Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

19.06.2022 15:09

Lokahóf Íþróttafélagsins Nes

Lokahóf Íþróttafélagsins Nes

Í ár ákváðum við að hafa lokahófið með öðru sniði en undanfarin ár eða klippa í sundur viðburð aðalfundar og lokahófs í sundur með það fyrir augum að gefa iðkendum viðurkenningarstund sína sem sérviðburð. Viðburðurinn heppnaðist með eindæmum vel þar sem viðurkenningar fyrir liðið íþróttaár voru veittar og pylsuveisla í lokin.

Veitt voru verðlaun fyrir bestu mætinguna, jákvæðasta félagann og mestu framförina í hverjum flokk ásamt hvataverðlaunabikarnum en einnig fengum við þá ánægju að afhenda bikara ÍRB fyrir íþróttamann og íþróttakonu ársins sem hafði ekki náðst að afhenda vegna fjöldatakmarkanna covid-19.

En íþróttamaður ársins var Ástvaldur Ragnar Bjarnason og íþróttakona ársins var Bryndís Brynjólfsdóttir – hamingjuóskir frá Íþróttafélaginu Nes.

Sund yngri:

Besta mæting Mikael Már Einarsson

Mesta framför Hannes Daníel Þorbjörnsson

Jákvæðasti félaginn Adríana Bjarkey Ragnarsdóttir

Sund eldri:

Mesta framför Adam Xavier Nelson

Jákvæðasti félaginn Heiðrún Eva Gunnarsdóttir

Besta mætingin Heiðrún Eva Gunnarsdóttir

Frjálsar yngri:

Mesta framför Hannes Daníel Þorbjörnsson

Jákvæðasti félaginn Særún Birgisdóttir

Besta mætingin Ísey

Frjálsar eldri:

Mesta framför Stefanía Guðnadóttir

Jákvæðasti félaginn Adam Xavier Nelson

Besta mætingin Ari Ægisson

Boccia:

Boccia konan Ína Owen Valsdóttir

Boccia maður Ástvaldur Ragnar Bjarnason

Besta hjálparhellan Heiðrún Eva Gunnarsdóttir

Aðstoðarþjálfarar Bryndís Brynjólfsdóttir og Jósef W. Daníelsson

Mesta framför Arngrímur Arnarsson, Ásmundur Þórhallsson og Árni Þór Rafnsson

Besta mætingin Bryndís Brynjólfsdóttir, Guðný Óskarsdóttir og Berglind Daníelsdóttir

Garpasund

Jákvæðasti félaginn Daði Þór Pálsson 

Besta mætingin Erla Sif Kristinsdóttir

Mesta framförin Guðný Óskarsdóttir og Erla Sif Kristinsdóttir

 

Jákvæðasti Nesarinn Guðni Steinlaugsson

Besti félaginn Kristrún Bogadóttir

 

Hvatabikarinn er farandsbikar til eins árs og hlaut Berglind Daníelsdóttir þau verðlaun í ár.

 

Íþróttafélagið Nes óskar ykkur öllum til hamingju með þær viðurkenningar sem þið hlutuð fyrir ykkar þrautseigju og iðkun við ykkar íþrótt hjá félaginu.

Allar myndir eru birtar með leyfi þeirra sem sóttu viðburðinn og er hægt að skoða í myndalbúmi merkt viðburðinum

 

 

 

 
 
 
 
 
 
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 186395
Samtals gestir: 22287
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 10:20:28

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar