Íþróttafélagið Nes - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Skráningar á æfingar fara fram á Sportabler.com/shop/nes

23.03.2015 10:29

 
Þann 18. mars sl. afhenti Bifreiðastöðin Hreyfill-Bæjarleiðir Nes myndarlegan styrk á bocciaæfingu Nes. Styrkurinn hefur verið nýttur til að þess að kaupa nýja stóla fyrir bocciaæfingarnar og mun það koma sér mjög vel enda gömlu stólarnir orðnir vel nýttir. Mjög ánægjulegt er að Bifreiðastöðin Hreyfill-Bæjarleiðir skuli styrkja Nes með þessum hætti en fyrirtækið sér um þjónustu við Ferðaþjónustu ...fatlaðra í þeim tilfellum sem Ferðaþjónustan kemst ekki yfir að afgreiða með eigin bílum. Hreyfill sinnir jafnframt fötluðum beint ef þeir kjósa að panta bíl eins og hver annar einstaklingur, eða ekki næst að nýta sér Ferðaþjónustu fatlaðra. Í sumum tilfellum þarf sérútbúna hjólastólabíla og hefur Hreyfill nokkra slíka bíla í sinni þjónustu. Nes þakkar Hreyfli kærlega fyrir þennan góða styrk sem kemur sér mjög vel fyrir félagið.
Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 182632
Samtals gestir: 21818
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 09:06:04

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar