaranum Maríu Jónu. Frístundarstyrkstengingin er eitthvað að stríða okkur samt og bið ég áhugasama að mæta í dag og ég tilkynni um leið og hann er komin á.
Varðandi allar skráningar þá fara þær fram í gegnum þessa slóð hér : https://www.sportabler.com/shop/nes/1
Íþróttakveðja Nes
Það eru gleðifréttir að segja frá að við höfum fundið sundþjálfara og munu sundæfingar hefjast á ný 18.október í Akurskóla sundlauginni. Ég hvet alla áhugasama til að skrá sig á sundæfingar.
Skráningar fara fram í gegnum Sportabler á þessari slóð hér: --- > https://www.sportabler.com/shop/nes
Þjálfarinn sem við höfum fengið heitir María Jóna og er að læra íþróttakennarann í HÍ og er á sínu öðru ári - við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa hjá Nes.
Einnig höfum við hjá Nes byrjað með frjálsar íþróttir fyrir yngri en 13 ára og fengum við Katrín Freyju í það verkefni hjá okkur og bjóðum við hana einnig velkomna til starfa hjá Nes.
|
|
||
Sundæfingar fyrir yngri og eldri hópa eru enn í bið vegna þjálfarleysis. (Við höldum áfram að leita)
Frjálsar yngri er nýtt fyrir yngri en 13 ára og verður einu sinni í viku í íþróttahúsi Heiðarskóla.
Sportabler kerfið er komið í gang og er hægt að skrá sig þar nú á æfingar frá vefslóðinni https://www.sportabler.com/shop/nes
Æfingar frjálsar eldri byrja ekki fyrr en 13 september
Höfum fengið nýtt kerfi svo skráningar fara fram í gegnum Sportabler. Unnið er í kerfi eins og er. Æfingar byrja 6. september og ef kerfi er ekki komið í gang fyrir þann tíma þá mætiði á æfingu og við klárum skráningu í kjölfar um leið og kerfi er klárt. Með þökk um skilning Stjórn Nes |
Már GunnarssonMár býr í Reykjanesbæ með fjölskyldu sinni en móðir hans er Lína Rut Wilberg (listakona) og faðir hans er Gunnar Már Másson (flugmaður) sem er með Má á öllum æfingum til trausts og halds. Þrátt fyrir að vera með meðfæddan augnsjúkdóm sem kallast Lebers congenital amaurosis (LCA) sem veldur blindu eltir Már drauma sína, en hann er nánast blindur. Már hefur unnið til fjölda afreka bæði sem sundmaður og tónlistarmaður og lifir með það hugarfar að takast á við lífið og lætur ekkert vera sér til fyrirstöðu. Vegna bágrar þjónustu í skóla á Íslandi fluttist fjölskyldan til Lúxemborgar þegar hann var sex ára gamall til að fá þá kennslu sem að blindur einstaklingur þarf í námi og bjuggu þau þar í sex ár. Á Íslandi var ekki fagþekking fyrir blinda og telur Már að staðan sé enn ekki nógu góð þó margt í þeim málefnum hafi batnað. Íþróttaafrek Más: Tónlist Más: Hægt er að lesa fleiri greinar um Má hér: https://k100.mbl.is/frettir/2021/04/06/otrulegt_hvad_folki_dettur_stundum_i_hug_ad_segja_v/ https://framurskarandi.is/framurskarandi-ungir-islendingar/topp10/mar-gunnarsson/ |
Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum
Nafn:
Íþróttafélagið NESTölvupóstfang:
nes.stjorn@gmail.comAfmælisdagur:
17 nóvember 1991Staðsetning:
Suðurnes, ÍslandÖnnur vefsíða:
https://www.facebook.com/ibrottafelagid.nes.1Um:
Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðningEldra efni
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is